Fær ekki íþróttaundanþágu og þarf að borga vask af minigolfinu Árni Sæberg skrifar 12. mars 2024 11:35 Sigmar Vilhjálmsson er meirihlutaeigandi og helsti fyrirsvarsmaður Minigarðsins. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Minigarðsins þurfa að greiða virðisaukaskatt af rukkuðum aðgangseyri að minigolfvelli staðarins. Þeir kærðu ákvörðun Ríkisskattstjóra þess efnis og töldu undanþágu vegna íþróttastarfsemi eiga við um minigolfið. Yfirskattanefnd hélt nú ekki. Í úrskurði Yfirskattanefndar segir að í málinu hafi verið deilt um hvort sala kæranda á aðgangi að minigolfbrautum á staðnum væri undanþegin virðisaukaskatti sem íþróttastarfsemi í skilningi ákvæðis virðisaukaskattslaga. Öll nöfn hafa verið afmáð í birtum úrskurði en ljóst er að Minigarðurinn í Skútuvogi er eini minigolfstaður landsins sem gæti verið undir í málinu. Í ákvæðinu segir að eftirfarandi sé undanþegið virðisaukaskattskyldu: Íþróttastarfsemi. Aðgangseyrir að íþróttamótum, íþróttakappleikjum og íþróttasýningum. Jafnframt aðgangseyrir og aðrar þóknanir fyrir afnot af íþróttamannvirkjum til íþróttaiðkunar, svo sem íþróttasölum, íþróttavöllum, sundlaugum og skíðalyftum ásamt íþróttabúnaði mannvirkjanna. Enn fremur aðgangseyrir að líkamsræktarstöðvum. Íþróttahús eða leikjasalur? Í úrskurðinum segir að Ríkisskattstjóri hafi í ákvörðun sinni um að breyta skattmati Minigarðsins að tilgangur breytinga á virðisaukaskattslögum árið 2014 hafi verið að afmarka með skýrari hætti þá starfsemi sem undanþágunni væri ætlað að ná til. Markmið með breyttu orðalagi væri að greina skýrar á milli íþróttaaðstöðu í íþróttamannvirkjum, svo sem íþróttahúsum, annars vegar og afþreyingaraðstöðu í leikjasölum hins vegar. Í því fælist að aðgangur að afþreyingu í ýmiss konar leikjasölum yrði skattskyldur annars staðar en í hefðbundnum íþróttamannvirkjum. Aðgreining íþróttamannvirkja frá mannvirkjum til annarra nota væri með sama hætti og aðgreining við lögboðna skráningu og mat fasteigna og við ákvörðun fasteignaskatts. Starfsemi Minigarðsins, það er rekstur staðarins og tilheyrandi aðstöðu til að leika minigolf ásamt skemmtistaða- og veitingarekstri, yrði ekki felld undir íþróttastarfsemi í þessum skilningi, enda væri ekki um að ræða íþróttaaðstöðu í venjulegu íþróttamannvirki. Skemmtistarfsemi með minigolfi líka Þá hafi Ríkisskattstjóri fjallað um skráðan tilgang Minigarðsins og kynningarefni félagsins. Fram hafi komið að við mat á skattskyldu starfsemi skipti máli hvort um væri að ræða skipulagt íþróttastarf eða veitingastað í veitingarekstri sem einnig seldi aðgang að aðstöðu til iðkunar minigolfs í afþreyingarskyni. Litið væri til skráðs tilgangs Minigarðsins samkvæmt samþykktum félagsins og kynningarefnis á vef þar sem staðurinn væri kynntur sem fullkominn staður fyrir vinahópa, vinnuhópa, afmælishópa, steggjanir, gæsanir og hópefli. Af gögnum málsins, meðal annars teikningum af húsnæði Minigarðsins við Skútuvog, mætti ráða að minigolfaðstaða félagsins teldi alls 509 fermetra af 1850 fermetra heildarstærð eða sem næmi 27,5 prósent af húsnæðinu. Þá mætti ráða af teikningunni að á miðjum minigolfvellinum væri veislusalur og bar auk þess sem kynningarefni á vef félagsins gæfi til kynna að veitingar væru í boði á brautunum sjálfum þótt það væri ekki skilyrði að keyptar væru veitingar á brautum. Skráður tilgangur Minigarðsins, vefsíða félagsins ásamt öðru kynningarefni á starfseminni renndu þannig stoðum undir þá ályktun að starfsemi Minigarðsins væri skemmtistarfsemi, það er veitinga- og skemmtistaðarekstur þar sem jafnframt væri seldur aðgangur að minigolfi í afþreyingarskyni í leikjasal. Að því sögðu og með vísan til þessa heildarmats á starfsemi Minigarðsins, skráningu húsnæðisins, tilgangi félagsins og öðru kynningarefni væri ekki um að ræða sölu félagsins á aðgangseyri að útbúnaði íþróttamannvirkis og gæti því sala félagsins á aðgangi að minigolfvelli ekki talist falla undir undanþáguákvæði virðisaukaskattslaga. Fordæmi um að minigolf sé ekki íþróttastarfsemi Í niðurstöðu Yfirskattanefndar segir að að framangreindu og því sem rakið var í málinu um starfsemi Minigarðsins og aðstöðu í húsnæði hans í Skútuvogi verði að taka undir með Ríkisskattstjóra að starfsemin beri þess rík merki að vera afþreyingaraðstaða tengd veitingarekstri í húsnæði sem ekki getur talist íþróttamannvirki. Þá væri til þess að líta að í úrskurðaframkvæmd hafi verið litið svo á að rekstur minigolfsalar geti ekki talist til íþróttastarfsemi í skilningi virðisaukaskattslaga. Því var kröfu Minigarðsins um ógildingu ákvörðunar Ríkisskattstjóra hafnað. Hins vegar var varakröfu Minigarðsins um að innskattur yrði hækkaður vísað til Ríkisskattstjóra til meðferðar. Skattar og tollar Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Sjá meira
Í úrskurði Yfirskattanefndar segir að í málinu hafi verið deilt um hvort sala kæranda á aðgangi að minigolfbrautum á staðnum væri undanþegin virðisaukaskatti sem íþróttastarfsemi í skilningi ákvæðis virðisaukaskattslaga. Öll nöfn hafa verið afmáð í birtum úrskurði en ljóst er að Minigarðurinn í Skútuvogi er eini minigolfstaður landsins sem gæti verið undir í málinu. Í ákvæðinu segir að eftirfarandi sé undanþegið virðisaukaskattskyldu: Íþróttastarfsemi. Aðgangseyrir að íþróttamótum, íþróttakappleikjum og íþróttasýningum. Jafnframt aðgangseyrir og aðrar þóknanir fyrir afnot af íþróttamannvirkjum til íþróttaiðkunar, svo sem íþróttasölum, íþróttavöllum, sundlaugum og skíðalyftum ásamt íþróttabúnaði mannvirkjanna. Enn fremur aðgangseyrir að líkamsræktarstöðvum. Íþróttahús eða leikjasalur? Í úrskurðinum segir að Ríkisskattstjóri hafi í ákvörðun sinni um að breyta skattmati Minigarðsins að tilgangur breytinga á virðisaukaskattslögum árið 2014 hafi verið að afmarka með skýrari hætti þá starfsemi sem undanþágunni væri ætlað að ná til. Markmið með breyttu orðalagi væri að greina skýrar á milli íþróttaaðstöðu í íþróttamannvirkjum, svo sem íþróttahúsum, annars vegar og afþreyingaraðstöðu í leikjasölum hins vegar. Í því fælist að aðgangur að afþreyingu í ýmiss konar leikjasölum yrði skattskyldur annars staðar en í hefðbundnum íþróttamannvirkjum. Aðgreining íþróttamannvirkja frá mannvirkjum til annarra nota væri með sama hætti og aðgreining við lögboðna skráningu og mat fasteigna og við ákvörðun fasteignaskatts. Starfsemi Minigarðsins, það er rekstur staðarins og tilheyrandi aðstöðu til að leika minigolf ásamt skemmtistaða- og veitingarekstri, yrði ekki felld undir íþróttastarfsemi í þessum skilningi, enda væri ekki um að ræða íþróttaaðstöðu í venjulegu íþróttamannvirki. Skemmtistarfsemi með minigolfi líka Þá hafi Ríkisskattstjóri fjallað um skráðan tilgang Minigarðsins og kynningarefni félagsins. Fram hafi komið að við mat á skattskyldu starfsemi skipti máli hvort um væri að ræða skipulagt íþróttastarf eða veitingastað í veitingarekstri sem einnig seldi aðgang að aðstöðu til iðkunar minigolfs í afþreyingarskyni. Litið væri til skráðs tilgangs Minigarðsins samkvæmt samþykktum félagsins og kynningarefnis á vef þar sem staðurinn væri kynntur sem fullkominn staður fyrir vinahópa, vinnuhópa, afmælishópa, steggjanir, gæsanir og hópefli. Af gögnum málsins, meðal annars teikningum af húsnæði Minigarðsins við Skútuvog, mætti ráða að minigolfaðstaða félagsins teldi alls 509 fermetra af 1850 fermetra heildarstærð eða sem næmi 27,5 prósent af húsnæðinu. Þá mætti ráða af teikningunni að á miðjum minigolfvellinum væri veislusalur og bar auk þess sem kynningarefni á vef félagsins gæfi til kynna að veitingar væru í boði á brautunum sjálfum þótt það væri ekki skilyrði að keyptar væru veitingar á brautum. Skráður tilgangur Minigarðsins, vefsíða félagsins ásamt öðru kynningarefni á starfseminni renndu þannig stoðum undir þá ályktun að starfsemi Minigarðsins væri skemmtistarfsemi, það er veitinga- og skemmtistaðarekstur þar sem jafnframt væri seldur aðgangur að minigolfi í afþreyingarskyni í leikjasal. Að því sögðu og með vísan til þessa heildarmats á starfsemi Minigarðsins, skráningu húsnæðisins, tilgangi félagsins og öðru kynningarefni væri ekki um að ræða sölu félagsins á aðgangseyri að útbúnaði íþróttamannvirkis og gæti því sala félagsins á aðgangi að minigolfvelli ekki talist falla undir undanþáguákvæði virðisaukaskattslaga. Fordæmi um að minigolf sé ekki íþróttastarfsemi Í niðurstöðu Yfirskattanefndar segir að að framangreindu og því sem rakið var í málinu um starfsemi Minigarðsins og aðstöðu í húsnæði hans í Skútuvogi verði að taka undir með Ríkisskattstjóra að starfsemin beri þess rík merki að vera afþreyingaraðstaða tengd veitingarekstri í húsnæði sem ekki getur talist íþróttamannvirki. Þá væri til þess að líta að í úrskurðaframkvæmd hafi verið litið svo á að rekstur minigolfsalar geti ekki talist til íþróttastarfsemi í skilningi virðisaukaskattslaga. Því var kröfu Minigarðsins um ógildingu ákvörðunar Ríkisskattstjóra hafnað. Hins vegar var varakröfu Minigarðsins um að innskattur yrði hækkaður vísað til Ríkisskattstjóra til meðferðar.
Skattar og tollar Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Sjá meira