Árslaun stjórnarformanna bankanna hlupu á tugum milljóna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. mars 2024 08:22 Brynjólfur, Helga, Linda og Sigurður gegndu stjórnarformennsku í bönkum á liðnu ári. Stjórnarformenn Íslandsbanka, Kviku banka, Arion banka og Landsbanka voru með á bilinu 1,1 til 2,2 milljónir króna í mánaðarlaun fyrir að gegna starfi stjórnarformanns. Öll sinna þau öðrum störfum samhliða formannssetunni Heimildin greindi frá því á þriðjudag að Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefði fengið alls 21,5 milljónir króna í laun fyrir stjórnarformennsku Kviku banka árið 2023. Það gera um það bil 1,8 milljónir króna á mánuði. Mánaðarlaun hans hjá SI námu að meðaltali 4,1 milljón árið 2022 samkvæmt hátekjulista miðilsins. Í ársskýrslu Arion banka kemur fram að Brynjólfur Bjarnason stjórnarformaður bankans hefði fengið 26,5 milljónir í árslaun frá bankanum. Að meðaltali eru það um 2,2 milljónir á mánuði. Brynjólfur situr að auki í stjórn fjárfestingafélagsins Marinvest og álframleiðslufélagsins ISAL hf. – Rio Tinto. Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans fékk samkvæmt ársskýrslu samtals 19,9 milljónir í laun í fyrir formannssetuna í fyrra, eða um 1,6 milljón á mánuði. Hún starfar á sviði fasteignaþróunar og ráðgjafar. Hvað Íslandsbanka varðar var kjörin inn ný stjórn á hluthafafundi þann 28. júlí í fyrra eftir að Finnur Árnason stjórnarformaður, Guðrún Þorgeirsdóttir varaformaður og Ari Daníelsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu eftir Íslandsbankamálið svokallaða. Á fundinum var Linda Jónsdóttir kjörin stjórnarformaður Íslandsbanka. Samkvæmt ársskýrslu fékk Linda 5,7 milljónir króna það árið fyrir stjórnarformennskuna. Þá má áætla að hún hafi fengið um 1,1 milljón á mánuði þá rúmu fimm mánuði sem hún gegndi stöðunni. Linda var samkvæmt hátekjulista Heimildarinnar með tæplega sex milljónir króna í laun á mánuði árið 2022 þegar hún starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel. Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Kvika banki Fjármálafyrirtæki Kjaramál Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Heimildin greindi frá því á þriðjudag að Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefði fengið alls 21,5 milljónir króna í laun fyrir stjórnarformennsku Kviku banka árið 2023. Það gera um það bil 1,8 milljónir króna á mánuði. Mánaðarlaun hans hjá SI námu að meðaltali 4,1 milljón árið 2022 samkvæmt hátekjulista miðilsins. Í ársskýrslu Arion banka kemur fram að Brynjólfur Bjarnason stjórnarformaður bankans hefði fengið 26,5 milljónir í árslaun frá bankanum. Að meðaltali eru það um 2,2 milljónir á mánuði. Brynjólfur situr að auki í stjórn fjárfestingafélagsins Marinvest og álframleiðslufélagsins ISAL hf. – Rio Tinto. Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans fékk samkvæmt ársskýrslu samtals 19,9 milljónir í laun í fyrir formannssetuna í fyrra, eða um 1,6 milljón á mánuði. Hún starfar á sviði fasteignaþróunar og ráðgjafar. Hvað Íslandsbanka varðar var kjörin inn ný stjórn á hluthafafundi þann 28. júlí í fyrra eftir að Finnur Árnason stjórnarformaður, Guðrún Þorgeirsdóttir varaformaður og Ari Daníelsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu eftir Íslandsbankamálið svokallaða. Á fundinum var Linda Jónsdóttir kjörin stjórnarformaður Íslandsbanka. Samkvæmt ársskýrslu fékk Linda 5,7 milljónir króna það árið fyrir stjórnarformennskuna. Þá má áætla að hún hafi fengið um 1,1 milljón á mánuði þá rúmu fimm mánuði sem hún gegndi stöðunni. Linda var samkvæmt hátekjulista Heimildarinnar með tæplega sex milljónir króna í laun á mánuði árið 2022 þegar hún starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel.
Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Kvika banki Fjármálafyrirtæki Kjaramál Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira