„Við erum góðir og þeir eru góðir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 15:30 Róbert Aron Hostert og Alexander Petersson fagna þegar Valsmenn urðu bikarmeistarar á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Evrópuævintýri Valsmanna í handboltanum gæti haldið áfram á Hlíðarenda í kvöld og þjálfari Valsmanna kallar eftir góðum stuðningi úr stúkunni. Óskar Bjarni Óskarsson stýrir Valsmönnum í kvöld í fyrri undanúrslitsleik sínum á móti rúmenska félaginu CS Minaur Baua Mare. Valsmenn hafa enn ekki tapað leik í Evrópu á þessari leiktíð en verða að ná í hagstæð úrslit fyrir síðari leikinn í Rúmeníu. Leikurinn fer fram í N1 höllinni á Hlíðarenda og hefst klukkan 19.30. Valsliðið sló annað rúmenskt lið út úr átta liða úrslitum keppninnar en hefur einnig slegið út lið frá Litháen, Eistland, Slóvakíu og Serbíu í EHF-bikarnum í vetur. Valsmenn hafa líka unnið alla tíu leiki sína í keppninni til þessa. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari ValsVísir/Diego Valsmenn voru einnig í þessari stöðu fyrir sjö árum en duttu þá úr leik í undanúrslitunum á móti rúmenska liðinu AHC Potaissa Turda. Núna geta þeir farið einu skrefi lengra. „Það væri mjög gaman fyrir okkur og mjög gaman fyrir strákana, þjálfarana í kringum þetta, félagið og íslenskan handbolta. Árangur í Evrópukeppni gefur öllum í öllum íþróttum og hvað þá hinum handboltaliðunum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson í samtali við Aron Guðmundsson á blaðamannafundi Valsmanna fyrir leikinn í kvöld. „Það er klárlega spennandi að vera komnir aftur í þessa stöðu að eiga möguleika á úrslitaleik. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að eiga toppleik hérna heima og fá mikinn og góðan stuðning. Þetta er hörkulið og við stefnuna á það að spila vel.,“ sagði Óskar Bjarni. Valsmenn þurfa að taka með sér gott veganesti í seinni leikinn. „Við treystum okkur alveg að fara út og spila vel við þá þar. Við gerðum það á móti Motor og gerðum það á móti Metaloplastika. Það er ekkert lífsnauðsynlegt þótt að það sé alltaf betra,“ sagði Óskar en það má heyra hann fara yfir mótherjana hér fyrir neðan. „Við þurfum að vera klárir í alvöru leik og spila mjög vel. Við erum góðir og þeir eru góðir. Þetta verður bara handboltaveisla,“ sagði Óskar. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Spennandi að vera komnir aftur í þessa stöðu EHF-bikarinn Valur Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson stýrir Valsmönnum í kvöld í fyrri undanúrslitsleik sínum á móti rúmenska félaginu CS Minaur Baua Mare. Valsmenn hafa enn ekki tapað leik í Evrópu á þessari leiktíð en verða að ná í hagstæð úrslit fyrir síðari leikinn í Rúmeníu. Leikurinn fer fram í N1 höllinni á Hlíðarenda og hefst klukkan 19.30. Valsliðið sló annað rúmenskt lið út úr átta liða úrslitum keppninnar en hefur einnig slegið út lið frá Litháen, Eistland, Slóvakíu og Serbíu í EHF-bikarnum í vetur. Valsmenn hafa líka unnið alla tíu leiki sína í keppninni til þessa. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari ValsVísir/Diego Valsmenn voru einnig í þessari stöðu fyrir sjö árum en duttu þá úr leik í undanúrslitunum á móti rúmenska liðinu AHC Potaissa Turda. Núna geta þeir farið einu skrefi lengra. „Það væri mjög gaman fyrir okkur og mjög gaman fyrir strákana, þjálfarana í kringum þetta, félagið og íslenskan handbolta. Árangur í Evrópukeppni gefur öllum í öllum íþróttum og hvað þá hinum handboltaliðunum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson í samtali við Aron Guðmundsson á blaðamannafundi Valsmanna fyrir leikinn í kvöld. „Það er klárlega spennandi að vera komnir aftur í þessa stöðu að eiga möguleika á úrslitaleik. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að eiga toppleik hérna heima og fá mikinn og góðan stuðning. Þetta er hörkulið og við stefnuna á það að spila vel.,“ sagði Óskar Bjarni. Valsmenn þurfa að taka með sér gott veganesti í seinni leikinn. „Við treystum okkur alveg að fara út og spila vel við þá þar. Við gerðum það á móti Motor og gerðum það á móti Metaloplastika. Það er ekkert lífsnauðsynlegt þótt að það sé alltaf betra,“ sagði Óskar en það má heyra hann fara yfir mótherjana hér fyrir neðan. „Við þurfum að vera klárir í alvöru leik og spila mjög vel. Við erum góðir og þeir eru góðir. Þetta verður bara handboltaveisla,“ sagði Óskar. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Spennandi að vera komnir aftur í þessa stöðu
EHF-bikarinn Valur Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira