Engar torfur fundist enn í loðnuleitinni Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2024 11:55 Guðmundur J. Óskarsson er sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Steingrímur Dúi Másson Þriðja loðnuleitin frá áramótum, sem núna stendur yfir, hefur enn sem komið er ekki skilað neinni viðbót sem gefur tilefni til að ætla að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar þennan veturinn. Tvö leitarskip af þremur hafa lokið sinni yfirferð en það þriðja heldur áfram að leita næstu tvo til þrjá daga. Fiskiskipin Ásgrímur Halldórsson SF og Polar Ammassak GR lögðu úr höfn síðastliðinn fimmtudag og leituðu undan Suðausturlandi. „Skipin tvö fyrir austan komu til hafnar í gær og fyrradag og það var ekkert markvert að finna hjá þeim. Þessi litla loðnuganga á þeim slóðum var farin að sjást á Papagrunni og Lónsdýpi og því komin upp á grunnin allavega að einhverju leyti. Það varð ekkert vart við aðra göngu eins og vonast var eftir,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Þriðja fiskiskipið, Heimaey VE, sigldi á föstudag til leitar undan Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. Þar voru vonir bundnar við að torfur gætu fundist norður af Húnaflóa, eins og gerðist í fyrra. Siglingarferlar skipanna þriggja í loðnuleitinni. Heimaey VE er núna undan Vestfjörðum, Ásgrímur Halldórsson er kominn til Hafnar í Hornafirði og Polar Ammassak er kominn inn til Norðfjarðar.Hafrannsóknastofnun „Það hefur ekki orðið vart við neina loðnugöngu enn fyrir norðvestan land hjá Heimaey. Veðrið hefur verið að stríða þeim en engu að síður hafa þeir náð að vera við leit. Þeirra yfirferð mun halda áfram suður eftir næstu 2-3 daga sýnist okkur,“ segir Guðmundur. En hvað um framhaldið? Verður reynt meira þennan veturinn? „Við höfum ekki tekið ákvarðanir um framhaldið. Rannsóknaskip okkar eru að fara í togararallið á næstunni kringum landið, Árni á miðvikudaginn og verður vestan til og Bjarni á mánudaginn og verður norðan lands, og verða því að vakta miðin að einhverju leyti með bergmálsmælana á upptöku. Togararnir Gullver og Breki taka einnig þátt og verða fyrir austan og sunnan,“ svarar sviðsstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hér má sjá siglingarferla skipanna. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Tengdar fréttir Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. 21. febrúar 2024 20:40 Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Fiskiskipin Ásgrímur Halldórsson SF og Polar Ammassak GR lögðu úr höfn síðastliðinn fimmtudag og leituðu undan Suðausturlandi. „Skipin tvö fyrir austan komu til hafnar í gær og fyrradag og það var ekkert markvert að finna hjá þeim. Þessi litla loðnuganga á þeim slóðum var farin að sjást á Papagrunni og Lónsdýpi og því komin upp á grunnin allavega að einhverju leyti. Það varð ekkert vart við aðra göngu eins og vonast var eftir,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Þriðja fiskiskipið, Heimaey VE, sigldi á föstudag til leitar undan Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. Þar voru vonir bundnar við að torfur gætu fundist norður af Húnaflóa, eins og gerðist í fyrra. Siglingarferlar skipanna þriggja í loðnuleitinni. Heimaey VE er núna undan Vestfjörðum, Ásgrímur Halldórsson er kominn til Hafnar í Hornafirði og Polar Ammassak er kominn inn til Norðfjarðar.Hafrannsóknastofnun „Það hefur ekki orðið vart við neina loðnugöngu enn fyrir norðvestan land hjá Heimaey. Veðrið hefur verið að stríða þeim en engu að síður hafa þeir náð að vera við leit. Þeirra yfirferð mun halda áfram suður eftir næstu 2-3 daga sýnist okkur,“ segir Guðmundur. En hvað um framhaldið? Verður reynt meira þennan veturinn? „Við höfum ekki tekið ákvarðanir um framhaldið. Rannsóknaskip okkar eru að fara í togararallið á næstunni kringum landið, Árni á miðvikudaginn og verður vestan til og Bjarni á mánudaginn og verður norðan lands, og verða því að vakta miðin að einhverju leyti með bergmálsmælana á upptöku. Togararnir Gullver og Breki taka einnig þátt og verða fyrir austan og sunnan,“ svarar sviðsstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hér má sjá siglingarferla skipanna.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Tengdar fréttir Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. 21. febrúar 2024 20:40 Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. 21. febrúar 2024 20:40
Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31