Reikna með 220 milljörðum króna í tekjur Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2024 10:05 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Í afkomuspá Icelandair fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að heildartekjur ársins nemi 220 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir tveggja til fjögurra prósenta rekstrarhagnaði af tekjum. Í fréttatilkynningu um afkomuspána segir að óvissa í rekstrarumhverfi, sem fjallað hafi verið um í uppgjöri ársins 2023, hafi minnkað. „Bæði hafa áhrif af ónákvæmum fréttum af eldsumbrotum á Reykjanesi á bókanir minnkað ásamt því að nýgerðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skapa meiri stöðugleika.“ Gert sé ráð fyrir að flugframboð, í sætiskílómetrum, aukist um 10 prósent frá fyrra ári. Áherslan verði á að auka framboð inn á markaði sem hafa mikla tekju- og arðsemismöguleika. Vöxturinn hafi verið mestur á fyrsta ársfjórðungi eða um 21 prósent. Gert sé ráð fyrir um níu prósent vexti á öðrum og þriðja ársfjórðungi og sex prósent á fjórða ársfjórðungi. Búast við meiri hagnaði en í fyrra Miðað við afkomu fyrstu tveggja mánaða ársins, núverandi bókunarstöðu og aðrar lykilforsendur geri félagið ráð fyrir að heildartekjur verði um 220 milljarðar króna (1,6 milljarðar dala) á árinu 2024. Gert sé ráð fyrir að EBIT hlutfall verði um tvö til fjögur prósent af tekjum og að hagnaður eftir skatta aukist milli ára. Hagnaður eftir skatta nam 1,5 milljörðum króna í fyrra. Alþjóðleg fjölmiðlaumfjöllun um jarðhræringarnar á Reykjanesi hafi haft áhrif á tekjur í fyrsta ársfjórðungi sem og mikil framboðsaukning á ákveðnum mörkuðum, eins og Bretlandi, Frankfurt og Amsterdam sem hafi haft áhrif á einingatekjur. Því sé gert ráð fyrir að EBIT afkoma á fyrsta ársfjórðungi 2024 verði aðeins lakari en 2023. Bókunarstaðan góð Bókunarstaðan fyrir sumarið, sérstaklega á Atlantshafsmarkaðnum um Ísland, sé góð, og staðan á þeim markaði betri nú en á sama tíma 2023. Þá sé eftirspurn frá Íslandi áfram sterk. Ísland haldi áfram að vera vinsæll ferðamannastaður þótt eftirspurn hafi veikst lítillega í samanburði við síðasta ár, meðal annars vegna mikillar samkeppni við aðra áfangastaði. Icelandair búi yfir miklum sveigjanleika til að laga flugframboð sitt að eftirspurn og færa það milli markaða ef þörf krefur til að auka arðsemi. Þrátt fyrir að alþjóðleg umfjöllun um eldsumbrotin á Reykjanesi hafi haft neikvæð áhrif á bókanir til skamms tíma muni þau til lengri tíma vekja áhuga ferðamanna á Íslandi og einstakri náttúru landsins. Þá vekji nýgerðir kjarasamningar vonir um aukinn efnahagslegan stöðugleika sem styrkii samkeppnishæfni landsins, sem sé mikilvægt að viðhalda til þess að ferðaþjónustan haldi áfram að blómstra. Því séu framtíðarhorfur Íslands sem ferðamannalands áfram góðar. Árið 2023 hafi endurreisninni hjá Icelandair eftir heimsfaraldurinn lokið og reksturinn skilað hagnaði á ný. Nú sé áherslan fyrst og fremst á aðgerðir til að styrkja tekjumyndun enn frekar og ná fram aukinni skilvirkni í rekstrinum. Með þessar áherslur að leiðarljósi sé Icelandair á réttri leið að ná langtímamarkmiði sínu um átta prósent rekstrarhagnað (EBIT) að meðaltali. Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Í fréttatilkynningu um afkomuspána segir að óvissa í rekstrarumhverfi, sem fjallað hafi verið um í uppgjöri ársins 2023, hafi minnkað. „Bæði hafa áhrif af ónákvæmum fréttum af eldsumbrotum á Reykjanesi á bókanir minnkað ásamt því að nýgerðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skapa meiri stöðugleika.“ Gert sé ráð fyrir að flugframboð, í sætiskílómetrum, aukist um 10 prósent frá fyrra ári. Áherslan verði á að auka framboð inn á markaði sem hafa mikla tekju- og arðsemismöguleika. Vöxturinn hafi verið mestur á fyrsta ársfjórðungi eða um 21 prósent. Gert sé ráð fyrir um níu prósent vexti á öðrum og þriðja ársfjórðungi og sex prósent á fjórða ársfjórðungi. Búast við meiri hagnaði en í fyrra Miðað við afkomu fyrstu tveggja mánaða ársins, núverandi bókunarstöðu og aðrar lykilforsendur geri félagið ráð fyrir að heildartekjur verði um 220 milljarðar króna (1,6 milljarðar dala) á árinu 2024. Gert sé ráð fyrir að EBIT hlutfall verði um tvö til fjögur prósent af tekjum og að hagnaður eftir skatta aukist milli ára. Hagnaður eftir skatta nam 1,5 milljörðum króna í fyrra. Alþjóðleg fjölmiðlaumfjöllun um jarðhræringarnar á Reykjanesi hafi haft áhrif á tekjur í fyrsta ársfjórðungi sem og mikil framboðsaukning á ákveðnum mörkuðum, eins og Bretlandi, Frankfurt og Amsterdam sem hafi haft áhrif á einingatekjur. Því sé gert ráð fyrir að EBIT afkoma á fyrsta ársfjórðungi 2024 verði aðeins lakari en 2023. Bókunarstaðan góð Bókunarstaðan fyrir sumarið, sérstaklega á Atlantshafsmarkaðnum um Ísland, sé góð, og staðan á þeim markaði betri nú en á sama tíma 2023. Þá sé eftirspurn frá Íslandi áfram sterk. Ísland haldi áfram að vera vinsæll ferðamannastaður þótt eftirspurn hafi veikst lítillega í samanburði við síðasta ár, meðal annars vegna mikillar samkeppni við aðra áfangastaði. Icelandair búi yfir miklum sveigjanleika til að laga flugframboð sitt að eftirspurn og færa það milli markaða ef þörf krefur til að auka arðsemi. Þrátt fyrir að alþjóðleg umfjöllun um eldsumbrotin á Reykjanesi hafi haft neikvæð áhrif á bókanir til skamms tíma muni þau til lengri tíma vekja áhuga ferðamanna á Íslandi og einstakri náttúru landsins. Þá vekji nýgerðir kjarasamningar vonir um aukinn efnahagslegan stöðugleika sem styrkii samkeppnishæfni landsins, sem sé mikilvægt að viðhalda til þess að ferðaþjónustan haldi áfram að blómstra. Því séu framtíðarhorfur Íslands sem ferðamannalands áfram góðar. Árið 2023 hafi endurreisninni hjá Icelandair eftir heimsfaraldurinn lokið og reksturinn skilað hagnaði á ný. Nú sé áherslan fyrst og fremst á aðgerðir til að styrkja tekjumyndun enn frekar og ná fram aukinni skilvirkni í rekstrinum. Með þessar áherslur að leiðarljósi sé Icelandair á réttri leið að ná langtímamarkmiði sínu um átta prósent rekstrarhagnað (EBIT) að meðaltali.
Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira