„Við ætlum að gera tilkall í þann stóra og fara alla leið“ Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2024 21:47 Grindavík hefur unnið níu leiki í röð. vísir/Diego Grindavík hafði betur gegn nágrönnum sínum úr Keflavík í lokaleik 19. umferðar Subway deildar karla í kvöld með þrettán stiga mun 74-87. „Ég er mjög sáttur með tvö góð stig bara númer eitt, tvö og þrjú. Svolítið skrítinn leikur. Fyrri hálfleikurinn góður af okkar hálfu en Keflvíkingar hittu illa og fengu mikið af góðum skotum svo þetta voru pínu frænkurnar ef og hefði sem voru kannski með okkur í liði í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í kvöld. „Ég er rosalega ánægður með að við klárum þetta. Þeir komu með run þarna í byrjun seinni og hvernig við klárum þetta sýnir bara hreðjar og ég er hrikalega ánægður með þetta.“ Það var ekki mikið sem benti til þess eftir fyrri hálfleikinn að þetta yrði sá leikur sem raun bar vitni en Grindavík v ar mun betra liðið í fyrri hálfleik og leiddi sannfærandi og sanngjarnt í hlé. „Keflvíkingar eru náttúrulega bara hörku góðir og þeirra plan gekk upp. Við vorum svolítið litlir í okkur og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að byrja seinni hálfleikinn sterkt sem að við gerðum ekki en skítt með það, við tökum fullt af jákvæðu út úr þessu og þurftum bara þessi tvö mjög góðu stig.“ Aðspurður um hvar leikurinn hafi unnist vildi Jóhann Þór meina að heildin í Grindavíkur liðinu hefði hreinlega verið betri. „Mér fannst bara heildin okkar vera mikið betri heldur en Keflavíkurmeginn. Við vorum mikið þéttari, þetta var voðalega mikið solo eða einn á einn og Remy að reyna að búa til fyrir sjálfan sig og hina. Mér fannst liðið okkar og heildin bara betri og við kláruðum þetta þannig.“ Það var mikill hiti í leiknum og hart barist eins og við var að búast í svona nágranna slag. „Já eðlilega við því að búast. Við spiluðum við Keflavík í byrjun desember á síðasta ári þar sem að við hreinlega bara skitum í okkur og aðstæður kannski bara þannig og við vorum ekki ánægðir með það hvernig Keflavík töluðu eftir leik og það sat í okkur. Eins og sást hérna í byrjun þá þurfti ég ekki að gíra menn upp í þetta, ekki fyrir fimm aura og það sat í okkur og mér fannst við gera vel að svara fyrir það.“ Sigur Grindavíkur var sá níundi í röð í deildinni og vill Jóhann Þór meina að hans lið gæti farið alla leið þegar hann var spurður að því hversu langt þetta lið gæti náð. „Alla leið, alveg pottþétt. Við erum með mjög gott lið og það er búið að tala um það að við höfum verið að fela okkur á bakvið eitthvað en málið er að við höfum bara ekkert verið spurðir út í þetta og fyrst þú spyrð þá erum við bara með mjög gott lið en gallinn við þetta er að það eru fullt af öðrum liðum sem ætla sér það nákvæmlega sama en við ætlum okkur að gera tilkall að þeim stóra og fara alla leið í þessu.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
„Ég er mjög sáttur með tvö góð stig bara númer eitt, tvö og þrjú. Svolítið skrítinn leikur. Fyrri hálfleikurinn góður af okkar hálfu en Keflvíkingar hittu illa og fengu mikið af góðum skotum svo þetta voru pínu frænkurnar ef og hefði sem voru kannski með okkur í liði í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í kvöld. „Ég er rosalega ánægður með að við klárum þetta. Þeir komu með run þarna í byrjun seinni og hvernig við klárum þetta sýnir bara hreðjar og ég er hrikalega ánægður með þetta.“ Það var ekki mikið sem benti til þess eftir fyrri hálfleikinn að þetta yrði sá leikur sem raun bar vitni en Grindavík v ar mun betra liðið í fyrri hálfleik og leiddi sannfærandi og sanngjarnt í hlé. „Keflvíkingar eru náttúrulega bara hörku góðir og þeirra plan gekk upp. Við vorum svolítið litlir í okkur og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að byrja seinni hálfleikinn sterkt sem að við gerðum ekki en skítt með það, við tökum fullt af jákvæðu út úr þessu og þurftum bara þessi tvö mjög góðu stig.“ Aðspurður um hvar leikurinn hafi unnist vildi Jóhann Þór meina að heildin í Grindavíkur liðinu hefði hreinlega verið betri. „Mér fannst bara heildin okkar vera mikið betri heldur en Keflavíkurmeginn. Við vorum mikið þéttari, þetta var voðalega mikið solo eða einn á einn og Remy að reyna að búa til fyrir sjálfan sig og hina. Mér fannst liðið okkar og heildin bara betri og við kláruðum þetta þannig.“ Það var mikill hiti í leiknum og hart barist eins og við var að búast í svona nágranna slag. „Já eðlilega við því að búast. Við spiluðum við Keflavík í byrjun desember á síðasta ári þar sem að við hreinlega bara skitum í okkur og aðstæður kannski bara þannig og við vorum ekki ánægðir með það hvernig Keflavík töluðu eftir leik og það sat í okkur. Eins og sást hérna í byrjun þá þurfti ég ekki að gíra menn upp í þetta, ekki fyrir fimm aura og það sat í okkur og mér fannst við gera vel að svara fyrir það.“ Sigur Grindavíkur var sá níundi í röð í deildinni og vill Jóhann Þór meina að hans lið gæti farið alla leið þegar hann var spurður að því hversu langt þetta lið gæti náð. „Alla leið, alveg pottþétt. Við erum með mjög gott lið og það er búið að tala um það að við höfum verið að fela okkur á bakvið eitthvað en málið er að við höfum bara ekkert verið spurðir út í þetta og fyrst þú spyrð þá erum við bara með mjög gott lið en gallinn við þetta er að það eru fullt af öðrum liðum sem ætla sér það nákvæmlega sama en við ætlum okkur að gera tilkall að þeim stóra og fara alla leið í þessu.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira