Loftleiðir með þrjár þotur í lúxusflugi fyrir ríka fólkið Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2024 23:00 Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, dótturfélags Icelandair Group. Arnar Halldórsson Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er komið með þrjár þotur sem eingöngu sinna lúxusflugi með forríka ferðamenn. Dæmigerð þriggja vikna hnattferð kostar 25 milljónir króna á mann en þá er líka allt innifalið. Í fréttum Stöðvar 2 var flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli heimsótt. Þar inni var Boeing 757-þota, TF-LLW, í viðhaldi eftir að hafa lokið þremur þriggja vikna hnattreisum. Sú var merkt National Geographic en Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða, segir vélarnar oftast merktar viðskiptavinum; ferðaskrifstofum sem sérhæfa sig í lúxusferðum fyrir efnafólk. Þessi vél er merkt kaupanda þjónustunnar, National Geographic.Arnar Halldórsson „Þetta eru mest amerískar ferðaskrifstofur. En svo erum við með viðskiptavini í Ástralíu, Indlandi, Brasilíu, Hollandi, Þýskalandi.. út um allt,“ segir Árni. Framan af voru Loftleiðir bara með eina flugvél hluta úr ári í svona lúxusferðum en núna eru þær orðnar þrjár allt árið. Hnattreisurnar í heild 83 talsins frá upphafi. Og Loftleiðavélarnar hafa meira að segja lent á Suðurpólnum. Boeing 757-flugvél Loftleiða á Suðurskautslandinu.Loftleiðir Icelandic „Þetta hefur ekki verið mikil markaðssetning. Þetta hefur bara spurst út. Þetta er ekkert rosalega stór heimur. Flestir okkar nýju kúnna sem eru að koma hafa bara frétt af okkur einhversstaðar annarsstaðar.“ Þetta eru ýmist hnattreisur eða sérferðir um einstaka heimsálfur þar sem farþegum er boðið upp á lúxussæti. Í flugvél sem gæti borið tvöhundruð farþega eru sætin ýmist bara áttatíu eða jafnvel fimmtíu. „Þetta er mjög dýrt. En við leigjum bara út vélina. Við sjáum ekkert um að selja sætin,“ segir Árni. Farþegarými í einni af lúxusþotum Loftleiða. Hér eru aðeins fimmtíu sæti - í flugvél sem með venjulegum sætum gæti tekið tvöhundruð farþega.Loftleiðir Icelandic Hann segir að þriggja til fjögurra vikna lúxusferð kosti frá 80 þúsund og upp undir 200 þúsund dollara. „Það eru 25 milljónir eða eitthvað á mann. Það er ekki bara flugið. Það eru öll hótel, matur og allt innifalið. En þetta er náttúrlega svakalega dýrt,“ segir Árni. Flugið er á íslensku flugrekstrarleyfi og áhafnir skipaðar starfsmönnum Icelandair. „Þetta er mun stærri áhöfn en venjulega. Við erum með þrjá flugmenn, sex til sjö flugfreyjur, einn flugvirkja um borð og tvo kokka. Þannig að það eru mjög margir sem koma að þessu.“ Tveir kokkar eru hafðir um borð til að elda fyrir farþegana.Loftleiðir Icelandic Verkefnið hefur verið eftirsótt hjá starfsfólki Icelandair. En það gæti breyst þegar ferðirnar eru orðnar þrjátíu á ári. „Það hefur verið slegist um þetta að komast í þessar ferðir. En þegar þetta eru orðnar svona margar ferðir þá fer að verða aðeins flóknara að manna þetta. Því að þú ert auðvitað þrjár fjórar vikur í burtu,“ segir Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Suðurskautslandið Boeing Tengdar fréttir Milljón horft á vél Icelandair lenda á Suðurskautslandinu Rétt tæplega milljón manns hafa horft á myndband á Youtube sem sýnir lendingu og flugtak Boeing 767 flugvélar Icelandair á Suðurskautslandinu frá ýmsum hliðum. 1. febrúar 2022 22:37 Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu þar sem miðinn kostar á annan tug milljóna Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. 18. febrúar 2020 22:00 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli heimsótt. Þar inni var Boeing 757-þota, TF-LLW, í viðhaldi eftir að hafa lokið þremur þriggja vikna hnattreisum. Sú var merkt National Geographic en Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða, segir vélarnar oftast merktar viðskiptavinum; ferðaskrifstofum sem sérhæfa sig í lúxusferðum fyrir efnafólk. Þessi vél er merkt kaupanda þjónustunnar, National Geographic.Arnar Halldórsson „Þetta eru mest amerískar ferðaskrifstofur. En svo erum við með viðskiptavini í Ástralíu, Indlandi, Brasilíu, Hollandi, Þýskalandi.. út um allt,“ segir Árni. Framan af voru Loftleiðir bara með eina flugvél hluta úr ári í svona lúxusferðum en núna eru þær orðnar þrjár allt árið. Hnattreisurnar í heild 83 talsins frá upphafi. Og Loftleiðavélarnar hafa meira að segja lent á Suðurpólnum. Boeing 757-flugvél Loftleiða á Suðurskautslandinu.Loftleiðir Icelandic „Þetta hefur ekki verið mikil markaðssetning. Þetta hefur bara spurst út. Þetta er ekkert rosalega stór heimur. Flestir okkar nýju kúnna sem eru að koma hafa bara frétt af okkur einhversstaðar annarsstaðar.“ Þetta eru ýmist hnattreisur eða sérferðir um einstaka heimsálfur þar sem farþegum er boðið upp á lúxussæti. Í flugvél sem gæti borið tvöhundruð farþega eru sætin ýmist bara áttatíu eða jafnvel fimmtíu. „Þetta er mjög dýrt. En við leigjum bara út vélina. Við sjáum ekkert um að selja sætin,“ segir Árni. Farþegarými í einni af lúxusþotum Loftleiða. Hér eru aðeins fimmtíu sæti - í flugvél sem með venjulegum sætum gæti tekið tvöhundruð farþega.Loftleiðir Icelandic Hann segir að þriggja til fjögurra vikna lúxusferð kosti frá 80 þúsund og upp undir 200 þúsund dollara. „Það eru 25 milljónir eða eitthvað á mann. Það er ekki bara flugið. Það eru öll hótel, matur og allt innifalið. En þetta er náttúrlega svakalega dýrt,“ segir Árni. Flugið er á íslensku flugrekstrarleyfi og áhafnir skipaðar starfsmönnum Icelandair. „Þetta er mun stærri áhöfn en venjulega. Við erum með þrjá flugmenn, sex til sjö flugfreyjur, einn flugvirkja um borð og tvo kokka. Þannig að það eru mjög margir sem koma að þessu.“ Tveir kokkar eru hafðir um borð til að elda fyrir farþegana.Loftleiðir Icelandic Verkefnið hefur verið eftirsótt hjá starfsfólki Icelandair. En það gæti breyst þegar ferðirnar eru orðnar þrjátíu á ári. „Það hefur verið slegist um þetta að komast í þessar ferðir. En þegar þetta eru orðnar svona margar ferðir þá fer að verða aðeins flóknara að manna þetta. Því að þú ert auðvitað þrjár fjórar vikur í burtu,“ segir Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Suðurskautslandið Boeing Tengdar fréttir Milljón horft á vél Icelandair lenda á Suðurskautslandinu Rétt tæplega milljón manns hafa horft á myndband á Youtube sem sýnir lendingu og flugtak Boeing 767 flugvélar Icelandair á Suðurskautslandinu frá ýmsum hliðum. 1. febrúar 2022 22:37 Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu þar sem miðinn kostar á annan tug milljóna Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. 18. febrúar 2020 22:00 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Milljón horft á vél Icelandair lenda á Suðurskautslandinu Rétt tæplega milljón manns hafa horft á myndband á Youtube sem sýnir lendingu og flugtak Boeing 767 flugvélar Icelandair á Suðurskautslandinu frá ýmsum hliðum. 1. febrúar 2022 22:37
Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu þar sem miðinn kostar á annan tug milljóna Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. 18. febrúar 2020 22:00