Körfubolti

Hár, at­vik og djammari ársins: „Býr á Króknum en missir ekki úr helgi í Reykja­vík“

Sindri Sverrisson skrifar
Jacob Calloway kom við sögu í verðlaunaafhendingu strákanna í Körfuboltakvöldi Extra.
Jacob Calloway kom við sögu í verðlaunaafhendingu strákanna í Körfuboltakvöldi Extra. vísir/Hulda Margrét

Strákarnir í Körfuboltakvöldi Extra veittu ýmsar óvenjulegar viðurkenningar í síðasta þætti sínum fyrir lok deildakeppninnar í Subway-deild karla í körfubolta.

Stefán Árni Pálsson var að vanda með Tómas Steindórsson með sér í þættinum og gestur þeirra var Maté Dalmay, þjálfari Hauka.

Gleðin var við völd en strákarnir völdu meðal annars kúreka tímabilsins í vetur, hárgreiðslu tímabilsins, besta gælunafnið, djammarann og minnisleysi ársins.

Verðlaunaafhendinguna má sjá hér að neðan.

Klippa: Körfu­bolta­kvöld Extra - Ó­venju­legar viður­kenningar veittar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×