Farsæl hagræðing í kjötiðnaði innan ramma samkeppnislaga Ólafur Stephensen skrifar 18. apríl 2024 11:00 Stuðningsmenn nýlegra breytinga á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, virðast sumir hverjir haldnir þeim reginmisskilningi að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja hagræðingu í kjötiðnaðinum. Í Bændablaðinu í síðustu viku var rætt við ýmsa þá sem telja gagn að lagabreytingunni, þar á meðal Þórarin Inga Pétursson, formann atvinnuveganefndar Alþingis, sem var á meðal þeirra sem knúðu lagabreytinguna í gegnum þingið. Farsælt sameiningarferli við Eyjafjörð Þórarinn Ingi segir þar að rétt sé að benda á að þegar framleiðendafélögum sé gert mögulegt að þétta raðirnar og standa saman, sé þeim um leið gert betur mögulegt að sækja fram í vöruróun og nýsköpun og veita innfluttu kjöti samkeppni í verði í einhverjum vöruflokkum. „Ég þekki vel til farsæls sameiningarferlis Norðlenska og Kjarnafæðis, þar sem tvö fyrirtæki hvort sínum megin við Pollinn í Eyjafirðinum kepptu á þessum örmarkaði með fleiri hundruð vörunúmer,“ segir nefndarformaðurinn. Það er óneitanlega athyglisvert að Þórarinn skuli vísa til þessa farsæla sameiningarferlis, því að sameining Norðlenska og Kjarnafæðis er einmitt dæmi um vel heppnaða hagræðingu á kjötmarkaði sem fór fram innan ramma samkeppnislaganna og undir eftirliti samkeppnisyfirvalda, sem settu samrunanum skilyrði m.a. til að vernda hagsmuni bæði bænda og neytenda. Ekki þurfti að breyta neinum lögum til að þessi sameining gæti átt sér stað. Hagræðing er vel framkvæmanleg Samruninn við Eyjafjörð sýnir að hagræðing á kjötmarkaði er vel framkvæmanleg innan þeirra skilyrða sem sett eru í 15. grein samkeppnislaganna, en hún kveður á um að ákvæði laganna um bann við samstilltum aðgerðum fyrirtækja eða samkeppnishindrunum gildi ekki ef samstarfið uppfylli tiltekin skilyrði, þar á meðal um að veita neytendum sanngjarna hlutdeild í ávinningi sem af samstarfinu hlýst og fyrirtækjunum sé ekki veitt færi á að koma í veg fyrir samkeppni að því er varðar verulegan hluta framleiðsluvaranna eða þjónustunnar sem um er að ræða. Félag atvinnurekenda og fleiri samtök hafa margoft bent á að 15. greinin veiti nægt svigrúm til að hagræða í greininni á forsendum almannahagsmuna. Breytingin á búvörulögum, sem samþykkt var á Alþingi fyrir páska, var ekki bara skaðleg heldur allsendis ónauðsynleg. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar, sem fylgdi hinu nýja frumvarpi um samkeppnisundanþágur, sem lögmenn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði skrifuðu fyrir meirihlutann, er 15. grein samkeppnislaga afgreidd með einni setningu: „Meiri hlutinn telur að ákvæði 15. gr. samkeppnislaga veiti ekki nægjanlegt svigrúm til samstarfs, m.a. þar sem ekki er heimilt að taka tillit til hagsmuna framleiðenda.“ Þetta er allur rökstuðningurinn – eða öllu heldur allur misskilningurinn. Það liggur nefnilega í hlutarins eðli að ef tveir framleiðendur eða fleiri leita eftir undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga á grundvelli 15. greinarinnar, gera þeir það á forsendum sinna hagsmuna. Skilyrði 15. greinarinnar eru hins vegar hugsuð til að vernda hagsmuni neytenda og samfélagsins alls af því að ekki sé komið í veg fyrir samkeppni þótt komið sé til móts við hagsmuni fyrirtækja sem vilja hafa með sér samstarf í hagræðingarskyni. Ekki á forsendum neytenda og samkeppni Því miður er það svo, að þeir sem telja nauðsynlega forsendu hagræðingar í slátrun og kjötvinnslu að veita framleiðendum undanþágur umfram þær sem felast í 15. greininni, eru um leið að lýsa því yfir í raun að hagræðingin muni ekki fara fram á forsendum neytenda og að hún muni koma í veg fyrir samkeppni. Stjórnmálamenn og talsmenn afurðastöðva geta lengi haldið áfram að reyna að pakka málinu inn sem framfaramáli fyrir alla hlutaðeigandi, en staðreyndin er sú að lagabreytingin þjónar þröngum sérhagsmunum afurðastöðva. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að t.d. hinir fjársterkari á þessum markaði kaupi upp hina minni og að hinir fáu stóru skipti með sér verkum og markaði. Þá stefnir ástandið hratt í það sama og við sjáum á mjólkurmarkaðnum, einokun eins eða örfárra fyrirtækja, bara án þess aðhalds sem eignarhald bænda og opinber verðlagning skapar í mjólkurgeiranum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samkeppnismál Neytendur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Stuðningsmenn nýlegra breytinga á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, virðast sumir hverjir haldnir þeim reginmisskilningi að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja hagræðingu í kjötiðnaðinum. Í Bændablaðinu í síðustu viku var rætt við ýmsa þá sem telja gagn að lagabreytingunni, þar á meðal Þórarin Inga Pétursson, formann atvinnuveganefndar Alþingis, sem var á meðal þeirra sem knúðu lagabreytinguna í gegnum þingið. Farsælt sameiningarferli við Eyjafjörð Þórarinn Ingi segir þar að rétt sé að benda á að þegar framleiðendafélögum sé gert mögulegt að þétta raðirnar og standa saman, sé þeim um leið gert betur mögulegt að sækja fram í vöruróun og nýsköpun og veita innfluttu kjöti samkeppni í verði í einhverjum vöruflokkum. „Ég þekki vel til farsæls sameiningarferlis Norðlenska og Kjarnafæðis, þar sem tvö fyrirtæki hvort sínum megin við Pollinn í Eyjafirðinum kepptu á þessum örmarkaði með fleiri hundruð vörunúmer,“ segir nefndarformaðurinn. Það er óneitanlega athyglisvert að Þórarinn skuli vísa til þessa farsæla sameiningarferlis, því að sameining Norðlenska og Kjarnafæðis er einmitt dæmi um vel heppnaða hagræðingu á kjötmarkaði sem fór fram innan ramma samkeppnislaganna og undir eftirliti samkeppnisyfirvalda, sem settu samrunanum skilyrði m.a. til að vernda hagsmuni bæði bænda og neytenda. Ekki þurfti að breyta neinum lögum til að þessi sameining gæti átt sér stað. Hagræðing er vel framkvæmanleg Samruninn við Eyjafjörð sýnir að hagræðing á kjötmarkaði er vel framkvæmanleg innan þeirra skilyrða sem sett eru í 15. grein samkeppnislaganna, en hún kveður á um að ákvæði laganna um bann við samstilltum aðgerðum fyrirtækja eða samkeppnishindrunum gildi ekki ef samstarfið uppfylli tiltekin skilyrði, þar á meðal um að veita neytendum sanngjarna hlutdeild í ávinningi sem af samstarfinu hlýst og fyrirtækjunum sé ekki veitt færi á að koma í veg fyrir samkeppni að því er varðar verulegan hluta framleiðsluvaranna eða þjónustunnar sem um er að ræða. Félag atvinnurekenda og fleiri samtök hafa margoft bent á að 15. greinin veiti nægt svigrúm til að hagræða í greininni á forsendum almannahagsmuna. Breytingin á búvörulögum, sem samþykkt var á Alþingi fyrir páska, var ekki bara skaðleg heldur allsendis ónauðsynleg. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar, sem fylgdi hinu nýja frumvarpi um samkeppnisundanþágur, sem lögmenn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði skrifuðu fyrir meirihlutann, er 15. grein samkeppnislaga afgreidd með einni setningu: „Meiri hlutinn telur að ákvæði 15. gr. samkeppnislaga veiti ekki nægjanlegt svigrúm til samstarfs, m.a. þar sem ekki er heimilt að taka tillit til hagsmuna framleiðenda.“ Þetta er allur rökstuðningurinn – eða öllu heldur allur misskilningurinn. Það liggur nefnilega í hlutarins eðli að ef tveir framleiðendur eða fleiri leita eftir undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga á grundvelli 15. greinarinnar, gera þeir það á forsendum sinna hagsmuna. Skilyrði 15. greinarinnar eru hins vegar hugsuð til að vernda hagsmuni neytenda og samfélagsins alls af því að ekki sé komið í veg fyrir samkeppni þótt komið sé til móts við hagsmuni fyrirtækja sem vilja hafa með sér samstarf í hagræðingarskyni. Ekki á forsendum neytenda og samkeppni Því miður er það svo, að þeir sem telja nauðsynlega forsendu hagræðingar í slátrun og kjötvinnslu að veita framleiðendum undanþágur umfram þær sem felast í 15. greininni, eru um leið að lýsa því yfir í raun að hagræðingin muni ekki fara fram á forsendum neytenda og að hún muni koma í veg fyrir samkeppni. Stjórnmálamenn og talsmenn afurðastöðva geta lengi haldið áfram að reyna að pakka málinu inn sem framfaramáli fyrir alla hlutaðeigandi, en staðreyndin er sú að lagabreytingin þjónar þröngum sérhagsmunum afurðastöðva. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að t.d. hinir fjársterkari á þessum markaði kaupi upp hina minni og að hinir fáu stóru skipti með sér verkum og markaði. Þá stefnir ástandið hratt í það sama og við sjáum á mjólkurmarkaðnum, einokun eins eða örfárra fyrirtækja, bara án þess aðhalds sem eignarhald bænda og opinber verðlagning skapar í mjólkurgeiranum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun