Bankasýslan hafi ekki gert athugasemdir við tilboð í TM Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2024 17:55 Landsbankinn er almenningshlutafélag að miklum meirihluta í eigu ríkisins. Bankasýslan telur að kaup á TM stríði gegn eigendastefnu ríkisins. Vísir/Vilhelm Bankaráð Landsbankans segir að Bankasýslan hafi verið upplýst um áhuga bankans á að kaupa tryggingafélagið TM í desember og ekki gert neinar athugasemdir fyrr en eftir að tilboð bankans var samþykkt. Bankasýslan ætlar að skipta út fimm bankaráðsmönnum á næstu dögum. Kaup Landsbankans á TM hafa verið umdeild. Bankasýsla ríkisins telur að upplýsingagjöf Landsbankans til sín hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins. Þá hafi hún ekki verið með þeim formlega hætti sem áður hefur verið viðhafður, ólíkt upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins um áhuga bankans á TM í júlí 2023. Tilboðið í TM hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríkisins og lágmörkun á áhættu, sérstaklega í ljósi þess að ekki stendur til að selja hlut ríkisins í bankanum í náinni framtíð. Enginn fyrirvari hafi verið gerður í tilboði bankans um samþykki hluthafafundar. Bankasýslan hætti við að tilnefna fimm bankaráðsmenn til áframhaldandi setu og leggur nú til fimm nýja menn inn fyrir aðalfund sem verður haldinn á föstudag eftir viku. Sjö manns skipa bankaráðið en tveir núverandi bankaráðsmenn höfðu áður tilkynnt að þeir gæfu ekki kost á sér áfram. Óskaði hvorki eftir gögnum né gerði athugasemdir Í yfirlýsingu sem bankaráð Landsbankans sendi frá sér nú síðdegis fullyrðir það að Bankasýslan hafi verið upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í tryggingafélagið 20. desember. „Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt,“ segir í yfirlýsingunni. Bankasýslan hafi sjálf staðfest að það hafi verið á forræði bankaráðsins að taka ákvörðun um að bjóða í TM. Hafi Bankasýslan talið að afla þyrfti samþykkis hluthafafundar fyrir kaupunum þá hafi hún haft mörg tækifæri til þess að koma því áliti á framfæri, að sögn bankaráðsins. Bankaráðinu finnst miður að Bankasýslan líti svo á að hún hafi ekki fengið upplýsingar með nægilega formlegum hætti um áform Landsbankans og telur sig hafa uppfyllt skyldur sínar um upplýsingagjöf. „Bankaráði þykur miður að ákvörðun um kaup á TM, sem var tekin með hagsmuni Landsbankans, hluthafa og viðskiptavina að leiðarljósi, hafi orðið jafn umdeild og raun ber vitni,“ segir í yfirlýsingu bankaráðsins. Vísar bankaráðið í hluta eigendastefnu ríkisins sem segir að ríkið stefni ekki að því að eiga meirihluta í fjármálafyrirtækjum á markaði til lengri tíma. Því sé mikilvægt að umsýsla eignarhluta þess sé fagleg, traust og á markaðsforsendum, meðal annars til þess að hámarka söluandvirði og arðgreiðslur fyrir skattgreiðendur. Fréttin verður uppfærð. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Munu skoða að losna strax við TM Bankasýsla ríkisins mun funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans og leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Fyrrverandi fjármálaráðherra vildi að skoðað yrði hvernig væri hægt að losa um eignarhlutinn eins fljótt og auðið er. 12. apríl 2024 16:53 Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. 12. apríl 2024 16:40 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Kaup Landsbankans á TM hafa verið umdeild. Bankasýsla ríkisins telur að upplýsingagjöf Landsbankans til sín hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins. Þá hafi hún ekki verið með þeim formlega hætti sem áður hefur verið viðhafður, ólíkt upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins um áhuga bankans á TM í júlí 2023. Tilboðið í TM hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríkisins og lágmörkun á áhættu, sérstaklega í ljósi þess að ekki stendur til að selja hlut ríkisins í bankanum í náinni framtíð. Enginn fyrirvari hafi verið gerður í tilboði bankans um samþykki hluthafafundar. Bankasýslan hætti við að tilnefna fimm bankaráðsmenn til áframhaldandi setu og leggur nú til fimm nýja menn inn fyrir aðalfund sem verður haldinn á föstudag eftir viku. Sjö manns skipa bankaráðið en tveir núverandi bankaráðsmenn höfðu áður tilkynnt að þeir gæfu ekki kost á sér áfram. Óskaði hvorki eftir gögnum né gerði athugasemdir Í yfirlýsingu sem bankaráð Landsbankans sendi frá sér nú síðdegis fullyrðir það að Bankasýslan hafi verið upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í tryggingafélagið 20. desember. „Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt,“ segir í yfirlýsingunni. Bankasýslan hafi sjálf staðfest að það hafi verið á forræði bankaráðsins að taka ákvörðun um að bjóða í TM. Hafi Bankasýslan talið að afla þyrfti samþykkis hluthafafundar fyrir kaupunum þá hafi hún haft mörg tækifæri til þess að koma því áliti á framfæri, að sögn bankaráðsins. Bankaráðinu finnst miður að Bankasýslan líti svo á að hún hafi ekki fengið upplýsingar með nægilega formlegum hætti um áform Landsbankans og telur sig hafa uppfyllt skyldur sínar um upplýsingagjöf. „Bankaráði þykur miður að ákvörðun um kaup á TM, sem var tekin með hagsmuni Landsbankans, hluthafa og viðskiptavina að leiðarljósi, hafi orðið jafn umdeild og raun ber vitni,“ segir í yfirlýsingu bankaráðsins. Vísar bankaráðið í hluta eigendastefnu ríkisins sem segir að ríkið stefni ekki að því að eiga meirihluta í fjármálafyrirtækjum á markaði til lengri tíma. Því sé mikilvægt að umsýsla eignarhluta þess sé fagleg, traust og á markaðsforsendum, meðal annars til þess að hámarka söluandvirði og arðgreiðslur fyrir skattgreiðendur. Fréttin verður uppfærð.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Munu skoða að losna strax við TM Bankasýsla ríkisins mun funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans og leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Fyrrverandi fjármálaráðherra vildi að skoðað yrði hvernig væri hægt að losa um eignarhlutinn eins fljótt og auðið er. 12. apríl 2024 16:53 Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. 12. apríl 2024 16:40 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Munu skoða að losna strax við TM Bankasýsla ríkisins mun funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans og leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Fyrrverandi fjármálaráðherra vildi að skoðað yrði hvernig væri hægt að losa um eignarhlutinn eins fljótt og auðið er. 12. apríl 2024 16:53
Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. 12. apríl 2024 16:40