„Hann spyr mig strax á æfingu hvernig nóttin var fyrir mig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2024 11:40 Jón Axel Guðmundsson í leiknum á móti Ungverjum í gærkvöldi. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingurinn í íslenska landsliðinu hefur mátt upplifa sérstakan vetur. Hann er að spila sem atvinnumaður á Spáni en á meðan er heimabærinn hans rýmdur og hvert gosið á fætur öðru kemur upp við bæinn. Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu unnu flottan sigur á Ungverjum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í gær. Draumur íslenska liðsins um sæti á Eurobasket 2025 lifir því góðu lífi. Jón Axel skilaði í leiknum 7 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum á rúmum 27 mínútum en hitti ekki vel. Grindvíkingur í húð og hár Þetta er búinn að vera mjög sérstakur vetur fyrir Jón Axel sem spilar sem atvinnumaður með Alicante liðinu á Spáni. Hann er náttúrulega Grindvíkingur í húð og hár og hefur fylgst með úr fjarska þegar fjölskyldan hans þurfti að flýja bæinn. Jón Axel segir þjálfara sinn hafa sýnt honum mikinn skilning á þessum óvissutímum. Aron Guðmundsson ræddi við Jón Axel um Grindavík fyrir leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM 2025. „Það hefur þannig séð verið mjög erfitt út af því að það er búin að vera mikil óvissa. Sérstaklega fyrir fólk sem býr í Grindavík. Fyrir fólk eins og mig sem búa erlendis, þá hef ég minna að missa heldur en aðrir Grindvíkingar af því að ég bý bara í útlöndum,“ sagði Jón Axel Guðmundsson. Fer að ofhugsa einhverja hluti „Það sem gerist meira fyrir mig er að maður fer að ofhugsa einhverja hluti. Sérstaklega þegar maður er klukkutíma á undan og það byrjar að gjósa klukkan ellefu að kvöldi til. Þá á maður að vera kominn í háttinn og æfing kannski 8.30 daginn eftir. Þá er kannski erfið nótt fram undan,“ sagði Jón Axel. „Sem betur fer er þjálfarinn og ég með mjög mikið traust okkar á milli. Ef það kemur eitthvað fyrir á Íslandi þá lesa menn alveg fréttir í heiminum. Hann spyr mig strax á æfingu hvernig nóttin var fyrir mig,“ sagði Jón Axel. Hikar ekki við að gefa mér frí „Hann hikar ekki við að gefa mér frí á æfingu ef að það hefur verið erfið nótt. Þeir hjá Alicante félaginu hafa verið mjög skilningsríkir gagnvart mér varðandi stöðuna á Íslandi. Það hefur hjálpað mikið en auðvitað er þetta andlegt sjokk þegar bærinn fer undir eldgos og maður veit ekki hvað er að fara að gerast næst,“ sagði Jón Axel. Það hefur verið mikil samstaða með Grindvíkingum á Íslandi og þá sérstaklega í kringum körfuboltaliðið sem hefur staðið sig mjög vel þrátt fyrir að þurfa að spila heimaleiki sína í Smáranum. „Það er geggjað að sjá. Þarna er bara á ferðinni körfuboltafjölskyldan á Íslandi sem við höfum talað um undanfarin ár og í gegnum allt. Það var geggjað að sjá það að um leið og þetta gerðist hvað það voru mörg félög á Íslandi sem buðust til að hjálpa yngri flokkum og meistaraflokkum með æfingaaðstöðu og annað,“ sagði Jón Axel. Körfuboltafjölskyldan er stór og mikil heild „Það er geggjað að sjá hversu körfuboltafjölskyldan er stór og mikil heild á Íslandi. Leyfa þessum strákum að komast í eina umhverfið þar sem þú þarf ekki að hugsa um Grindavík. Þegar þú kemur inn á völlinn þá hreinsast allt í huganum og ég held að það sé að halda Grindavík dálítið á floti núna,“ sagði Jón Axel. Það má sjá Jón Axel ræða Grindavík hér fyrir neðan. Klippa: Jón Axel um Grindavík Landslið karla í körfubolta Grindavík Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu unnu flottan sigur á Ungverjum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í gær. Draumur íslenska liðsins um sæti á Eurobasket 2025 lifir því góðu lífi. Jón Axel skilaði í leiknum 7 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum á rúmum 27 mínútum en hitti ekki vel. Grindvíkingur í húð og hár Þetta er búinn að vera mjög sérstakur vetur fyrir Jón Axel sem spilar sem atvinnumaður með Alicante liðinu á Spáni. Hann er náttúrulega Grindvíkingur í húð og hár og hefur fylgst með úr fjarska þegar fjölskyldan hans þurfti að flýja bæinn. Jón Axel segir þjálfara sinn hafa sýnt honum mikinn skilning á þessum óvissutímum. Aron Guðmundsson ræddi við Jón Axel um Grindavík fyrir leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM 2025. „Það hefur þannig séð verið mjög erfitt út af því að það er búin að vera mikil óvissa. Sérstaklega fyrir fólk sem býr í Grindavík. Fyrir fólk eins og mig sem búa erlendis, þá hef ég minna að missa heldur en aðrir Grindvíkingar af því að ég bý bara í útlöndum,“ sagði Jón Axel Guðmundsson. Fer að ofhugsa einhverja hluti „Það sem gerist meira fyrir mig er að maður fer að ofhugsa einhverja hluti. Sérstaklega þegar maður er klukkutíma á undan og það byrjar að gjósa klukkan ellefu að kvöldi til. Þá á maður að vera kominn í háttinn og æfing kannski 8.30 daginn eftir. Þá er kannski erfið nótt fram undan,“ sagði Jón Axel. „Sem betur fer er þjálfarinn og ég með mjög mikið traust okkar á milli. Ef það kemur eitthvað fyrir á Íslandi þá lesa menn alveg fréttir í heiminum. Hann spyr mig strax á æfingu hvernig nóttin var fyrir mig,“ sagði Jón Axel. Hikar ekki við að gefa mér frí „Hann hikar ekki við að gefa mér frí á æfingu ef að það hefur verið erfið nótt. Þeir hjá Alicante félaginu hafa verið mjög skilningsríkir gagnvart mér varðandi stöðuna á Íslandi. Það hefur hjálpað mikið en auðvitað er þetta andlegt sjokk þegar bærinn fer undir eldgos og maður veit ekki hvað er að fara að gerast næst,“ sagði Jón Axel. Það hefur verið mikil samstaða með Grindvíkingum á Íslandi og þá sérstaklega í kringum körfuboltaliðið sem hefur staðið sig mjög vel þrátt fyrir að þurfa að spila heimaleiki sína í Smáranum. „Það er geggjað að sjá. Þarna er bara á ferðinni körfuboltafjölskyldan á Íslandi sem við höfum talað um undanfarin ár og í gegnum allt. Það var geggjað að sjá það að um leið og þetta gerðist hvað það voru mörg félög á Íslandi sem buðust til að hjálpa yngri flokkum og meistaraflokkum með æfingaaðstöðu og annað,“ sagði Jón Axel. Körfuboltafjölskyldan er stór og mikil heild „Það er geggjað að sjá hversu körfuboltafjölskyldan er stór og mikil heild á Íslandi. Leyfa þessum strákum að komast í eina umhverfið þar sem þú þarf ekki að hugsa um Grindavík. Þegar þú kemur inn á völlinn þá hreinsast allt í huganum og ég held að það sé að halda Grindavík dálítið á floti núna,“ sagði Jón Axel. Það má sjá Jón Axel ræða Grindavík hér fyrir neðan. Klippa: Jón Axel um Grindavík
Landslið karla í körfubolta Grindavík Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins