„Svona er lífið, sem betur fer“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. febrúar 2024 11:00 Arnar er með örlítið breyttan hóp í höndunum frá HM í desember. Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hlakkar til þess að takast á við Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Finna þarf lausnir vegna fjarveru sterkra leikmanna. Um er að ræða fyrsta verkefni landsliðsins frá því að það fagnaði sigri í Forsetabikarnum á HM í handbolta í desember. Arnar segist hafa legið yfir leikjum liðsins síðan en tíminn sé naumur til að fara djúpt í hlutina í stuttum landsliðsglugga. „Við höfum nýtt hann til að draga eins mikinn lærdóm af þessu móti eins og við getum. Við höfum svo sem ekkert mikinn tíma núna til að velta okkur upp úr því hvað við vorum að gera á parketinu, en notum páskatörnina betur í það,“ segir Arnar. Klippa: Svona er lífið, sem betur fer Þarf að huga að miðjumannsstöðunni Eftir áramótin bárust þau tíðindi að Sandra Erlingsdóttir, leikstjórnandi liðsins, væri ólétt. Hún er annar leikstjórnandinn á stuttum tíma sem dettur út vegna barneigna, á eftir Rut Jónsdóttur. Arnar þarf því öðru sinni að gera breytingu í leikstjórnandastöðunni. „Maður þarf kannski að fara að hugsa hverja maður setur á miðjuna,“ segir Arnar og hlær. „Auðvitað er þetta eins og þetta er. Maður saknar þess að hafa þær ekki með en samgleðst þeim á sama tíma. Svona er lífið, sem betur fer, og ekkert við því að gera eða segja.“ Þrjár frá í útilínunni Sandra er ein þriggja atvinnumanna sem er frá í komandi verkefni, auk þeirra Andreu Jacobsen og Díönu Daggar Magnúsdóttur sem eru báðar meiddar. Það vantar því þrjá lykilmenn úr útilínu Íslands, sem léku stóra rullu á HM í lok síðasta árs. Arnar vonast til að yngri leikmenn taki við keflinu gegn Svíum. „Við sem betur fer erum búnir að vita af því í smá tíma og höfum verið að hugsa hvernig við ætlum að gera þetta. Það koma þarna inn spennandi leikmenn, ungar stelpur sem ég hlakka til að sjá gegn þessu gríðarsterka liði sem við erum að mæta. Það er ekkert slæmt að stökkva út í djúpu laugina og takast á við þetta verkefni. Ég hlakka svolítið til,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar sem má sjá í spilaranum að ofan. Frítt er á völlinn er Ísland mætir Svíþjóð klukkan 19:30 að Ásvöllum en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður leiknum lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Um er að ræða fyrsta verkefni landsliðsins frá því að það fagnaði sigri í Forsetabikarnum á HM í handbolta í desember. Arnar segist hafa legið yfir leikjum liðsins síðan en tíminn sé naumur til að fara djúpt í hlutina í stuttum landsliðsglugga. „Við höfum nýtt hann til að draga eins mikinn lærdóm af þessu móti eins og við getum. Við höfum svo sem ekkert mikinn tíma núna til að velta okkur upp úr því hvað við vorum að gera á parketinu, en notum páskatörnina betur í það,“ segir Arnar. Klippa: Svona er lífið, sem betur fer Þarf að huga að miðjumannsstöðunni Eftir áramótin bárust þau tíðindi að Sandra Erlingsdóttir, leikstjórnandi liðsins, væri ólétt. Hún er annar leikstjórnandinn á stuttum tíma sem dettur út vegna barneigna, á eftir Rut Jónsdóttur. Arnar þarf því öðru sinni að gera breytingu í leikstjórnandastöðunni. „Maður þarf kannski að fara að hugsa hverja maður setur á miðjuna,“ segir Arnar og hlær. „Auðvitað er þetta eins og þetta er. Maður saknar þess að hafa þær ekki með en samgleðst þeim á sama tíma. Svona er lífið, sem betur fer, og ekkert við því að gera eða segja.“ Þrjár frá í útilínunni Sandra er ein þriggja atvinnumanna sem er frá í komandi verkefni, auk þeirra Andreu Jacobsen og Díönu Daggar Magnúsdóttur sem eru báðar meiddar. Það vantar því þrjá lykilmenn úr útilínu Íslands, sem léku stóra rullu á HM í lok síðasta árs. Arnar vonast til að yngri leikmenn taki við keflinu gegn Svíum. „Við sem betur fer erum búnir að vita af því í smá tíma og höfum verið að hugsa hvernig við ætlum að gera þetta. Það koma þarna inn spennandi leikmenn, ungar stelpur sem ég hlakka til að sjá gegn þessu gríðarsterka liði sem við erum að mæta. Það er ekkert slæmt að stökkva út í djúpu laugina og takast á við þetta verkefni. Ég hlakka svolítið til,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar sem má sjá í spilaranum að ofan. Frítt er á völlinn er Ísland mætir Svíþjóð klukkan 19:30 að Ásvöllum en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður leiknum lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira