Sjúkdómsmynd vanfjármögnunar Andri Már Tómasson og Gréta Dögg Þórisdóttir skrifa 20. mars 2024 07:30 Í febrúar birtust fréttir þess efnis að til væri fé í ríkiskassanum til að kaupa út einkarekna háskóla hér á landi. Það er ánægjulegt að fjárhagsáhyggjur listnema skulu teknar af herðum þeirra en þó voru ekki öll ánægð með þessa tillögu. Forseti SFHR benti á að opinberir háskólar væru vanfjármagnaðir og að hann sæi ekki hver hagur stúdenta HR væri með þessum breytingum. Þar hittir hann naglann á höfuðið og undirstrikar það sem við í Röskvu höfum endurtekið í sífellu síðustu ár. Skortur fjármögnunar virðist reglan en ekki undantekningin fyrir opinbera háskóla eins og herferð Stúdentaráðs árið 2023 snerist um. Háskólinn ætti ekki að varpa vanfjármögnun sinni yfir á veski stúdenta, en skömmin liggur þó hjá stjórnvöldum sem sjá ekki sóma sinn af því að standa við gefin loforð um að efla háskólasamfélagið og fjármagna grunnstarfsemi háskóla. Afleiðingar vanfjármögnunar má sjá á skertu námsúrvali, lakari og lægri kjörum kennara og skorti á mikilvægum geðheilbrigðisúrræðum fyrir stúdenta, svo nokkur dæmi séu nefnd. Niðurstöður kannana um geðheilsu stúdenta sýna hver á eftir annarri hve slæm hún er. Nýleg rannsókn á klínískum kvíða og þunglyndi háskólanema sýnir að liðlega þriðjungur sé yfir viðmiðunarmörkum fyrir þunglyndi, en fimmtungur hvað varðar kvíða. Þegar ástand sálfræðihjálpar er eins bágborin og hún er geta úrræði eins og þau sem Háskóli Íslands býður upp á verið lífsbjörg. Í sumum tilvikum hafa þau í raun verið það. Röskva hefur knúið fram stórtækar breytingar í þessum málum á seinustu árum. Fimmtíu milljónir voru eyrnarmerktar fyrir aukin stöðugildi sálfræðinga við HÍ sem síðan urðu fjögur, eftir mikinn þrýsting frá Stúdentaráði og fulltrúum stúdenta í háskólaráði. Nú er það eyrnamerkta fé hins vegar uppurið og óvissa ríkir um þessa mikilvægu björg stúdenta. Að öllu óbreyttu verður ekki nema eitt stöðugildi, sem tveir sálfræðingar munu deila á milli sín, við HÍ í haust. Röskva leggur ekki árar í bát. Það er vor er í lofti og (rauð) sól rís hærra með hverjum deginum sem líður. Stúdentaráð er eins og stendur að gera úttekt og áætlun um hvernig það ætlar að berjast fyrir bættri geðheilsu stúdenta, m.a. með betri úrræðum innan veggja skólans ásamt bættum samfélagslegum aðstæðum stúdenta. Íslenskir stúdentar hafa t.d. hvað mestar áhyggjur af fjárhag sínum í Evrópu skv. nýjustu könnun Eurostudent. Til þess að knýja fram breytingarnar sem við viljum ná í gegn þarf samfellu í hagsmunabarráttunni á öllum stöðum. Við viljum leggja niður ólögmætt skrásetningargjald og fá endurgreiðslu á ofrukkun og við ætlum að berjast fyrir fleiri lóðum fyrir Félagsstofnun stúdenta til að byggja stúdentagarða. Við viljum taka upp hanskann þegar vegið er að hagsmunum stúdenta með ósanngjörnum og einhliða ákvörðunum innan háskólans. Þess vegna sækjumst við eftir kjöri til Háskólaráðs. Vegna hagsmunamála stúdenta sem ekki eru sett á oddinn hjá stjórnendum. Stúdentar á Íslandi gætu haft það svo mikið betra, en stjórnvöld sjá ekki hag sinn í að skila fólki vel undirbúnu út í samfélagið að loknu háskólanámi. Stúdentar við Háskóla Íslands eru fjársveltir sem og stofnunin sem þau sækja nám sitt í. Það vegur að grunngildi okkar, að jafnrétti allra til náms skuli tryggt. Það er það sem Röskva stendur fyrir og mun gera áfram með okkur í Háskólaráði. Höfundar eru á framboðslista Röskvu til háskólaráðs. Kosningar fara fram á Uglu í dag og á morgun, 20. og 21. mars. Nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í febrúar birtust fréttir þess efnis að til væri fé í ríkiskassanum til að kaupa út einkarekna háskóla hér á landi. Það er ánægjulegt að fjárhagsáhyggjur listnema skulu teknar af herðum þeirra en þó voru ekki öll ánægð með þessa tillögu. Forseti SFHR benti á að opinberir háskólar væru vanfjármagnaðir og að hann sæi ekki hver hagur stúdenta HR væri með þessum breytingum. Þar hittir hann naglann á höfuðið og undirstrikar það sem við í Röskvu höfum endurtekið í sífellu síðustu ár. Skortur fjármögnunar virðist reglan en ekki undantekningin fyrir opinbera háskóla eins og herferð Stúdentaráðs árið 2023 snerist um. Háskólinn ætti ekki að varpa vanfjármögnun sinni yfir á veski stúdenta, en skömmin liggur þó hjá stjórnvöldum sem sjá ekki sóma sinn af því að standa við gefin loforð um að efla háskólasamfélagið og fjármagna grunnstarfsemi háskóla. Afleiðingar vanfjármögnunar má sjá á skertu námsúrvali, lakari og lægri kjörum kennara og skorti á mikilvægum geðheilbrigðisúrræðum fyrir stúdenta, svo nokkur dæmi séu nefnd. Niðurstöður kannana um geðheilsu stúdenta sýna hver á eftir annarri hve slæm hún er. Nýleg rannsókn á klínískum kvíða og þunglyndi háskólanema sýnir að liðlega þriðjungur sé yfir viðmiðunarmörkum fyrir þunglyndi, en fimmtungur hvað varðar kvíða. Þegar ástand sálfræðihjálpar er eins bágborin og hún er geta úrræði eins og þau sem Háskóli Íslands býður upp á verið lífsbjörg. Í sumum tilvikum hafa þau í raun verið það. Röskva hefur knúið fram stórtækar breytingar í þessum málum á seinustu árum. Fimmtíu milljónir voru eyrnarmerktar fyrir aukin stöðugildi sálfræðinga við HÍ sem síðan urðu fjögur, eftir mikinn þrýsting frá Stúdentaráði og fulltrúum stúdenta í háskólaráði. Nú er það eyrnamerkta fé hins vegar uppurið og óvissa ríkir um þessa mikilvægu björg stúdenta. Að öllu óbreyttu verður ekki nema eitt stöðugildi, sem tveir sálfræðingar munu deila á milli sín, við HÍ í haust. Röskva leggur ekki árar í bát. Það er vor er í lofti og (rauð) sól rís hærra með hverjum deginum sem líður. Stúdentaráð er eins og stendur að gera úttekt og áætlun um hvernig það ætlar að berjast fyrir bættri geðheilsu stúdenta, m.a. með betri úrræðum innan veggja skólans ásamt bættum samfélagslegum aðstæðum stúdenta. Íslenskir stúdentar hafa t.d. hvað mestar áhyggjur af fjárhag sínum í Evrópu skv. nýjustu könnun Eurostudent. Til þess að knýja fram breytingarnar sem við viljum ná í gegn þarf samfellu í hagsmunabarráttunni á öllum stöðum. Við viljum leggja niður ólögmætt skrásetningargjald og fá endurgreiðslu á ofrukkun og við ætlum að berjast fyrir fleiri lóðum fyrir Félagsstofnun stúdenta til að byggja stúdentagarða. Við viljum taka upp hanskann þegar vegið er að hagsmunum stúdenta með ósanngjörnum og einhliða ákvörðunum innan háskólans. Þess vegna sækjumst við eftir kjöri til Háskólaráðs. Vegna hagsmunamála stúdenta sem ekki eru sett á oddinn hjá stjórnendum. Stúdentar á Íslandi gætu haft það svo mikið betra, en stjórnvöld sjá ekki hag sinn í að skila fólki vel undirbúnu út í samfélagið að loknu háskólanámi. Stúdentar við Háskóla Íslands eru fjársveltir sem og stofnunin sem þau sækja nám sitt í. Það vegur að grunngildi okkar, að jafnrétti allra til náms skuli tryggt. Það er það sem Röskva stendur fyrir og mun gera áfram með okkur í Háskólaráði. Höfundar eru á framboðslista Röskvu til háskólaráðs. Kosningar fara fram á Uglu í dag og á morgun, 20. og 21. mars. Nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun