Viðskipti innlent

Ráðinn fram­kvæmda­stjóri fjár­mála hjá Orku­veitunni

Atli Ísleifsson skrifar
Snorri Þorkelsson.
Snorri Þorkelsson. Orkuveitan

Orkuveitan hefur ráðið Snorra Þorkelsson í stöðu framkvæmdastjóra fjármála.

Frá þessu segir í tilkynningu en þar kemur fram að Snorri búi yfir mikilli alþjóðlegri reynslu og komi til Orkuveitunnar frá Baader á Íslandi og Skaganum 3X. Þar áður hafi hann í rúman áratug starfað sem fjármálastjóri hjá Marel á Íslandi og síðar sem fjármálastjóri fiskiðnaðar hjá Marel. Einnig var Snorri fjármálastjóri Dohop í fjögur ár.

„Snorri sem fæddur er árið 1971 útskrifaðist með BSc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005 og MAcc í reikningshaldi og endurskoðun frá sama skóla tveimur árum síðar.

Þá hóf hann störf sem fjármálastjóri Marels á Íslandi og síðar fiskiðnaðarins hjá Marel. Starfaði hann þar að ýmsum verkefnum hér heima og erlendis næstu ellefu árin. Meðal annars var Snorri hluti af alþjóðlegu fjámálateymi fyrirtækisins og sat í stjórnum alþjóðlegra fyrirtækja í eigu Marels. Þá var Snorri í stjórn Dohop áður en hann hóf störf þar sem fjármálastjóri árið 2018. Snorri er einnig í stjórn Örtækni,“ segir í tilkynningunni.

Fram kemur að starf framkvæmdastjóra fjármála hafi verið auglýst laust til umsóknar í byrjun desember og hafi þrjátíu manns sótt um stöðuna.

Snorri mun hefja störf hjá Orkuveitunni eigi síðar en 1. maí næstkomandi. Hann tekur við stöðunni af Benedikt K. Magnússyni sem samdi á haustdögum um starfslok.


Tengdar fréttir

Benedikt semur um starfslok

Benedikt K. Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála hjá OR, hefur látið af störfum hjá félaginu eftir að þeir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri OR gerðu með sér samkomulag um starfslok.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×