Viðskipti innlent

Eyjólfur vill halda for­mennsku á­fram

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Eyjólfur hefur gegnt embættinu frá árinu 2017.
Eyjólfur hefur gegnt embættinu frá árinu 2017. Vísir/Vilhelm

Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins hefur gefið kost á sér til áframhaldandi formennsku samtakanna. Aðalfundur SA fer fram þann 15. maí og fer formannskjörið fram í aðdraganda hans. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef SA. Eyjólfur hefur gegnt embætti formanns samtakanna frá árinu 2017 en setið í stjórn SA frá 2014 og framkvæmdastjórn frá 2016. 

„Eyjólfur Árni er byggingarverkfræðingur að mennt. Hann hefur undanfarna þrjá áratugi sinnt stjórnunarstörfum í íslensku atvinnulífi. Hann var forstjóri Mannvits hf. og forvera þess félags í 12 ár til ársloka 2015. Hann hefur síðan sinnt ráðgjafa- og stjórnunarstörfum. Eyjólfur Árni hefur verið í stjórn SA frá 2014 og í framkvæmdastjórn frá 2016. Þá hefur hann verið formaður samtakanna frá árinu 2017,“ segir í tilkynningu frá SA. 

Fram kemur að kjörgengir til embættis formanns SA séu stjórnendur og stjórnarmenn aðildarfyrirtækja og aðildarfélaga samtakanna. Rafræn kosning hefst þriðjudaginn 30. apríl og lýkur á aðalfundardag, miðvikudaginn 15. maí. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×