Viðskipti innlent

Daði nýr tækni­stjóri Inkasso

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Daði Árnason hefur verið ráðinn tæknistjóri Inkasso.
Daði Árnason hefur verið ráðinn tæknistjóri Inkasso. Inkasso

Daði Árnason hefur verið ráðinn tæknistjóri hjá fjártækni- og innheimtufyrirtækinu Inkasso. Daði fer til Inkasso frá Controlant, þar sem hann starfaði sem kerfisarkitekt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Inkasso. Þar segir að Daði hafi starfað hjá Controlant frá 2022 til 2023 en þar áður hjá AGR Dynamics, á milli 2009 og 2022. Fyrst hafi hann starfað þar við hugbúnaðarþróun en svo sem þróunarstjóri AGR frá 2012 til 2017 þegar hann varð loks tæknistjóri. 

Daði var þar áður hugbúnaðarverkfræðingur hjá Kögun, eða á milli 2006 og 2009 en hann hóf starfsferil sinn hjá IBM Global Services í Kaupmannahöfn á árunum 2005 og 2006. Daði er með BSc í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands en hann útskrifaðist árið 2004 með MSC gráðu frá DTU í rafmagnsverkfræði og stýritækni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×