„Fínt að enda þetta þannig að fólk fái eitthvað fyrir peninginn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. apríl 2024 21:16 Jóhann Þór var stoltur af sínum mönnum eftir leikinn í kvöld. Vísir/Vilhelm „Ég er bara mjög ánægður að við séum komnir í gegn. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2017 sem við förum í gegnum fyrstu umferðina,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir að hans menn sópuðu Íslandsmeisturum Tindastóls úr leik í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar. Grindavík er komið í undanúrslit Subway-deildar karla eftir 91-89 sigur í æsispennandi leik gegn Tindastóli í kvöld. Jóhann Þór Ólafsson sagði að þetta hafi verið fyrsta markmiðið sem liðið setti sér í vetur. „Til að byrja með var þetta opinbert markmið. Ég er bara ánægður því við byrjuðum mjög illa. Við náðum aldrei takti og Stólarnir gera vel, hitta vel. Við erum í einhverri þarmaflóru en náðum að stilla þetta af fyrir hálfleik,“ bætti Jóhann Þór við en Tindastóll náði mest 19 stiga forskoti í fyrsta leikhlutanum en Grindvíkingar voru búnir að ná muninum nður í eitt stig fyrir hálfleik. „Við gerðum ekki nægilega vel í að sækja á körfuna, vorum að sætta okkur alltof mikið við þriggja stiga skot. Þegar við fórum að sækja á hringinn þá komst þetta í jafnvægi en ég er helst óánægður með hvað við vorum lengi að kveikja í okkur. Sigur, það er bara geggjað.“ Jóhann vill þó ekki meina að lið Tindastóls hafi sjokkerað Grindvíkinga með góðri byrjun. „Nei nei, við vorum bara flatir. Bæði lið geta byrjað svona en þeir hittu bara. Við fáum okkur tólf stig í öðru leikhluta og komum til baka. Ég er bara hrikalega stoltur og þetta er það sem fólk bjóst við,, að þetta yrði tæpt. Fínt að enda þetta þannig þannig að fólk fái eitthvað fyrir peninginn.“ Undir lokin skiptust liðin á að skora körfur en það var svo Dedrick Basile sem var maðurinn sem sigldi sigrinum í höfn fyrir Grindavík. Síðustu sex stig Grindvíkinga komu öll eftir að hann keyrði á körfuna og annað hvort bjó til stig fyrir félaga sína eða skoraði sjálfur. „Við fórum bara í það að sækja á hringinn. Hann gerði bara mjög vel,“ sagði pollrólegur Jóhann Þór Ólafsson að lokum en Grindavík er fyrsta liðið sem tryggir sér sæti í undanúrslitum og óljóst hverjir andstæðingar þeirra verða. Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Sport Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
Grindavík er komið í undanúrslit Subway-deildar karla eftir 91-89 sigur í æsispennandi leik gegn Tindastóli í kvöld. Jóhann Þór Ólafsson sagði að þetta hafi verið fyrsta markmiðið sem liðið setti sér í vetur. „Til að byrja með var þetta opinbert markmið. Ég er bara ánægður því við byrjuðum mjög illa. Við náðum aldrei takti og Stólarnir gera vel, hitta vel. Við erum í einhverri þarmaflóru en náðum að stilla þetta af fyrir hálfleik,“ bætti Jóhann Þór við en Tindastóll náði mest 19 stiga forskoti í fyrsta leikhlutanum en Grindvíkingar voru búnir að ná muninum nður í eitt stig fyrir hálfleik. „Við gerðum ekki nægilega vel í að sækja á körfuna, vorum að sætta okkur alltof mikið við þriggja stiga skot. Þegar við fórum að sækja á hringinn þá komst þetta í jafnvægi en ég er helst óánægður með hvað við vorum lengi að kveikja í okkur. Sigur, það er bara geggjað.“ Jóhann vill þó ekki meina að lið Tindastóls hafi sjokkerað Grindvíkinga með góðri byrjun. „Nei nei, við vorum bara flatir. Bæði lið geta byrjað svona en þeir hittu bara. Við fáum okkur tólf stig í öðru leikhluta og komum til baka. Ég er bara hrikalega stoltur og þetta er það sem fólk bjóst við,, að þetta yrði tæpt. Fínt að enda þetta þannig þannig að fólk fái eitthvað fyrir peninginn.“ Undir lokin skiptust liðin á að skora körfur en það var svo Dedrick Basile sem var maðurinn sem sigldi sigrinum í höfn fyrir Grindavík. Síðustu sex stig Grindvíkinga komu öll eftir að hann keyrði á körfuna og annað hvort bjó til stig fyrir félaga sína eða skoraði sjálfur. „Við fórum bara í það að sækja á hringinn. Hann gerði bara mjög vel,“ sagði pollrólegur Jóhann Þór Ólafsson að lokum en Grindavík er fyrsta liðið sem tryggir sér sæti í undanúrslitum og óljóst hverjir andstæðingar þeirra verða.
Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Sport Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira