SFF fá nýtt nafn en verða áfram SFF Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2024 13:08 Heiðrún Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Aðsend Samtök fjármálafyrirtækja, heildarsamtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hér á landi, hafa fengið nýtt nafn og munu hér eftir bera heitið Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Í tilkynningu segir að skammstöfun samtakanna verði áfram SFF og munu samtökin áfram bera heitið Finance Iceland á ensku. Nafnabreytingin var samþykkt einróma á félagsfundi SFF. Haft er eftir Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, að þeim þyki nýja nafnið endurspegla betur þann fjölbreytta hóp aðildarfélaga sem sé innan raða samtakanna, sem séu meðal annars sparisjóðir, verðbréfafyrirtæki, tryggingafélög, bankar, félög í lánastarfsemi, eignastýringu, greiðslumiðlun og bakvinnslu fyrir fjármálamarkaði. „Með þessu náum við einnig betur utan um þá þjónustu sem aðildarfélög okkar veita landsmönnum á hverjum degi. Við töldum einnig fara vel á því að kynna nýtt nafn samtakanna þegar við höldum upp á 150 ára afmæli innlendrar löggjafar um fjármálaþjónustu hér á landi, en árið 1874 undirritaði Kristján IX. fyrstu tilskipunina um sparisjóðina í landinu, sama dag og hann staðfesti fyrstu stjórnarskrá Íslendinga. Á þessum tíma hafa fjármálastofnanir í landinu vaxið og dafnað með íslensku samfélagi og tekið ótrúlegum breytingum,“ segir Heiðrún. Aðildarfélög SFF eru 25 en hjá þeim starfa um 3.300 starfsmenn. Samtökin urðu til í núverandi mynd árið 2006, en forverar samtakanna eiga sér mun lengri sögu. Sex sérfræðingar starfa á skrifstofu SFF. Samhliða þessari breytingu hafa samtökin endurnýjað vörumerki og heimasíðu samtakanna sff.is þar sem finna má ýmsan fróðleik og gagnlegar upplýsingar sem tengjast fjármálaþjónustu. Félagasamtök Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Í tilkynningu segir að skammstöfun samtakanna verði áfram SFF og munu samtökin áfram bera heitið Finance Iceland á ensku. Nafnabreytingin var samþykkt einróma á félagsfundi SFF. Haft er eftir Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, að þeim þyki nýja nafnið endurspegla betur þann fjölbreytta hóp aðildarfélaga sem sé innan raða samtakanna, sem séu meðal annars sparisjóðir, verðbréfafyrirtæki, tryggingafélög, bankar, félög í lánastarfsemi, eignastýringu, greiðslumiðlun og bakvinnslu fyrir fjármálamarkaði. „Með þessu náum við einnig betur utan um þá þjónustu sem aðildarfélög okkar veita landsmönnum á hverjum degi. Við töldum einnig fara vel á því að kynna nýtt nafn samtakanna þegar við höldum upp á 150 ára afmæli innlendrar löggjafar um fjármálaþjónustu hér á landi, en árið 1874 undirritaði Kristján IX. fyrstu tilskipunina um sparisjóðina í landinu, sama dag og hann staðfesti fyrstu stjórnarskrá Íslendinga. Á þessum tíma hafa fjármálastofnanir í landinu vaxið og dafnað með íslensku samfélagi og tekið ótrúlegum breytingum,“ segir Heiðrún. Aðildarfélög SFF eru 25 en hjá þeim starfa um 3.300 starfsmenn. Samtökin urðu til í núverandi mynd árið 2006, en forverar samtakanna eiga sér mun lengri sögu. Sex sérfræðingar starfa á skrifstofu SFF. Samhliða þessari breytingu hafa samtökin endurnýjað vörumerki og heimasíðu samtakanna sff.is þar sem finna má ýmsan fróðleik og gagnlegar upplýsingar sem tengjast fjármálaþjónustu.
Félagasamtök Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira