Fóbían – Íslam og kvennakúgun Sverrir Agnarsson skrifar 21. mars 2024 14:00 Ég hef í tilefni Ramadan birt nokkur innlegg til að svara endurnýjuðum krafti í Íslamfóbíunni sem hefur gosið upp sem einhversskonar rök fyrir og skilningur á það sé hið besta mál að drepa og svelta tugþúsundir Palestínumanna og mest konur og börn. Ég hef nú í mars skrifað um meinta stríðsáráttu múslíma og barnaníð og Sharía en nú er komið viðhorfi og meðferð kvenna en samkvæmt fóbíunni gefur Kóranversið 4:34 körlum leyfi til að berja konur sínar að vild og sérstaklega ef þær eru ekki í skapi fyrir kynmök. Ég hef lengi vilja gera athugasemdir við skilning fóbanna á þessu versi en málið er fókið málfræðilega sem og merkingarlega en hér er tilraun til að koma því á framfæri. Höfum á hreinu að samanborið við Latínu og grísku eru semítsku málin miklu óræðari og túlkanir og merking háðari samhenginu en í okkar vestrænu tungumálum. Vers 4:34 í þýðingu Muhammad Asad: "MEN SHALL take full care of women with the bounties which God has bestowed more abundantly on the former than on the latter and with what they may spend out of their possessions. And the righteous women are the truly devout ones, who guard the intimacy which God has [ordained to be] guarded. And as for those women whose ill-will you have reason to fear, admonish them [first]; then leave them alone in bed; then beat them; and if thereupon they pay you heed, do not seek to harm them. Behold, God is indeed most high, great!" Versi 4:34 er oft snúið upp í andstæðu sína og sagt gefa múslímskum körlum leyfi til að berja konur sínar að vild, drottna yfir þeim með sérstöku leyfi Guðs og krefjast skilyrðislausar hlýðni. En það þarf ekki að lesa þetta vers djúpt, jafnvel ónákvæmar og illkvittnar þýðingar, til að sjá að hér er fjallað um ferli, ferli sem felst í að: Finna að við og ræða málin Hætta að deila sæng Daraba, sem ég skýri hér að neðan. Tökum eftir, að eftir deilur án niðurstöðu, á að hættta að deila sæng, þannig að þriðja stigið er ekki mögulegt fyrir en eftir sólarhring a.m.k.. Ferlið er því vísir að nútíma skilnaði að borði og sæng með sáttatilraunum og er hluti af þeirri jákvæðu byltingu sem Islam var á stöðu kvenna á sínum tíma. Það sem sagt ekki merkingin að karl lemji konu sem neitar að vaska upp eða af öðru merkilegra tilefni. Það eru þrjú lykilhugtök í þessu versi og hér eru hugleiðingar um þau og skýringar: 1) Qawwam, hugtakið „qawwam“ kemur af qa’im ("ábyrgur fyrir") og er áherslu atviksorð. Þannig er t.d samkvæmt Muhammad Asad „qama ala l-mar’ah“ best þýtt sem „HANN TÓK AÐ SÉR ÁBYRGÐ Á FRAMFÆRSLU“ . Það er af og frá eins og illkvitnar þýðingar og/eða skýringar reyna að hægt sé að leggja þá merkingu í „Qawwam“ að karl sé konu æðri. 2) Qanitatun, oft þýtt sem hlýðin (enska obidient/devout) en það er ekki tengt karlinum heldur Guði. „Qanitatun“ er af rótinni „na qa ta“ og kemur fyrir allmörgunm sinnum í Kóraninu og þýðir alltaf hlýðinn Guði, og er best þýtt sem guðrækinn (enska devout). Orðið er t.d. notað um Maríu þegar hún er ung og áður en hún verður móðir, hún hlýddi en var ógift. Karlrembur allra tíma hafa augljóslega viljað þýða þetta sem skilyrðislausa hlýðni við eiginmann en það viðhorf var umdeilt líka hér áður fyrr og er nú á hröðu undanhaldi. 3) Daraba, slá (enska -hit)" er því miður nokkuð algeng þýðing á arabíska orðinu ”daraba” sem getur þýtt ”að danga í” „snerta á táknrænan hátt en EKKI lemja eða berja. Orðið daraba kemur fyrir 17 sinnum í Kóraninum og er notað til að tjá hugtök eins og ”aðskilja”, ”fjarlægð”, ”yfirgefa” og ”leiða hjá sér” „kjúfa“ og LEIÐIR ÞVÍ HUGANN AÐ SKILNAÐI. Þýðingin "slá" (hit) er skilyrt og allir helstu kennimenn sem skilja það þannig t.d. Tabari og Razi sem oftast eru íhaldsamir - taka fram að við þann verknað væri þá vasaklútur eða tannbursti (siwak) eina leyfilega verkfærið. Daraba er t.d.notað í Kóraninum til að lýsa þegar Móses klauf jörðina og upp spruttu 12 árkvíslir fyrir 12 ættflokka gyðinga. Lamdi hann eða barði jörðina með staf sínum eða var þetta táknræn snerting sem opnaði farveg 12 árkvísla? Er ekki inntakið að "kljúfa jörðina" (aðskilja) en ekki "lemja" jörðina? Svo má taka umræðuna yfir í táknmál og pæla í hvað var það sem Móses gerði í raun, ég er ekki mikið fyrir bókstaflega skilning á þessum sögnum fremur en lýsingum á himnaríki og víti. Öll noktun orðsins dharaba í Kóraninum er notuð í tákrænni merkingu. Við þetta má bæta að Muhammand sagði í vel studdri hadith að sá væri bestur múslíminn sem bestur væri við konuna sína og helsti boðskapurinnn í því sem kallað er lokaræða hans í Mekka er ströng útskúfun á kvennakúgun og þjóðernisrembingi. Það er allt í lagi að aðeins pæla í hlutunum áður en hrapað er að ályktunum. Höfundur er ráðgjafi í fjölmiðlagreiningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Ég hef í tilefni Ramadan birt nokkur innlegg til að svara endurnýjuðum krafti í Íslamfóbíunni sem hefur gosið upp sem einhversskonar rök fyrir og skilningur á það sé hið besta mál að drepa og svelta tugþúsundir Palestínumanna og mest konur og börn. Ég hef nú í mars skrifað um meinta stríðsáráttu múslíma og barnaníð og Sharía en nú er komið viðhorfi og meðferð kvenna en samkvæmt fóbíunni gefur Kóranversið 4:34 körlum leyfi til að berja konur sínar að vild og sérstaklega ef þær eru ekki í skapi fyrir kynmök. Ég hef lengi vilja gera athugasemdir við skilning fóbanna á þessu versi en málið er fókið málfræðilega sem og merkingarlega en hér er tilraun til að koma því á framfæri. Höfum á hreinu að samanborið við Latínu og grísku eru semítsku málin miklu óræðari og túlkanir og merking háðari samhenginu en í okkar vestrænu tungumálum. Vers 4:34 í þýðingu Muhammad Asad: "MEN SHALL take full care of women with the bounties which God has bestowed more abundantly on the former than on the latter and with what they may spend out of their possessions. And the righteous women are the truly devout ones, who guard the intimacy which God has [ordained to be] guarded. And as for those women whose ill-will you have reason to fear, admonish them [first]; then leave them alone in bed; then beat them; and if thereupon they pay you heed, do not seek to harm them. Behold, God is indeed most high, great!" Versi 4:34 er oft snúið upp í andstæðu sína og sagt gefa múslímskum körlum leyfi til að berja konur sínar að vild, drottna yfir þeim með sérstöku leyfi Guðs og krefjast skilyrðislausar hlýðni. En það þarf ekki að lesa þetta vers djúpt, jafnvel ónákvæmar og illkvittnar þýðingar, til að sjá að hér er fjallað um ferli, ferli sem felst í að: Finna að við og ræða málin Hætta að deila sæng Daraba, sem ég skýri hér að neðan. Tökum eftir, að eftir deilur án niðurstöðu, á að hættta að deila sæng, þannig að þriðja stigið er ekki mögulegt fyrir en eftir sólarhring a.m.k.. Ferlið er því vísir að nútíma skilnaði að borði og sæng með sáttatilraunum og er hluti af þeirri jákvæðu byltingu sem Islam var á stöðu kvenna á sínum tíma. Það sem sagt ekki merkingin að karl lemji konu sem neitar að vaska upp eða af öðru merkilegra tilefni. Það eru þrjú lykilhugtök í þessu versi og hér eru hugleiðingar um þau og skýringar: 1) Qawwam, hugtakið „qawwam“ kemur af qa’im ("ábyrgur fyrir") og er áherslu atviksorð. Þannig er t.d samkvæmt Muhammad Asad „qama ala l-mar’ah“ best þýtt sem „HANN TÓK AÐ SÉR ÁBYRGÐ Á FRAMFÆRSLU“ . Það er af og frá eins og illkvitnar þýðingar og/eða skýringar reyna að hægt sé að leggja þá merkingu í „Qawwam“ að karl sé konu æðri. 2) Qanitatun, oft þýtt sem hlýðin (enska obidient/devout) en það er ekki tengt karlinum heldur Guði. „Qanitatun“ er af rótinni „na qa ta“ og kemur fyrir allmörgunm sinnum í Kóraninu og þýðir alltaf hlýðinn Guði, og er best þýtt sem guðrækinn (enska devout). Orðið er t.d. notað um Maríu þegar hún er ung og áður en hún verður móðir, hún hlýddi en var ógift. Karlrembur allra tíma hafa augljóslega viljað þýða þetta sem skilyrðislausa hlýðni við eiginmann en það viðhorf var umdeilt líka hér áður fyrr og er nú á hröðu undanhaldi. 3) Daraba, slá (enska -hit)" er því miður nokkuð algeng þýðing á arabíska orðinu ”daraba” sem getur þýtt ”að danga í” „snerta á táknrænan hátt en EKKI lemja eða berja. Orðið daraba kemur fyrir 17 sinnum í Kóraninum og er notað til að tjá hugtök eins og ”aðskilja”, ”fjarlægð”, ”yfirgefa” og ”leiða hjá sér” „kjúfa“ og LEIÐIR ÞVÍ HUGANN AÐ SKILNAÐI. Þýðingin "slá" (hit) er skilyrt og allir helstu kennimenn sem skilja það þannig t.d. Tabari og Razi sem oftast eru íhaldsamir - taka fram að við þann verknað væri þá vasaklútur eða tannbursti (siwak) eina leyfilega verkfærið. Daraba er t.d.notað í Kóraninum til að lýsa þegar Móses klauf jörðina og upp spruttu 12 árkvíslir fyrir 12 ættflokka gyðinga. Lamdi hann eða barði jörðina með staf sínum eða var þetta táknræn snerting sem opnaði farveg 12 árkvísla? Er ekki inntakið að "kljúfa jörðina" (aðskilja) en ekki "lemja" jörðina? Svo má taka umræðuna yfir í táknmál og pæla í hvað var það sem Móses gerði í raun, ég er ekki mikið fyrir bókstaflega skilning á þessum sögnum fremur en lýsingum á himnaríki og víti. Öll noktun orðsins dharaba í Kóraninum er notuð í tákrænni merkingu. Við þetta má bæta að Muhammand sagði í vel studdri hadith að sá væri bestur múslíminn sem bestur væri við konuna sína og helsti boðskapurinnn í því sem kallað er lokaræða hans í Mekka er ströng útskúfun á kvennakúgun og þjóðernisrembingi. Það er allt í lagi að aðeins pæla í hlutunum áður en hrapað er að ályktunum. Höfundur er ráðgjafi í fjölmiðlagreiningum.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar