Katrín og Gunnar Sævar Þór Jónsson skrifar 22. apríl 2024 15:30 Það var áhugavert að fylgjast með því þegar Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar sem forsætisráðherra til þess að fara í forsetaslaginn. Ég hafði nokkru áður skrifað grein á visi.is þar sem ég fjallað um stöðuna hjá Vinstri grænum og afleiðinganna sem núverandi stjórnarsamstarf hefur haft á fylgi flokksins. Það má segja að Katrín hafi verið að stýra sökkvandi skipi og borið fulla ábyrgð á ástandi skipsins sem formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Gríðarleg óánægja hefur verið um hennar störf sem forsætisráðherra og eru það aðalleg hennar eigin kjósendur sem hafa misst trúna á hana sem leiðtoga. Skyldi engan furða þegar gætt er að þeim loforðum og prinsip-málum sem hún og hennar flokkur hafa staðið fyrir í gegnum tíðina en svikið þegar á valdastól var komið. Það er kannski erfitt að fullyrða um allt það sem ekki varð eins og átti að verða þegar kemur að sýn hennar og hennar flokks á forgangsmál og hvað í reynd var ákveðið í stjórnarsáttmálanum. Það breytir því ekki að lítið hefur farið fyrir staðfestu og áræðni í því að fylgja málum eftir og standa fast á sínum hugsjónum. Af þeim sökum er eðilegt að velta því fyrir sér hvers vegna forsetatíð Katrínar, verði hún kosin, ætti að verða einhverju betri. Væri ekki sama hættan á því að hún lét sína fyrrverandi samstarfsfélaga í pólitík hafa áhrif á skoðanir sínar, eins virðist hafa verið uppi á teningnum í forsætisráðherratíð hennar. Gæti hún staðið á sínum prinsip-málum þannig að hún léti ekki formenn stjórnmálaflokkanna hafa áhrif á sig? Þessu þarf að velta fyrir sér og hennar hlutverki sem forseta og störf forseta óháð því hvað formenn flokkanna vilja, sérstaklega fyrrverandi samstarfsflokka. Hvers vegna eiga svo kjósendur að kjósa hana sem forseta ef hún stóð sig ekki í stykkinu sem forsætisráðherra? Eiga þeir kjósendur sem gáfu henni atkvæði sitt síðast en geta í dag ekki sætt sig við fylgistap Vinstri grænna og svikin loforð að gleyma öllu og kjósa hana nú á nýjan leik eins og ekkert hafi í skorist? Þetta minnir að nokkru leiti á þetta gamla Ísland og þá stéttskiptingu sem var lengi við lýði þar sem ákveðin valda elíta taldi sig hafa óskrifaðan rétt til að velja sér embætti og störf. Má nefna mann eins og Gunnar Toroddsen sem virtist hafa geta valið hvar hann vildi vera, hvort sem það var háskólaprófessor, borgarstjóri, ráðherra eða hæstaréttardómari og virtist geta farið fram og til baka á milli starfa. Í dag á þetta ekki að virka svona. Það að Katrín telji sig hafa það brautargengi sem til þarf til að verða forseti finnst mér endurspegla ákveðinn hroka stjórnmálaelítu sem telur sig eiga tilkall í stað þess að spyrja í auðmýkt: hvað hef ég fram að færa og hvert er mitt framlag? Það á ekki að vera sjálfgefið að einstaklingar geti stokkið úr Stjórnarráðinu og á Bessastaði. Ég tel það varhugavert ef sú verður þróun mála. Kjósendur þurfa að passa að svo verði ekki. Það alla vegna ljóst að nú þurfa kjósendur að meta störf Katrínar í heild sinni þegar kemur að ákveða hvort hún sé starfinu vaxin og hvort hún njóti nægilegs trausts til þess að gegna því starfi. Líklega hafa fylgjendur Sjálfstæðisflokksins meiri hagsmuni en minni af því að fá hana í embætti forseta enda ljóst að hún hefur þjónað þeim flokki vel sem forsætisráðherra og heldur því kannski áfram verði hún kosin forseti Íslands. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að fylgjast með því þegar Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar sem forsætisráðherra til þess að fara í forsetaslaginn. Ég hafði nokkru áður skrifað grein á visi.is þar sem ég fjallað um stöðuna hjá Vinstri grænum og afleiðinganna sem núverandi stjórnarsamstarf hefur haft á fylgi flokksins. Það má segja að Katrín hafi verið að stýra sökkvandi skipi og borið fulla ábyrgð á ástandi skipsins sem formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Gríðarleg óánægja hefur verið um hennar störf sem forsætisráðherra og eru það aðalleg hennar eigin kjósendur sem hafa misst trúna á hana sem leiðtoga. Skyldi engan furða þegar gætt er að þeim loforðum og prinsip-málum sem hún og hennar flokkur hafa staðið fyrir í gegnum tíðina en svikið þegar á valdastól var komið. Það er kannski erfitt að fullyrða um allt það sem ekki varð eins og átti að verða þegar kemur að sýn hennar og hennar flokks á forgangsmál og hvað í reynd var ákveðið í stjórnarsáttmálanum. Það breytir því ekki að lítið hefur farið fyrir staðfestu og áræðni í því að fylgja málum eftir og standa fast á sínum hugsjónum. Af þeim sökum er eðilegt að velta því fyrir sér hvers vegna forsetatíð Katrínar, verði hún kosin, ætti að verða einhverju betri. Væri ekki sama hættan á því að hún lét sína fyrrverandi samstarfsfélaga í pólitík hafa áhrif á skoðanir sínar, eins virðist hafa verið uppi á teningnum í forsætisráðherratíð hennar. Gæti hún staðið á sínum prinsip-málum þannig að hún léti ekki formenn stjórnmálaflokkanna hafa áhrif á sig? Þessu þarf að velta fyrir sér og hennar hlutverki sem forseta og störf forseta óháð því hvað formenn flokkanna vilja, sérstaklega fyrrverandi samstarfsflokka. Hvers vegna eiga svo kjósendur að kjósa hana sem forseta ef hún stóð sig ekki í stykkinu sem forsætisráðherra? Eiga þeir kjósendur sem gáfu henni atkvæði sitt síðast en geta í dag ekki sætt sig við fylgistap Vinstri grænna og svikin loforð að gleyma öllu og kjósa hana nú á nýjan leik eins og ekkert hafi í skorist? Þetta minnir að nokkru leiti á þetta gamla Ísland og þá stéttskiptingu sem var lengi við lýði þar sem ákveðin valda elíta taldi sig hafa óskrifaðan rétt til að velja sér embætti og störf. Má nefna mann eins og Gunnar Toroddsen sem virtist hafa geta valið hvar hann vildi vera, hvort sem það var háskólaprófessor, borgarstjóri, ráðherra eða hæstaréttardómari og virtist geta farið fram og til baka á milli starfa. Í dag á þetta ekki að virka svona. Það að Katrín telji sig hafa það brautargengi sem til þarf til að verða forseti finnst mér endurspegla ákveðinn hroka stjórnmálaelítu sem telur sig eiga tilkall í stað þess að spyrja í auðmýkt: hvað hef ég fram að færa og hvert er mitt framlag? Það á ekki að vera sjálfgefið að einstaklingar geti stokkið úr Stjórnarráðinu og á Bessastaði. Ég tel það varhugavert ef sú verður þróun mála. Kjósendur þurfa að passa að svo verði ekki. Það alla vegna ljóst að nú þurfa kjósendur að meta störf Katrínar í heild sinni þegar kemur að ákveða hvort hún sé starfinu vaxin og hvort hún njóti nægilegs trausts til þess að gegna því starfi. Líklega hafa fylgjendur Sjálfstæðisflokksins meiri hagsmuni en minni af því að fá hana í embætti forseta enda ljóst að hún hefur þjónað þeim flokki vel sem forsætisráðherra og heldur því kannski áfram verði hún kosin forseti Íslands. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun