Viðskipti innlent

Bein út­sending: Hluta­fjár­út­boð Play hefst í dag

Árni Sæberg skrifar
Einar Örn Ólafsson er forstjóri og einn stærsti einstaki hluthafi Play.
Einar Örn Ólafsson er forstjóri og einn stærsti einstaki hluthafi Play. Play

Hlutafjárútboð Fly Play hf. hefst klukkan 10 í dag og lýkur fimmtudaginn 11. apríl 2024 klukkan 16. Opinn kynningarfundur hefst klukkan 10 á skrifstofum Play að Suðurlandsbraut 14. Sýnt verður frá fundinum hér á Vísi.

Boðnir verða til kaups allt að 111.111.112 nýir hlutir útgefnir af Play á áskriftargenginu 4,5 krónur á hvern hlut, að jafnvirði allt að 500 milljónum króna. Til að stuðla að jafnræði hluthafa munu núverandi hluthafar, aðrir en þeir sem hafa nú þegar skráð sig fyrir nýjum hlutum, njóta forgangs til áskriftar ef til umframáskriftar kemur.

Forsvarsmenn Play fara yfir fjárfestakynningu á kynningarfundinum, sem sjá má í spilaranum hér að neðan:

Tekið verður við tilboðum á útboðstímabilinu í gegnum áskriftarvef Arctica Finance. Hlekkur á áskriftarvefinn verður jafnframt á vefsíðu PLAY og Fossa fjárfestingarbanka.

Fyrirhugað er að samandregnar niðurstöður útboðsins liggi fyrir og verði tilkynntar opinberlega þann 11. apríl 2024 og niðurstöður úthlutunar tilkynntar áskrifendum eigi síðar en 15. apríl 2024. Gjalddagi greiðsluseðla vegna samþykktra áskrifta er fyrirhugaður þriðjudaginn 23. apríl 2024.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×