Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Jóhann Gunnar Jóhannsson, fjármálastjóri Securitas, taki við hlutverki forstjóra þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn.
„Ég vil þakka Ómari fyrir gott samstarf síðustu 7 árin og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Félagið hefur vaxið og dafnað í hans forstjóratíð og hefur þess á meðal flutt í nýjar höfuðstöðvar og farsællega tekist á við ýmsar áskoranir,“ er haft eftir Guðlaugu Kristbjörgu Kristinsdóttir, stjórnarformanni Securitas.