Handbolti

Óðinn með 9 mörk þegar Kadetten tók for­ystuna í ein­víginu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson átti frábæran leik.
Óðinn Þór Ríkharðsson átti frábæran leik. Vísir/Vilhelm

Kadetten Schaffhausen er komið í 2-1 í undanúrslitaeinvíginu á móti Pfadi Winterthur í baráttunni um svissneska meistaratitilinn.

Kadetten vann 25-22 heimasigur í dag en liðið er deildarmeistari og að spila á móti liðinu í fjórða sæti.

Óðinn Björn Ríkharðsson var mjög góður í dag með níu mörk úr aðeins tíu skotum. Hann skoraði úr sex af sjö vítum sínum.

Óðinn var langmarkahæstur í sínu liði en næsti maður skoraði fimm mörk.

Kadetten steinlá í öðrum leiknum eftir öruggan sigur í leik eitt. Nú vantar liðið aðeins einn sigur til að komast í úrslitaeinvígið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×