Tóku 23 milljarða tilboði í morgunsárið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2024 09:31 Róbert Wessman er forstjóri Alvotech. Alvotech gekk í morgun að tilboði frá hópi fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á 10.127.132 almennum hlutabréfum í félaginu að verðmæti um 22,8 milljarðar króna. Tilboðið er jafnvirði 166 milljóna dala miðað við miðgengi Seðlabanka Íslands síðastliðinn fösudag á genginu 2.250 krónur á hlut, 16,41 dalir á hlut. Verð á bréfum í félaginu hækkaði um þrettán prósent eftir fyrstu viðskipti dagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alvotech rétt fyrir opnun markaða í Kauphöllinni í morgun. Þar segir að tilboðsgjafar, sem ekki eru tilgreindir, muni fá afhent áður útgefin hlutabréf sem eru í eigu Alvotech í gegnum dótturfélagið Alvotech Manco ehf. Viðskiptin verða í gegnum Kauphöllina, Nasdaq Iceland. Endanlegt bindandi tilboð barst félaginu í morgun og hefur Alvotech ákveðið að ganga að því. Alvotech hyggst nýta féð í almennan rekstur, til að styrkja framleiðslugetu og við að koma væntanlegum líftæknilyfjahliðstæðum á markað. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna veitti Alvotech leyfi til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira aðfaranótt laugardags. Á síðasta ári var Humira eitt mest selda lyf heims, og nam sala þess í Bandaríkjunum um 1.680 milljörðum króna, samkvæmt ársskýrslu framleiðanda lyfsins fyrir 2023. Kauphöllin íslenska opnar klukkan 9:30 og verður fróðlegt að fylgjast með gengi bréfa í Alvotech í dag. Uppfært klukkan 9:50 Verð á bréfum í Alvotech hækkaði um þrettán prósent fljótlega eftir opnun markaða. Þá höfðu verið gerð viðskipti með bréf í félaginu upp á 24,2 milljarða, þ.e. milljarðana 22,8 og svo 1,4 milljarð króna til viðbótar. Alvotech Kauphöllin Lyf Tengdar fréttir Alvotech fær langþráð grænt ljós í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt Alvotech leyfi til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi (adalimumab-ryvk) sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira. Þetta kemur fram í tilkynningu Alvotech til Kauphallarinnar. 24. febrúar 2024 03:00 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alvotech rétt fyrir opnun markaða í Kauphöllinni í morgun. Þar segir að tilboðsgjafar, sem ekki eru tilgreindir, muni fá afhent áður útgefin hlutabréf sem eru í eigu Alvotech í gegnum dótturfélagið Alvotech Manco ehf. Viðskiptin verða í gegnum Kauphöllina, Nasdaq Iceland. Endanlegt bindandi tilboð barst félaginu í morgun og hefur Alvotech ákveðið að ganga að því. Alvotech hyggst nýta féð í almennan rekstur, til að styrkja framleiðslugetu og við að koma væntanlegum líftæknilyfjahliðstæðum á markað. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna veitti Alvotech leyfi til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira aðfaranótt laugardags. Á síðasta ári var Humira eitt mest selda lyf heims, og nam sala þess í Bandaríkjunum um 1.680 milljörðum króna, samkvæmt ársskýrslu framleiðanda lyfsins fyrir 2023. Kauphöllin íslenska opnar klukkan 9:30 og verður fróðlegt að fylgjast með gengi bréfa í Alvotech í dag. Uppfært klukkan 9:50 Verð á bréfum í Alvotech hækkaði um þrettán prósent fljótlega eftir opnun markaða. Þá höfðu verið gerð viðskipti með bréf í félaginu upp á 24,2 milljarða, þ.e. milljarðana 22,8 og svo 1,4 milljarð króna til viðbótar.
Alvotech Kauphöllin Lyf Tengdar fréttir Alvotech fær langþráð grænt ljós í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt Alvotech leyfi til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi (adalimumab-ryvk) sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira. Þetta kemur fram í tilkynningu Alvotech til Kauphallarinnar. 24. febrúar 2024 03:00 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira
Alvotech fær langþráð grænt ljós í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt Alvotech leyfi til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi (adalimumab-ryvk) sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira. Þetta kemur fram í tilkynningu Alvotech til Kauphallarinnar. 24. febrúar 2024 03:00