Hver er veruleiki feðrunar? Matthildur Björnsdóttir skrifar 6. mars 2024 17:00 ÞETTA MEÐ SÆÐI SEM FERÐAST EN EGGIN EKKI Er veruleiki sem hefur skapað miklar þjáningar í mannverum og er að koma fram í æ meira mæli í fjölmiðlum síðustu árin. Að kalla þá menn feður sem hafa haft einnar nætur kynmök með konu, svo horfið til annars lands, og aldrei einu sinni hugsað um hvort getnaður hafi orðið eða sýna barninu áhuga. Þá er ég að tala meira um lífið fyrir daga getnaðarvarna. Og þá menn sem var skítsama um það, af því að kynmökin þá stundina var allt sem skipti þá máli á þeirri stundu. Það var því mjög lærdómsríkt að sjá ótal þætti frá Bretlandi með nafninu „Long Lost Family“ = Löngu týnd fjölskylda, þar kom það fram, að karlmenn sem höfðu verið ættleiddir sem ungbörn, voru í miklum sárum við að hafa ekki fengið að vita neitt um þau sem höfðu skaffað hráefnin í líkama þeirra. Þeir höfðu reynt að finna genauppruna sinn, en ekki tekist það. Og þó að þeir hafi flestir fengið góða ættleiðingar foreldra. Þá fannst þeim samt mikið vanta í tilveru sína. Ég hafði verið tengd genahópnum á Íslandi, og í því sambandi verið innan um stóran hluta genahópsins. En ekki upplifað þá tengingu sem þessir einstaklingar vonuðu að gerðist. Svo heyrði ég um bók um einstakling sem hafði upplifað það að vita það ekki, og ferð hans til að finna út hver höfðu verið genaveitendur gaf mér svo svar við því frá manni hér í Ástralíu. Bókin hefur titilinn „Tell No One“. Segðu engum. Hann hafði að lokum fengið að vita þá staðreynd, að þau sem ólu hann upp væru ekki blóðforeldrar hans, gen hans komu ekki frá þeim. Að lokum eftir að þau sem ólu hann upp sögðu honum að hann hafi verið fenginn frá kaþólsku kirkjunni þá kom í ljós að þau væru nunna og prestur. Næsta skrefið fyrir hann var svo að finna út hver þau væru. 0g hvernig persónuleikar þau væru. Hann hafði áttað sig á að hann var ekki með nein sömu líkamseinkenni og þau sem höfðu alið hann upp. Honum tókst svo að fá eitthvað af svörum við því. Ég þekkti líka mann sem vissi ekki fyrr en hann fékk fæðingarvottorð er hann giftist, að sá sem hafði alið hann upp var ekki blóðfaðir hans. Hann ólst upp með móður og stjúpföður, en var aldrei sagt frá því að sá góði maður væri ekki sá sem hafði lagt til sæðið fyrir líkama hans. Hann náði aldrei að hitta þann mann. Sem var af því að hann hafði farið úr landi áður en hann fæddist og aldrei sýnt neina umhyggju né áhuga fyrir að hafa barnað þá konu. Ancestry var ekki til þá. Sonur hans fékk svo tækifæri til að fara á „Ancestry“ Alheims ættfræðikerfið mörgum árum síðar og læra um þann mann, sem því miður var dáinn þegar kom að því. Börnin hans í öðru landi sýndu því miður engan áhuga fyrir að skapa tengsl við þann ættingja, sem olli auðvitað vonbrigðum. Það voru líka margar konur í þessum þáttum sem voru eitthvað yngri og vildu vita hvaðan hráefnið í þær kom. Þær voru oft heppnari og tvær fengu að vita að þær ættu stóra fjölskyldu í þriðja heims landi, þaðan sem sá kom sem hafði skaffað sæðið í þær. Nokkrir þeirra sem höfðu gert það þegar þeir voru í Bretlandi að keppa í íþróttum, höfðu þó vitað að þeir hefðu barnað konu og hugsað um barnið sem væri þeirra. En af ýmsum ástæðum ekki getað haft samband og voru mjög glaðir að dóttirin hafði leitað þá uppi. Þá fengu þeir tækifæri til að sýna ást sína og sögu um ástæðu fjarlægðar sinnar. Tvær þeirra lærðu að þær áttu stóra genafjölskyldu í þriðja heims landi þegar þær fóru að heimsækja manninn sem kom þeim í heiminn. Þökk sé heims- gena-rannsóknum nútímans „Ancestry“ og fleirum sem nú eru að leysa mörg af þeim dökku leyndarmálum sem höfðu legið í skýjum í loftinu í áratugi og stundum aldir. Það eru því þrjú nöfn sem ég tel að eigi við í þessum sæðismálum í dag. Þeir sem verða ástfangnir og vilja verða feður og foreldrar. Eiga þann titil skilinn. Svo eru „skaffarar“ sem eru veitendur til kvenna eða fjölskyldna þar sem þeirra hjálpar er þörf þegar um frjósemis vandræði er að ræða. Þriðji hópurinn eru þeir sem hafa kynmök með konu og hafa enga hugsun um hvort getnaður verði, né hvort það gerist og hafa engan áhuga fyrir barninu. Auðvitað eru þeir menn ekki alvöru feður sem slíkir sem hitta aldrei börn sín. Þeir eru bara sæðis-dreifarar. Það sama á við um lækna í gervifrjóvgun sem skipta sæðum sem eiga að vera notuð fyrir sín frá Egói. Frjósemis vandamál voru af mörgum séð sem smán fyrr á tímum, og voru því ekki oft nefnd. Sú hugsun er eins og það sé tengt við mannorðið. Þegar það atriði hefur ekkert að gera með hvort barn verði til eða ekki. Svo hefur komið í ljós að hráefni kynja fyrir það passa ekki alltaf vel saman. Leg kvenna geta oft skaffað þegna burtséð frá því hvort að konan sé andlega, röklega eða tilfinningalega tilbúin í foreldra hlutverkið. Það er hinsvegar auðvitað mikilvægt að öll getin börn séu óskabörn og velkomin í heiminn. Það hefur verið meira en nóg af þeim óvelkomnu, með þeim þjáningum sem oft fylgja. Það kallar þá á þessa athyglisverðu spurningu um hvað skipti máli þegar upp sé staðið. Hvort það sé að upplifa sig hafa verið elskuð og samþykkt fyrir það sem einstaklingurinn er, burtséð frá genum. Eða geta einstaklingar ekki hugsað sér að lifa án þess að vita um gen sín. Hvort sem þau upplifðu eða upplifa sig elskuð eða ekki? Matthildur Björnsdóttir Adelaide Suður Ástralíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
ÞETTA MEÐ SÆÐI SEM FERÐAST EN EGGIN EKKI Er veruleiki sem hefur skapað miklar þjáningar í mannverum og er að koma fram í æ meira mæli í fjölmiðlum síðustu árin. Að kalla þá menn feður sem hafa haft einnar nætur kynmök með konu, svo horfið til annars lands, og aldrei einu sinni hugsað um hvort getnaður hafi orðið eða sýna barninu áhuga. Þá er ég að tala meira um lífið fyrir daga getnaðarvarna. Og þá menn sem var skítsama um það, af því að kynmökin þá stundina var allt sem skipti þá máli á þeirri stundu. Það var því mjög lærdómsríkt að sjá ótal þætti frá Bretlandi með nafninu „Long Lost Family“ = Löngu týnd fjölskylda, þar kom það fram, að karlmenn sem höfðu verið ættleiddir sem ungbörn, voru í miklum sárum við að hafa ekki fengið að vita neitt um þau sem höfðu skaffað hráefnin í líkama þeirra. Þeir höfðu reynt að finna genauppruna sinn, en ekki tekist það. Og þó að þeir hafi flestir fengið góða ættleiðingar foreldra. Þá fannst þeim samt mikið vanta í tilveru sína. Ég hafði verið tengd genahópnum á Íslandi, og í því sambandi verið innan um stóran hluta genahópsins. En ekki upplifað þá tengingu sem þessir einstaklingar vonuðu að gerðist. Svo heyrði ég um bók um einstakling sem hafði upplifað það að vita það ekki, og ferð hans til að finna út hver höfðu verið genaveitendur gaf mér svo svar við því frá manni hér í Ástralíu. Bókin hefur titilinn „Tell No One“. Segðu engum. Hann hafði að lokum fengið að vita þá staðreynd, að þau sem ólu hann upp væru ekki blóðforeldrar hans, gen hans komu ekki frá þeim. Að lokum eftir að þau sem ólu hann upp sögðu honum að hann hafi verið fenginn frá kaþólsku kirkjunni þá kom í ljós að þau væru nunna og prestur. Næsta skrefið fyrir hann var svo að finna út hver þau væru. 0g hvernig persónuleikar þau væru. Hann hafði áttað sig á að hann var ekki með nein sömu líkamseinkenni og þau sem höfðu alið hann upp. Honum tókst svo að fá eitthvað af svörum við því. Ég þekkti líka mann sem vissi ekki fyrr en hann fékk fæðingarvottorð er hann giftist, að sá sem hafði alið hann upp var ekki blóðfaðir hans. Hann ólst upp með móður og stjúpföður, en var aldrei sagt frá því að sá góði maður væri ekki sá sem hafði lagt til sæðið fyrir líkama hans. Hann náði aldrei að hitta þann mann. Sem var af því að hann hafði farið úr landi áður en hann fæddist og aldrei sýnt neina umhyggju né áhuga fyrir að hafa barnað þá konu. Ancestry var ekki til þá. Sonur hans fékk svo tækifæri til að fara á „Ancestry“ Alheims ættfræðikerfið mörgum árum síðar og læra um þann mann, sem því miður var dáinn þegar kom að því. Börnin hans í öðru landi sýndu því miður engan áhuga fyrir að skapa tengsl við þann ættingja, sem olli auðvitað vonbrigðum. Það voru líka margar konur í þessum þáttum sem voru eitthvað yngri og vildu vita hvaðan hráefnið í þær kom. Þær voru oft heppnari og tvær fengu að vita að þær ættu stóra fjölskyldu í þriðja heims landi, þaðan sem sá kom sem hafði skaffað sæðið í þær. Nokkrir þeirra sem höfðu gert það þegar þeir voru í Bretlandi að keppa í íþróttum, höfðu þó vitað að þeir hefðu barnað konu og hugsað um barnið sem væri þeirra. En af ýmsum ástæðum ekki getað haft samband og voru mjög glaðir að dóttirin hafði leitað þá uppi. Þá fengu þeir tækifæri til að sýna ást sína og sögu um ástæðu fjarlægðar sinnar. Tvær þeirra lærðu að þær áttu stóra genafjölskyldu í þriðja heims landi þegar þær fóru að heimsækja manninn sem kom þeim í heiminn. Þökk sé heims- gena-rannsóknum nútímans „Ancestry“ og fleirum sem nú eru að leysa mörg af þeim dökku leyndarmálum sem höfðu legið í skýjum í loftinu í áratugi og stundum aldir. Það eru því þrjú nöfn sem ég tel að eigi við í þessum sæðismálum í dag. Þeir sem verða ástfangnir og vilja verða feður og foreldrar. Eiga þann titil skilinn. Svo eru „skaffarar“ sem eru veitendur til kvenna eða fjölskyldna þar sem þeirra hjálpar er þörf þegar um frjósemis vandræði er að ræða. Þriðji hópurinn eru þeir sem hafa kynmök með konu og hafa enga hugsun um hvort getnaður verði, né hvort það gerist og hafa engan áhuga fyrir barninu. Auðvitað eru þeir menn ekki alvöru feður sem slíkir sem hitta aldrei börn sín. Þeir eru bara sæðis-dreifarar. Það sama á við um lækna í gervifrjóvgun sem skipta sæðum sem eiga að vera notuð fyrir sín frá Egói. Frjósemis vandamál voru af mörgum séð sem smán fyrr á tímum, og voru því ekki oft nefnd. Sú hugsun er eins og það sé tengt við mannorðið. Þegar það atriði hefur ekkert að gera með hvort barn verði til eða ekki. Svo hefur komið í ljós að hráefni kynja fyrir það passa ekki alltaf vel saman. Leg kvenna geta oft skaffað þegna burtséð frá því hvort að konan sé andlega, röklega eða tilfinningalega tilbúin í foreldra hlutverkið. Það er hinsvegar auðvitað mikilvægt að öll getin börn séu óskabörn og velkomin í heiminn. Það hefur verið meira en nóg af þeim óvelkomnu, með þeim þjáningum sem oft fylgja. Það kallar þá á þessa athyglisverðu spurningu um hvað skipti máli þegar upp sé staðið. Hvort það sé að upplifa sig hafa verið elskuð og samþykkt fyrir það sem einstaklingurinn er, burtséð frá genum. Eða geta einstaklingar ekki hugsað sér að lifa án þess að vita um gen sín. Hvort sem þau upplifðu eða upplifa sig elskuð eða ekki? Matthildur Björnsdóttir Adelaide Suður Ástralíu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar