„Ætlum að reyna að fara djúpt í úrslitakeppnina og sækja dolluna“ Siggeir Ævarsson skrifar 4. apríl 2024 22:26 Kristinn Pálsson lék við hvurn sinn fingur í kvöld og skoraði 41 stig Vísir/Anton Brink Kristinn Pálsson var hetja Valsmanna í kvöld þegar liðið lagði Njarðvík í framlengdum leik, 106-114. Kristinn skoraði 41 stig og tíu fyrsti stig liðsins í framlengingunni. Körfurnar sem Kristinn skoraði voru í öllum regnbogans litum en hann skoraði til að mynda algjörlega fáránlegan þrist í framlengingunni og fékk víti að auki. Það mætti segja að Kristinn hafi látið eins og hann væri heima hjá sér í kvöld. „Þetta er náttúrulega heima hjá mér! Bý hérna ennþá og er að keyra á milli á æfingar hjá Val. Mér leið komandi inn í leikinn. Svo í framlengingunni þá setti ég einn erfiðan þá tekur maður annan og hann fór ofan í og næsti og næsti. Það er skemmtilegt að spila körfubolta þegar það gengur svona!“ Valsmenn voru búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir leikinn og hefðu auðveldlega getað slegið leiknum upp í kæruleysi en Kristinn sagði að það hefði aldrei komið til greina. „Bara geðveikt að fá svona alvöru leik rétt fyrir úrslitakeppni. Við lögðum leikinn upp þannig að við ætluðum að reyna að setja upp frammistöðu sem við ætlum að sýna í úrslitakeppninni. Við vorum nálægt því en hefðum geta gert betur á köflum, sérstaklega í þriðja leikhlutanum og drepa leikinn strax. Það gekk ekki í dag þannig að við verðum eitthvað að laga það en það er bara áfram gakk.“ Valsmenn hafa orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í vetur og misst sterka leikmenn í meiðsli en Kristinn gaf lítið fyrir það og sagði liðið vel stemmt fyrir úrslitakeppnina. „Bara góðir. Við erum búnir að tapa hvað, fjórum leikjum í vetur ef ég man rétt. Ég held að það sýni svolítið hvað við erum með sterkt lið þó við viljum alveg betri frammistöðu hér og þar. En það sýnir styrkleikann í liðinu að klára leikina.“ Kristinn sjálfur virðist í það minnsta vera 100 prósent klár í þessa úrslitakeppni. „Já, auðvitað. Við erum búnir að leggja upp síðustu leiki eins og úrslitakeppnisleiki. Við ætlum að reyna að fara djúpt í úrslitakeppnina og sækja dolluna. Það er markmiðið hjá okkur og markmiðið hjá Val. Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Benedikt í bann Körfubolti Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Sjá meira
Körfurnar sem Kristinn skoraði voru í öllum regnbogans litum en hann skoraði til að mynda algjörlega fáránlegan þrist í framlengingunni og fékk víti að auki. Það mætti segja að Kristinn hafi látið eins og hann væri heima hjá sér í kvöld. „Þetta er náttúrulega heima hjá mér! Bý hérna ennþá og er að keyra á milli á æfingar hjá Val. Mér leið komandi inn í leikinn. Svo í framlengingunni þá setti ég einn erfiðan þá tekur maður annan og hann fór ofan í og næsti og næsti. Það er skemmtilegt að spila körfubolta þegar það gengur svona!“ Valsmenn voru búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir leikinn og hefðu auðveldlega getað slegið leiknum upp í kæruleysi en Kristinn sagði að það hefði aldrei komið til greina. „Bara geðveikt að fá svona alvöru leik rétt fyrir úrslitakeppni. Við lögðum leikinn upp þannig að við ætluðum að reyna að setja upp frammistöðu sem við ætlum að sýna í úrslitakeppninni. Við vorum nálægt því en hefðum geta gert betur á köflum, sérstaklega í þriðja leikhlutanum og drepa leikinn strax. Það gekk ekki í dag þannig að við verðum eitthvað að laga það en það er bara áfram gakk.“ Valsmenn hafa orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í vetur og misst sterka leikmenn í meiðsli en Kristinn gaf lítið fyrir það og sagði liðið vel stemmt fyrir úrslitakeppnina. „Bara góðir. Við erum búnir að tapa hvað, fjórum leikjum í vetur ef ég man rétt. Ég held að það sýni svolítið hvað við erum með sterkt lið þó við viljum alveg betri frammistöðu hér og þar. En það sýnir styrkleikann í liðinu að klára leikina.“ Kristinn sjálfur virðist í það minnsta vera 100 prósent klár í þessa úrslitakeppni. „Já, auðvitað. Við erum búnir að leggja upp síðustu leiki eins og úrslitakeppnisleiki. Við ætlum að reyna að fara djúpt í úrslitakeppnina og sækja dolluna. Það er markmiðið hjá okkur og markmiðið hjá Val.
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Benedikt í bann Körfubolti Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Sjá meira