Körfubolti

„Með því glórulausasta sem ég hef séð“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frank Booker fékk heldur betur að finna fyrir því.
Frank Booker fékk heldur betur að finna fyrir því. vísir/hulda margrét

Það er um fátt annað rætt í körfuboltaheiminum í dag en pungspark David Ramos, leikmanns Hattar, í leik Vals og Hattar í úrslitakeppni Subway-deildar karla í dag.

Ramos sparkaði þá fast í punginn á Frank Booker, leikmanni Vals, og hann gæti verið á leið í langt bann eftir sparkið.

„Þetta er með því glórulausasta sem ég hef séð,“ segir Aron Guðmundsson íþróttafréttamaður í Besta sætinu sem er hlaðvarp íþróttadeildar.

„Maður hefur séð sparkað aðeins frá sér en nei nei. Þarna er sparkað af fullum krafti nánast í gegnum manninn. KKÍ hlýtur að taka á þessu af fullri hörku. Það er ekki hægt að taka léttvægt á þessu.“

Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður tók í sama streng.

„Mér er enn illt í punginum eftir að hafa séð þetta. Þetta var hræðilegt. Þetta er árás. Ég myndi flokka það þannig. Ég held að þetta sé lágmark tíu leikja bann.“

Umræðan um þetta atvik hefst eftir rúma 21 mínútu.

Besta sætið er aðgengilegt á Vísi sem og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Klippa: Fréttir vikunnar 19.aprílFleiri fréttir

Sjá meira


×