Magnús hættur hjá Símanum Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2024 16:52 Magnús kveður Símann með tárum og þakklæti. síminn Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Símanum hefur óskað eftir að láta af störfum hjá Símanum. Magnús hefur setið í framkvæmdastjórn félagsins frá árinu 2014 auk þess að hafa áður starfað hjá fyrrum dótturfélagi Símans Skjánum á árunum 2004-2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallar. Þar segir jafnframt að Magnús muni starfa hjá félaginu til áramóta og verða félaginu innan handar í framhaldinu, í verkefnum sem snúa að sjónvarpinu – eins og þörf krefur. Undir svið Miðla heyra tæknimál sjónvarpsrekstrar, dagskrárdeild og auglýsingaráðgjöf. Tæknimálin munu nú færast á svið Tækniþróunar sem Logi Karlsson stýrir, en dagskrárdeild og auglýsingaráðgjöf munu færast á skrifstofu forstjóra. Við þessa breytingu fækkar framkvæmdastjórum hjá félaginu úr fimm í fjóra. Með í tilkynningu um að Magnús sé hættur fylgir tilvitnun í Orra Hauksson forstjóra Símans sem segir Magnús hafa verið í forystuhlutverki Símans á sviði íslenskrar miðlunar á undanförnum árum og leitt umbyltingu í rekstri sjónvarps: „Það verður mikil eftirsjá að Magnúsi en sem betur fer höfum við tryggt okkur ráðgjöf hans í nokkrum veigamiklum þróunarverkefnum næstu misseri. Fyrir hönd allra Símastarfsmanna óska ég honum alls hins besta í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur.” Þá er einnig vitnað til orða Magnúsar sjálfs sem segir síðasta áratug hjá Símanum hafa verið krefjandi og skemmtilegan. Miðlun hafi vaxið úr því aðvera lítil hliðarbúgrein yfir í að verða í árslok stærsta tekjustoð Símans. „Ég kveð Símann því með söknuði og þakklæti en einnig tilhlökkun yfir því sem fram undan er.“ Vistaskipti Síminn Fjölmiðlar Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallar. Þar segir jafnframt að Magnús muni starfa hjá félaginu til áramóta og verða félaginu innan handar í framhaldinu, í verkefnum sem snúa að sjónvarpinu – eins og þörf krefur. Undir svið Miðla heyra tæknimál sjónvarpsrekstrar, dagskrárdeild og auglýsingaráðgjöf. Tæknimálin munu nú færast á svið Tækniþróunar sem Logi Karlsson stýrir, en dagskrárdeild og auglýsingaráðgjöf munu færast á skrifstofu forstjóra. Við þessa breytingu fækkar framkvæmdastjórum hjá félaginu úr fimm í fjóra. Með í tilkynningu um að Magnús sé hættur fylgir tilvitnun í Orra Hauksson forstjóra Símans sem segir Magnús hafa verið í forystuhlutverki Símans á sviði íslenskrar miðlunar á undanförnum árum og leitt umbyltingu í rekstri sjónvarps: „Það verður mikil eftirsjá að Magnúsi en sem betur fer höfum við tryggt okkur ráðgjöf hans í nokkrum veigamiklum þróunarverkefnum næstu misseri. Fyrir hönd allra Símastarfsmanna óska ég honum alls hins besta í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur.” Þá er einnig vitnað til orða Magnúsar sjálfs sem segir síðasta áratug hjá Símanum hafa verið krefjandi og skemmtilegan. Miðlun hafi vaxið úr því aðvera lítil hliðarbúgrein yfir í að verða í árslok stærsta tekjustoð Símans. „Ég kveð Símann því með söknuði og þakklæti en einnig tilhlökkun yfir því sem fram undan er.“
Vistaskipti Síminn Fjölmiðlar Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira