„Greinilega áherslubreytingar hjá dómurum varðandi ástríðu og tilfinningar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2024 20:18 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur vísir / hulda margrét Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, var eðlilega súr og svekktur eftir eins stigs tap liðsins gegn Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Eftir tíu sigurleiki í röð í deild máttu Grindvíkingar þola tap með minnsta mun í Umhyggjuhöllinni í kvöd og vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Jóhanni í viðtali eftir leik. „Tilfinningin er ekki góð. Við vorum langt frá okkar besta og eftir á að hyggja áttum við ekkert gott skilið út úr þessu,“ sagði Jóhann í leikslok. „Við vorum flatir og það vantaði allan kraft í okkur. Okkar einkenni náðu ekki að skína í gegn í kvöld, en það er líka bara hrós á Stjörnuna sem gerði vel. Þetta er bara tap og það er alltaf svekkjandi að tapa. En það þýðir ekkert að staldra við þetta. Við höldum bara áfram.“ Það heyrðist vel á leikmönnum og stuðningsfólki Grindavíkur að þeim fannst halla á sig í dómgæslunni í leik kvöldsins. Hann segir að sínir menn þurfi að hætta að einblína á hluti sem þeir geta ekki stjórnað. „Það er kannski eitt sem við þurfum að laga. Við erum að einbeita okkur aðeins of mikið af hlutum sem við einfaldlega stýrum ekki og það kann aldrei góðri lukku að stýra.“ Þá segir hann einnig hafa haft áhrif á leik sinna manna að DeAndre Kane var kominn í villuvandræði snemma í síðari hálfleik. „Auðvitað er vont að missa hann og allt það. Hann situr út allan þriðja leikhlutann, en þetta er allan tímann leikur þrátt fyrir það. Þeir fara aldrei meira en einhver 2-3 stig upp og allt það. Svo snýst þetta líka bara um einhverjar ákvaraðanatökur hjá okkur. Við erum með allavega tvær sendingar í seinni hálfleik í góðri stöðu þar sem við erum sex og átta stigum yfir, með boltann og höfum möguleika á að koma þessu í tveggja stafa tölu en grýtum boltanum bara frá okkur.“ „Maður horfði á bikarhelgina og það eru greinilega einhverjar áherslubreytingar hjá dómurum varðandi ástríðu og tilfinningar í þessu. Við ætluðum eitthvað að reyna að dempa tempóið hvað það varðar, en við þurfum bara að fara aftur í grunninn og fara eins nálægt línunni og hægt er. Það er okkar leikur og við þurfum að finna það aftur.“ Að lokum segir Jóhann það þó ekki skipta öllu máli þó tíu leikja sigurganga liðsins sé á enda. Nú þurfi Grindvíkingar bara að koma sér aftur á hestinn fyrir úrslitakeppnina. „Þetta er enginn heimsendir. Við bara töpuðum í kvöld og nú þurfum við bara að koma saman og nýta tíman vel fyrir næsta fimmtudag. Við þurfum bara að vinna Haukana og koma sterkir inn í þessa blessuðu úrslitakeppni þar sem allir vilja vera. Við ætlum okkur langt þar.“ „Eins og ég segir þá er þetta enginn heimsendir og við sleikjum sárin í kvöld. Svo er það bara áfram gakk,“ sagði Jóhann að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 91-90 | Von um úrslitakeppni lifir enn í Garðabæ Stjarnan vann Grindavík í háspennuleik í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Sigur Stjörnunnar þýðir að Garðbæingar eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Grindavík hafði fyrir leikinn unnið 10 leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2024 20:00 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Eftir tíu sigurleiki í röð í deild máttu Grindvíkingar þola tap með minnsta mun í Umhyggjuhöllinni í kvöd og vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Jóhanni í viðtali eftir leik. „Tilfinningin er ekki góð. Við vorum langt frá okkar besta og eftir á að hyggja áttum við ekkert gott skilið út úr þessu,“ sagði Jóhann í leikslok. „Við vorum flatir og það vantaði allan kraft í okkur. Okkar einkenni náðu ekki að skína í gegn í kvöld, en það er líka bara hrós á Stjörnuna sem gerði vel. Þetta er bara tap og það er alltaf svekkjandi að tapa. En það þýðir ekkert að staldra við þetta. Við höldum bara áfram.“ Það heyrðist vel á leikmönnum og stuðningsfólki Grindavíkur að þeim fannst halla á sig í dómgæslunni í leik kvöldsins. Hann segir að sínir menn þurfi að hætta að einblína á hluti sem þeir geta ekki stjórnað. „Það er kannski eitt sem við þurfum að laga. Við erum að einbeita okkur aðeins of mikið af hlutum sem við einfaldlega stýrum ekki og það kann aldrei góðri lukku að stýra.“ Þá segir hann einnig hafa haft áhrif á leik sinna manna að DeAndre Kane var kominn í villuvandræði snemma í síðari hálfleik. „Auðvitað er vont að missa hann og allt það. Hann situr út allan þriðja leikhlutann, en þetta er allan tímann leikur þrátt fyrir það. Þeir fara aldrei meira en einhver 2-3 stig upp og allt það. Svo snýst þetta líka bara um einhverjar ákvaraðanatökur hjá okkur. Við erum með allavega tvær sendingar í seinni hálfleik í góðri stöðu þar sem við erum sex og átta stigum yfir, með boltann og höfum möguleika á að koma þessu í tveggja stafa tölu en grýtum boltanum bara frá okkur.“ „Maður horfði á bikarhelgina og það eru greinilega einhverjar áherslubreytingar hjá dómurum varðandi ástríðu og tilfinningar í þessu. Við ætluðum eitthvað að reyna að dempa tempóið hvað það varðar, en við þurfum bara að fara aftur í grunninn og fara eins nálægt línunni og hægt er. Það er okkar leikur og við þurfum að finna það aftur.“ Að lokum segir Jóhann það þó ekki skipta öllu máli þó tíu leikja sigurganga liðsins sé á enda. Nú þurfi Grindvíkingar bara að koma sér aftur á hestinn fyrir úrslitakeppnina. „Þetta er enginn heimsendir. Við bara töpuðum í kvöld og nú þurfum við bara að koma saman og nýta tíman vel fyrir næsta fimmtudag. Við þurfum bara að vinna Haukana og koma sterkir inn í þessa blessuðu úrslitakeppni þar sem allir vilja vera. Við ætlum okkur langt þar.“ „Eins og ég segir þá er þetta enginn heimsendir og við sleikjum sárin í kvöld. Svo er það bara áfram gakk,“ sagði Jóhann að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 91-90 | Von um úrslitakeppni lifir enn í Garðabæ Stjarnan vann Grindavík í háspennuleik í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Sigur Stjörnunnar þýðir að Garðbæingar eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Grindavík hafði fyrir leikinn unnið 10 leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2024 20:00 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 91-90 | Von um úrslitakeppni lifir enn í Garðabæ Stjarnan vann Grindavík í háspennuleik í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Sigur Stjörnunnar þýðir að Garðbæingar eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Grindavík hafði fyrir leikinn unnið 10 leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2024 20:00