Skortur á möguleikanum á dánaraðstoð leiðir til þess að fólk tekur eigið líf Ingrid Kuhlman skrifar 18. apríl 2024 08:00 Nýverið birti Anton Sveinn McKee hjartnæma og persónulega grein á visir.is um örlög föður síns, sem þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómnum MND auk þess að vera til viðtals í þættinum Ísland í dag. Faðir hans tók ákvörðun um að binda enda á líf sitt af sjálfsdáðum eftir að hafa hrakað mikið á skömmum tíma. Anton lýsir líðan sinni: „Það sem var erfiðast var að fá ekki tækifæri til að kveðja hann í hinsta sinn og segja honum hversu mikið ég elskaði hann. Það er ennþá sárt í dag að hugsa til hans hinstu skrefa, aleinn og án ástvina sinna.“ Skortur á valkostum Þegar deyjandi einstaklingar hafa ekki möguleika á að taka upplýsta og sjálfráða ákvörðun um eigin endalok, grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Bretlands, eða Office for National Statistics, taka árlega á bilinu 300 til 650 dauðvona einstaklingar í Bretlandi eigið líf. Á milli 3,000 til 6,500 deyjandi einstaklingar gera tilraun til þess. Áhrifin á viðkomandi, aðstandendur þeirra og aðra eru djúpstæð, eins og kemur fram í grein Antons: „Sjúklingar þurfa að ganga í gegnum dimman dal þar sem þeir taka þessa ákvörðun í einrúmi og án þess að geta rætt hana við neinn. Áfallið leggst á fjölskyldur og aðstandendur en einnig lögreglu og sjúkraliða sem þurfa að sinna skyldum sínum í kringumstæðum sem þessum. Þetta veldur alltaf skaða fyrir samfélagið og sárkvaldir einstaklingar þurfa að að vinna sig upp úr honum sem tekur jafnvel mörg ár.“ Minni sorg eftir dánaraðstoð Í greininni leggur Anton áherslu á mikilvægi mannúðar og virðingar í garð einstaklinga sem þjást af ólæknandi sjúkdómum og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu með því að veita þeim möguleikann á dánaraðstoð. Rannsóknir hafa sýnt að aðstandendur upplifa almennt minni sorg eftir dánaraðstoð. Í tímaritinu Journal of Pain and Syptom Management var birt grein árið 2016 sem fjallaði um áhrif dánaraðstoðar á sorg og sálarangist aðstandenda. Rannsóknin skoðaði muninn á sorg og sálarástand aðstandenda þeirra sem fengu dánaraðstoð og þeirra sem misstu ástvini af náttúrulegum orsökum. Niðurstöður sýndu að aðstandendur þeirra sem fengu dánaraðstoð upplifðu almennt minni sálarangist og voru líklegra til að jafna sig fyrr. Þessi hópur gat betur undirbúið sig fyrir andlát ástvinar og notið þess tíma sem eftir var á meðvitaðan og markvissan hátt, sem reyndist vera mikilvægur þáttur í sorgarferlinu. Rannsókn sem framkvæmd var í Kanada og Hollandi sýndi fram á að nánustu aðstandendur krabbameinssjúklinga sem fengu dánaraðstoð upplifðu vægari sorgareinkenni og minni áfallastreitu en aðstandendur krabbameinssjúklinga sem dóu náttúrulegum dauða. Aðstandendur fundu huggun í því að ástvinur þeirra hafði haft stjórn á eigin lífslokum og dáið á þeim forsendum sem hann kaus. Þeir upplifðu ákveðið öryggi í því að vita að ástvinur þeirra þyrfti ekki að þjást óþarflega og töldu það vera lykilþátt í sorgarferlinu að hafa getað verið viðstaddir dánarstundina og kvatt ástvininn. Þeir sögðu einnig að ferlið í kringum dánaraðstoðina hefði verið þroskandi og þeir upplifðu þakklæti. Margir nefndu mikilvægi þess að hafa getað rætt opinskátt um tilfinningar sínar og dauðann við ástvininn en það auðveldaði mörgum að sætta sig við og undirbúa sig fyrir yfirvofandi andlát. Sumir lýstu þakklæti fyrir tækifærið til að leysa úr ágreiningi eða rifja upp dýrmætar minningar. Þó að fólk upplifi vitaskuld sorg og söknuð við ástvinamissi, er mikilvægt að dauðdaginn sé eins þjáningarlaus og með eins mikilli mannlegri reisn og hugsast getur. Að eiga val um dánaraðstoð Fjöldi rannsókna hefur leitt í ljós að deyjandi einstaklingar sem kjósa dánaraðstoð líta ekki á dauðann sem markmið í sjálfu sér heldur sem úrræði til að losna undan óbærilegum þjáningum þegar engin von er um bata. Þeir vilja ekki deyja en treysta sér ekki til að lifa lengur. Anton veltir upp þýðingarmikilli spurningu í grein sinni: „Af hverju er ákvörðun um að fá að enda lífið þegar ekkert annað blasir við en dauðinn ekki í okkar höndum?“ Við hjá Lífsvirðingu tökum heilshugar undir þess orð Antons og hvetjum til þess að frumvarp um dánaraðstoð verði samþykkt. Yfir 200 milljónir manna í 16 löndum um allan heim hafa nú þegar möguleika á dánaraðstoð. Hvenær mun Ísland taka þetta mikilvæga skref? Höfundur er formaður Lífsviðringar, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Tengdar fréttir Mælir með grænu ljósi á dánaraðstoð eftir erfiða reynslu Sundkappinn Anton McKee ritar áhrifaríkan pistil þar sem hann hvetur fólk til að styðja frumvarp um dánaraðstoð. 9. apríl 2024 12:01 Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Nýverið birti Anton Sveinn McKee hjartnæma og persónulega grein á visir.is um örlög föður síns, sem þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómnum MND auk þess að vera til viðtals í þættinum Ísland í dag. Faðir hans tók ákvörðun um að binda enda á líf sitt af sjálfsdáðum eftir að hafa hrakað mikið á skömmum tíma. Anton lýsir líðan sinni: „Það sem var erfiðast var að fá ekki tækifæri til að kveðja hann í hinsta sinn og segja honum hversu mikið ég elskaði hann. Það er ennþá sárt í dag að hugsa til hans hinstu skrefa, aleinn og án ástvina sinna.“ Skortur á valkostum Þegar deyjandi einstaklingar hafa ekki möguleika á að taka upplýsta og sjálfráða ákvörðun um eigin endalok, grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Bretlands, eða Office for National Statistics, taka árlega á bilinu 300 til 650 dauðvona einstaklingar í Bretlandi eigið líf. Á milli 3,000 til 6,500 deyjandi einstaklingar gera tilraun til þess. Áhrifin á viðkomandi, aðstandendur þeirra og aðra eru djúpstæð, eins og kemur fram í grein Antons: „Sjúklingar þurfa að ganga í gegnum dimman dal þar sem þeir taka þessa ákvörðun í einrúmi og án þess að geta rætt hana við neinn. Áfallið leggst á fjölskyldur og aðstandendur en einnig lögreglu og sjúkraliða sem þurfa að sinna skyldum sínum í kringumstæðum sem þessum. Þetta veldur alltaf skaða fyrir samfélagið og sárkvaldir einstaklingar þurfa að að vinna sig upp úr honum sem tekur jafnvel mörg ár.“ Minni sorg eftir dánaraðstoð Í greininni leggur Anton áherslu á mikilvægi mannúðar og virðingar í garð einstaklinga sem þjást af ólæknandi sjúkdómum og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu með því að veita þeim möguleikann á dánaraðstoð. Rannsóknir hafa sýnt að aðstandendur upplifa almennt minni sorg eftir dánaraðstoð. Í tímaritinu Journal of Pain and Syptom Management var birt grein árið 2016 sem fjallaði um áhrif dánaraðstoðar á sorg og sálarangist aðstandenda. Rannsóknin skoðaði muninn á sorg og sálarástand aðstandenda þeirra sem fengu dánaraðstoð og þeirra sem misstu ástvini af náttúrulegum orsökum. Niðurstöður sýndu að aðstandendur þeirra sem fengu dánaraðstoð upplifðu almennt minni sálarangist og voru líklegra til að jafna sig fyrr. Þessi hópur gat betur undirbúið sig fyrir andlát ástvinar og notið þess tíma sem eftir var á meðvitaðan og markvissan hátt, sem reyndist vera mikilvægur þáttur í sorgarferlinu. Rannsókn sem framkvæmd var í Kanada og Hollandi sýndi fram á að nánustu aðstandendur krabbameinssjúklinga sem fengu dánaraðstoð upplifðu vægari sorgareinkenni og minni áfallastreitu en aðstandendur krabbameinssjúklinga sem dóu náttúrulegum dauða. Aðstandendur fundu huggun í því að ástvinur þeirra hafði haft stjórn á eigin lífslokum og dáið á þeim forsendum sem hann kaus. Þeir upplifðu ákveðið öryggi í því að vita að ástvinur þeirra þyrfti ekki að þjást óþarflega og töldu það vera lykilþátt í sorgarferlinu að hafa getað verið viðstaddir dánarstundina og kvatt ástvininn. Þeir sögðu einnig að ferlið í kringum dánaraðstoðina hefði verið þroskandi og þeir upplifðu þakklæti. Margir nefndu mikilvægi þess að hafa getað rætt opinskátt um tilfinningar sínar og dauðann við ástvininn en það auðveldaði mörgum að sætta sig við og undirbúa sig fyrir yfirvofandi andlát. Sumir lýstu þakklæti fyrir tækifærið til að leysa úr ágreiningi eða rifja upp dýrmætar minningar. Þó að fólk upplifi vitaskuld sorg og söknuð við ástvinamissi, er mikilvægt að dauðdaginn sé eins þjáningarlaus og með eins mikilli mannlegri reisn og hugsast getur. Að eiga val um dánaraðstoð Fjöldi rannsókna hefur leitt í ljós að deyjandi einstaklingar sem kjósa dánaraðstoð líta ekki á dauðann sem markmið í sjálfu sér heldur sem úrræði til að losna undan óbærilegum þjáningum þegar engin von er um bata. Þeir vilja ekki deyja en treysta sér ekki til að lifa lengur. Anton veltir upp þýðingarmikilli spurningu í grein sinni: „Af hverju er ákvörðun um að fá að enda lífið þegar ekkert annað blasir við en dauðinn ekki í okkar höndum?“ Við hjá Lífsvirðingu tökum heilshugar undir þess orð Antons og hvetjum til þess að frumvarp um dánaraðstoð verði samþykkt. Yfir 200 milljónir manna í 16 löndum um allan heim hafa nú þegar möguleika á dánaraðstoð. Hvenær mun Ísland taka þetta mikilvæga skref? Höfundur er formaður Lífsviðringar, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð.
Mælir með grænu ljósi á dánaraðstoð eftir erfiða reynslu Sundkappinn Anton McKee ritar áhrifaríkan pistil þar sem hann hvetur fólk til að styðja frumvarp um dánaraðstoð. 9. apríl 2024 12:01
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun