Handbolti

Eistar með for­skot í bar­áttunni um leik á móti Ís­landi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dener Jaanimaa var atkvæðamestur í sigri Eista í kvöld.
Dener Jaanimaa var atkvæðamestur í sigri Eista í kvöld. Getty/Harry Langer

Eistland fer með þriggja marka forskot í seinni leik sinn á móti Úkraínu í undankeppni HM í handbolta.

Eistland og Úkraína spila tvo leiki og í boði eru umspilsleikir á móti Íslandi um laust sæti á HM í janúar á næsta ári.

Eistland vann fyrri leikinn 32-29 í Tallinn í dag eftir að hafa verið 18-16 yfir í hálfleik.

Hinn 34 ára gamli Dener Jaanimaa skoraði ellefu mörk fyrir Eista þar af níu þeirra með langskotum. Karl Toom var næstmarkahæstur með sex mörk.

Það dugði ekki Úkraínumönnum að Ihor Turchenko skoraði þrettán mörk í leiknum en aðeins tvö markanna komu af vítalínunni.

Úkraínumenn byrjuðu leikinn mjög vel og voru 14-11 yfir þegar 22 mínútur voru liðnar. Eistar unnu síðustu átta mínútur hálfleiksins 7-2 og voru síðan með frumkvæðið allan seinni hálfleikinn.

Munurinn var samt bara þrjú mörk í lokin og því er mikil spenna fyrir seinni leik liðanna sem verður spilaður í Litháen á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×