Handbolti

Tap hjá Íslendingaliðinu í fyrsta leik 8-liða úr­slita

Smári Jökull Jónsson skrifar
Aldís Ásta skoraði fjögur mörk í kvöld.
Aldís Ásta skoraði fjögur mörk í kvöld. Handbollsligan

Íslendingaliðið Skara þurfti að sætta sig við þriggja marka tap gegn Höörs í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir leik báðar með Skara en liðið endaði í 6. sæti úrvalsdeildarinnar og fór fyrsti leikur einvígisins því fram á heimavelli Höörs.

Leikurinn var jafn og spennandi til að byrja með en undir lok fyrri hálfleiks náði Höörs áhlaupi og komst fjórum mörkum yfir. Staðan var 15-12 í hálfleik og heimaliðið hélt frumkvæðinu í seinni hálfleiknum.

Heimakonur leiddu 30-25 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Skara skoraði síðustu tvö mörkin og lokatölur 30-27.

Aldís Ásta skoraði fjögur mörk fyrir Skara í leiknum en Jóhanna Margrét þrjú. Þetta var fyrsti leikur liðanna í 8-liða úrslitum en þrjá sigra þarf til að komast í undanúrslit.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×