Lítil eftirspurn eftir hlutum Play Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. apríl 2024 18:26 Almennt hlutafjárútboð Play á hlutum að andvirði 500 milljónum króna stóð yfir frá 9. til 11. apríl og bárust áskriftir upp á um 105 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Áskriftir að fjárhæð 105 milljónum króna bárust í almennu hlutafjárútboði Play. Boðnir voru út hlutir að andvirði hálfs milljarðar og eftirspurnin því um tuttugu prósent. Áður höfðu borist bindandi áskriftarloforð frá núverandi hluthöfum og öðrum fjárfestum upp á 4,5 milljarða. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins um hlutafjárútboðið sem stóð yfir 9. til 11. apríl. Play hefur því safnað um 4,6 milljörðum króna frá því tilkynnt var um fyrirhugaða fjármögnunarlotu 8. febrúar. „Til að tryggja jafnræði hluthafa var ákveðið að efna til almenns hlutafjárútboðs á allt að 111.111.112 hlutum á áskriftargenginu 4,5 kr. á hvern hlut – samanlagt 500 m.kr.“ segir í tilkynningunni. Þar segir að alls hafi borist áskriftir að fjárhæð um 105 milljónum króna, eða rétt rúmlega tuttugu prósent af þeim hlutum sem voru boðnir út. Í tilkynningunni segir að fjárfestum verði tilkynnt um endanlega úthlutun mánudaginn 15. apríl og að fyrirhugaður greiðsludagur sé 23. apríl. Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY, sagðist ánægður með niðurstöðu fjármögnunarlotunnar þar sem hún hafi verið talsvert yfir þeirri fjárhæð sem þau ráðgerðu í upphafi að safna. Niðurstaðan sé góð samblanda af þátttöku núverandi hluthafa og nýrra hluthafa sem m.a. samanstandi af stofnanafjárfestum og öflugum fjárfestingafélögum. Fréttir af flugi Play Kauphöllin Tengdar fréttir Stærstu hluthafar sagðir ætla að taka þátt í útboði Play og verja sinn hlut Allt útlit er fyrir að mikill meirihluti helstu fjárfestanna í hluthafahópi Play muni leggja flugfélaginu til samanlagt um helming þeirrar fjárhæðar sem það áformar að tryggja sér í þessum mánuði. Stjórnendur Play hafa klárað markaðsþreifingar við tíu stærstu hluthafa félagsins vegna útboðsins, þar sem ætlunin er að sækja allt að fjóra milljarða, og væntingar eru um að hægt verði að tilkynna um aðkomu þeirra á allra næstu dögum. 16. febrúar 2024 09:33 Hluthafar vilja drífa hlutafjáraukningu Play af Stór hluthafi í Play segir æskilegt í ljósi þess að tilkynnt hafi verið um að til standi að auka hlutafé flugfélagsins að það verði gert á næstu dögum og helst ekki síðar en í þessum mánuði. Til skamms tíma ætti fyrirhugað hlutafjárútboð að leiða til þess að gengi bréfa félagsins haldist niðri en forstjóri Play hefur sagt að hlutafjáraukninguna þurfi ekki á næstu mánuðum til að fjármagna reksturinn. 14. febrúar 2024 14:01 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins um hlutafjárútboðið sem stóð yfir 9. til 11. apríl. Play hefur því safnað um 4,6 milljörðum króna frá því tilkynnt var um fyrirhugaða fjármögnunarlotu 8. febrúar. „Til að tryggja jafnræði hluthafa var ákveðið að efna til almenns hlutafjárútboðs á allt að 111.111.112 hlutum á áskriftargenginu 4,5 kr. á hvern hlut – samanlagt 500 m.kr.“ segir í tilkynningunni. Þar segir að alls hafi borist áskriftir að fjárhæð um 105 milljónum króna, eða rétt rúmlega tuttugu prósent af þeim hlutum sem voru boðnir út. Í tilkynningunni segir að fjárfestum verði tilkynnt um endanlega úthlutun mánudaginn 15. apríl og að fyrirhugaður greiðsludagur sé 23. apríl. Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY, sagðist ánægður með niðurstöðu fjármögnunarlotunnar þar sem hún hafi verið talsvert yfir þeirri fjárhæð sem þau ráðgerðu í upphafi að safna. Niðurstaðan sé góð samblanda af þátttöku núverandi hluthafa og nýrra hluthafa sem m.a. samanstandi af stofnanafjárfestum og öflugum fjárfestingafélögum.
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Tengdar fréttir Stærstu hluthafar sagðir ætla að taka þátt í útboði Play og verja sinn hlut Allt útlit er fyrir að mikill meirihluti helstu fjárfestanna í hluthafahópi Play muni leggja flugfélaginu til samanlagt um helming þeirrar fjárhæðar sem það áformar að tryggja sér í þessum mánuði. Stjórnendur Play hafa klárað markaðsþreifingar við tíu stærstu hluthafa félagsins vegna útboðsins, þar sem ætlunin er að sækja allt að fjóra milljarða, og væntingar eru um að hægt verði að tilkynna um aðkomu þeirra á allra næstu dögum. 16. febrúar 2024 09:33 Hluthafar vilja drífa hlutafjáraukningu Play af Stór hluthafi í Play segir æskilegt í ljósi þess að tilkynnt hafi verið um að til standi að auka hlutafé flugfélagsins að það verði gert á næstu dögum og helst ekki síðar en í þessum mánuði. Til skamms tíma ætti fyrirhugað hlutafjárútboð að leiða til þess að gengi bréfa félagsins haldist niðri en forstjóri Play hefur sagt að hlutafjáraukninguna þurfi ekki á næstu mánuðum til að fjármagna reksturinn. 14. febrúar 2024 14:01 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Stærstu hluthafar sagðir ætla að taka þátt í útboði Play og verja sinn hlut Allt útlit er fyrir að mikill meirihluti helstu fjárfestanna í hluthafahópi Play muni leggja flugfélaginu til samanlagt um helming þeirrar fjárhæðar sem það áformar að tryggja sér í þessum mánuði. Stjórnendur Play hafa klárað markaðsþreifingar við tíu stærstu hluthafa félagsins vegna útboðsins, þar sem ætlunin er að sækja allt að fjóra milljarða, og væntingar eru um að hægt verði að tilkynna um aðkomu þeirra á allra næstu dögum. 16. febrúar 2024 09:33
Hluthafar vilja drífa hlutafjáraukningu Play af Stór hluthafi í Play segir æskilegt í ljósi þess að tilkynnt hafi verið um að til standi að auka hlutafé flugfélagsins að það verði gert á næstu dögum og helst ekki síðar en í þessum mánuði. Til skamms tíma ætti fyrirhugað hlutafjárútboð að leiða til þess að gengi bréfa félagsins haldist niðri en forstjóri Play hefur sagt að hlutafjáraukninguna þurfi ekki á næstu mánuðum til að fjármagna reksturinn. 14. febrúar 2024 14:01