Fimm nýir stjórnendur í framkvæmdastjórn Daga Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2024 08:29 Guðfinna, Brynhildur, Ísak, Ingigerður og Sigurður. Aðsend Dagar hafa ráðið þau Guðfinnu Eyrúnu Ingjaldsdóttur, Brynhildi Guðmundsdóttur, Ísak Erni Kristinsson, Ingigerði Erlingsdóttur og Sigurð Hjaltalín Þórisson í stöður nýrra stjórnenda hjá fyrirtækinu. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og hafa þegar hafið störf. Í tilkynningu segir að ráðningarnar séu liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem hafi tekið gildi í byrjun árs. „Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir er nýr sviðsstjóri mannauðs og sjálfbærni. Hún kemur til Daga frá Reykjavíkurborg þar sem hún starfaði sem mannauðsstjóri frá 2021. Áður starfaði hún sem mannauðsstjóri hjá Marel. Guðfinna er með B.Sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Bifröst og meistaragráðu í stjórnun, stefnumótun og leiðtogahæfni í Aarhus University. Einnig er hún markþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík. Brynhildur Guðmundsdóttir er nýr sviðsstjóri þjónustu og ræstingar. Hún kemur til Daga frá Icelandair hótelum þar sem hún starfaði í tæp 30 ár, meðal annars sem sem hótel- og verkefnastjóri (General Manager) auk þess að leiða fjölbreyttar innleiðingar þvert á deildir. Brynhildur fór í miniMBA við HR og nam auk þess hótelstjórnun við Hilton Univeristy. Ísak Ernir Kristinsson er nýr fjármálastjóri Daga en áður var hann sérfræðingur á fjármálasviði og sviðsstjóri fasteignaumsjóna hjá fyrirtækinu. Ísak Ernir kom til Daga frá Securitas þar sem hann starfaði sem stjórnandi mannaðrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Hann hefur setið stjórnum ýmissa félaga, þar á meðal í stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, KADECO, undanfarin fimm ár. Ísak er með með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, með sérstaka áherslu á reikningsskil. Ingigerður Erlingsdóttir er nýr sviðsstjóri eignaumsjónar. Hún kemur til Daga frá Icelandair þar sem hún starfaði sem flotastjóri (e. Fleet Manager). Áður var hún stjórnandi viðhalds og innkaupa í innanlandsflugi Icelandair. Ingigerður er með Executive MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, M.Sc. í verkfræði og stjórnun frá University of Glasgow og B.Sc. í Byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún setið námskeið í samningatækni hjá Berkley School of Business. Sigurður Hjaltalín Þórisson er nýr sviðsstjóri sölu- og markaðsmála en hann hefur verið markaðsstjóri Daga frá 2021. Hann kom til fyrirtækisins frá N1 þar sem hann leiddi stafræna þróun. Áður starfaði Sigurður m.a. hjá LEGO Group þar sem hann bar ábyrgð á stafrænni markaðssetningu vörumerkja. Hann er með M.Sc. International Marketing and Management frá CBS í Kaupmannahöfn og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla,“ segir í tilkynningunni. Tæplega átta hundruð manns starfa hjá Dögum sem starfa á sviði ræstinga, þrifa, fasteignaumsjónar og vinnustaðalausna. Vistaskipti Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Í tilkynningu segir að ráðningarnar séu liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem hafi tekið gildi í byrjun árs. „Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir er nýr sviðsstjóri mannauðs og sjálfbærni. Hún kemur til Daga frá Reykjavíkurborg þar sem hún starfaði sem mannauðsstjóri frá 2021. Áður starfaði hún sem mannauðsstjóri hjá Marel. Guðfinna er með B.Sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Bifröst og meistaragráðu í stjórnun, stefnumótun og leiðtogahæfni í Aarhus University. Einnig er hún markþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík. Brynhildur Guðmundsdóttir er nýr sviðsstjóri þjónustu og ræstingar. Hún kemur til Daga frá Icelandair hótelum þar sem hún starfaði í tæp 30 ár, meðal annars sem sem hótel- og verkefnastjóri (General Manager) auk þess að leiða fjölbreyttar innleiðingar þvert á deildir. Brynhildur fór í miniMBA við HR og nam auk þess hótelstjórnun við Hilton Univeristy. Ísak Ernir Kristinsson er nýr fjármálastjóri Daga en áður var hann sérfræðingur á fjármálasviði og sviðsstjóri fasteignaumsjóna hjá fyrirtækinu. Ísak Ernir kom til Daga frá Securitas þar sem hann starfaði sem stjórnandi mannaðrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Hann hefur setið stjórnum ýmissa félaga, þar á meðal í stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, KADECO, undanfarin fimm ár. Ísak er með með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, með sérstaka áherslu á reikningsskil. Ingigerður Erlingsdóttir er nýr sviðsstjóri eignaumsjónar. Hún kemur til Daga frá Icelandair þar sem hún starfaði sem flotastjóri (e. Fleet Manager). Áður var hún stjórnandi viðhalds og innkaupa í innanlandsflugi Icelandair. Ingigerður er með Executive MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, M.Sc. í verkfræði og stjórnun frá University of Glasgow og B.Sc. í Byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún setið námskeið í samningatækni hjá Berkley School of Business. Sigurður Hjaltalín Þórisson er nýr sviðsstjóri sölu- og markaðsmála en hann hefur verið markaðsstjóri Daga frá 2021. Hann kom til fyrirtækisins frá N1 þar sem hann leiddi stafræna þróun. Áður starfaði Sigurður m.a. hjá LEGO Group þar sem hann bar ábyrgð á stafrænni markaðssetningu vörumerkja. Hann er með M.Sc. International Marketing and Management frá CBS í Kaupmannahöfn og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla,“ segir í tilkynningunni. Tæplega átta hundruð manns starfa hjá Dögum sem starfa á sviði ræstinga, þrifa, fasteignaumsjónar og vinnustaðalausna.
Vistaskipti Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira