Spá því að verðbólga hjaðni Jón Þór Stefánsson skrifar 12. apríl 2024 11:27 Bankinn telur að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,6 prósent í apríl frá fyrri mánuði. Vísir/Vilhelm Ársverðbólga mun hjaðna á ný í apríl og á næstu fjórðungum eftir nokkuð óvænta hækkun síðasta mánaðar, þessu spáir Íslandsbanki í verðbólguspá sinni „Verðbólga heldur áfram að hjaðna næstu mánuði en mun þó ekki vera við markmið Seðlabankans á spátímanum þó hún verði komin ansi nálægt því árið 2026,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Bankinn telur að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,6 prósent í apríl frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir muni ársverðbólga hjaðna nokkuð, og fara úr 6,8 prósentum í 6,1 prósent. Þessi spá Íslandsbanka rýmar við spá Landsbankans frá því í gær. Báðir bankarnir minnast sérstaklega á að reiknuð húsaleiga muni hafa mikið að segja um þetta, sem og flugfargjöld. Íslandsbanki „Húsnæðisliðurinn vegur þyngst til hækkunar í spá okkar fyrir aprílmánuð. Reiknuð húsaleiga hækkar um 1,3% (0,25% áhrif á VNV). Þessi hækkun kemur m.a. til vegna eftirspurnarþrýstings sem stafar af íbúðarkaupum Grindvíkinga. Að öllum líkindum mun þó draga úr eftirspurnarþrýstingi á ný eftir því sem líður á árið. Við teljum að vaxtaþáttur hækki um 0,5% og íbúðaverð um 0,8% í aprílmælingu VNV,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Þar segir að breytt aðferðafræði við útreikning á reiknuðu húsaleigunni muni trúlega koma til með að minnka sveiflur á henni. Þar af leiðandi muni verðbólga að bati Íslandsbanka mælast heldur minni. „Nýja aðferðin, sem byggir á gögnum um þróun leiguverðs í stað verðs í fasteignaviðskiptum auk vaxtaþáttar, verður tekin í notkun í júní.“ Íslandsbanki Í verðbólguspá Íslandsbanka er tekið fram að árviss hækkun flugfargjalda í vetrarlok hafi komið í mars þar sem páskahátíðin var snemma þetta árið. Hækkunin var þó minni en bankinn hafði spáð. „Þess vegna teljum við að hluti hækkunar flugfargjalda sem tíðkast í kringum páska eigi eftir að koma fram í apríl. Við spáum því að flugfargjöld hækki um 7% í mánuðinum.“ Íslandsbanki Bent er á að apríl í fyrra hafi verið stór hækkunarmánuður í vísitölu neysluverðs. „Sá mánuður dettur nú út úr 12 mánaða tímabilinu sem verðbólga er reiknuð út frá. Það veldur því að ársverðbólga hjaðnar jafn mikið og raun ber vitni í okkar spá.“ En spá fyrir næstu mánuði er eftirfarandi: Maí - 0,3% hækkun VNV (ársverðbólga 6,0 %) Júní - 0,5% hækkun VNV (ársverðbólga 5,6 %) Júlí - 0,2% hækkun VNV (ársverðbólga 5,8 %) Íslandsbanki Íslandsbankinn segir helstu óvissuþætti vera áhrif breyttrar aðferðafræði við útreikning á reiknaðri húsaleigu og verðþróun á íbúðarmarkaði. Það sé vegna þess að enn ríki nokkur óvissa um áhrif íbúðakaupa Grindvíkinga á fasteignaverð. „Þá á einnig eftir að koma í ljós hvernig sumar verður í ferðaþjónustu þetta árið, en nokkur óvissa ríkir um það.“ Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Íslenska krónan Verðlag Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira
„Verðbólga heldur áfram að hjaðna næstu mánuði en mun þó ekki vera við markmið Seðlabankans á spátímanum þó hún verði komin ansi nálægt því árið 2026,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Bankinn telur að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,6 prósent í apríl frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir muni ársverðbólga hjaðna nokkuð, og fara úr 6,8 prósentum í 6,1 prósent. Þessi spá Íslandsbanka rýmar við spá Landsbankans frá því í gær. Báðir bankarnir minnast sérstaklega á að reiknuð húsaleiga muni hafa mikið að segja um þetta, sem og flugfargjöld. Íslandsbanki „Húsnæðisliðurinn vegur þyngst til hækkunar í spá okkar fyrir aprílmánuð. Reiknuð húsaleiga hækkar um 1,3% (0,25% áhrif á VNV). Þessi hækkun kemur m.a. til vegna eftirspurnarþrýstings sem stafar af íbúðarkaupum Grindvíkinga. Að öllum líkindum mun þó draga úr eftirspurnarþrýstingi á ný eftir því sem líður á árið. Við teljum að vaxtaþáttur hækki um 0,5% og íbúðaverð um 0,8% í aprílmælingu VNV,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Þar segir að breytt aðferðafræði við útreikning á reiknuðu húsaleigunni muni trúlega koma til með að minnka sveiflur á henni. Þar af leiðandi muni verðbólga að bati Íslandsbanka mælast heldur minni. „Nýja aðferðin, sem byggir á gögnum um þróun leiguverðs í stað verðs í fasteignaviðskiptum auk vaxtaþáttar, verður tekin í notkun í júní.“ Íslandsbanki Í verðbólguspá Íslandsbanka er tekið fram að árviss hækkun flugfargjalda í vetrarlok hafi komið í mars þar sem páskahátíðin var snemma þetta árið. Hækkunin var þó minni en bankinn hafði spáð. „Þess vegna teljum við að hluti hækkunar flugfargjalda sem tíðkast í kringum páska eigi eftir að koma fram í apríl. Við spáum því að flugfargjöld hækki um 7% í mánuðinum.“ Íslandsbanki Bent er á að apríl í fyrra hafi verið stór hækkunarmánuður í vísitölu neysluverðs. „Sá mánuður dettur nú út úr 12 mánaða tímabilinu sem verðbólga er reiknuð út frá. Það veldur því að ársverðbólga hjaðnar jafn mikið og raun ber vitni í okkar spá.“ En spá fyrir næstu mánuði er eftirfarandi: Maí - 0,3% hækkun VNV (ársverðbólga 6,0 %) Júní - 0,5% hækkun VNV (ársverðbólga 5,6 %) Júlí - 0,2% hækkun VNV (ársverðbólga 5,8 %) Íslandsbanki Íslandsbankinn segir helstu óvissuþætti vera áhrif breyttrar aðferðafræði við útreikning á reiknaðri húsaleigu og verðþróun á íbúðarmarkaði. Það sé vegna þess að enn ríki nokkur óvissa um áhrif íbúðakaupa Grindvíkinga á fasteignaverð. „Þá á einnig eftir að koma í ljós hvernig sumar verður í ferðaþjónustu þetta árið, en nokkur óvissa ríkir um það.“
Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Íslenska krónan Verðlag Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira