Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 19:31 Fréttamaður spreytir sig á sýndarveruleikagleraugum Apple í dag. Skjáskot Nokkur eintök af nýjum sýndarveruleikagleraugum Apple, sem tröllriðið hafa samfélagsmiðlum, eru komin til landsins og verða til sýnis í verslunum Nova. Tæknin sem notuð er til að stjórna gleraugunum er afar framúrstefnuleg, eins og fréttamaður komst að við prófun í dag. Það ætlaði allt um koll að keyra vestanhafs í byrjun mánaðar þegar Vision Pro, sýndarveruleikagleraugu Apple, komu í bandarískar verslanir. Við fjölluðum um fárið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nýliðinni viku og sögðum enn fremur frá því að bið yrði á því að gleraugun kæmu hingað í búðir. Það stendur enn, einhver ár gætu verið í innreið Vision Pro á Evrópumarkað og þau verða þar með ekki til sölu hér á landi í bráð. En fáein sýningareintök eru nú komin til landsins á vegum Nova. Hægara sagt en gert, að sögn Ingvars Óskarssonar, vörustjóra Nova. „Það er náttúrulega alveg biðlisti vestanhafs,“ segir Ingvar Óskarsson. „Það þurfti alveg að hafa mikið fyrir því að verða okkur úti um græjuna, vissulega.“ Ingvar og félagar í Nova hafa prufukeyrt gleraugun síðustu daga og láta vel af. „Það er mjög gaman að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem eru að prófa græjuna í fyrsta sinn. Það er gaman að horfa á hvað fólk verður hissa á því hversu fullkomin þessi græja er í raun og veru,“ segir Ingvar. Skrýtið en tilkomumikið Við sjáum nú til með það! Nú er röðin semsagt komin að fréttmanni að spreyta sig. Prufukeyrsluna má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsta mál á dagskrá er að koma gleraugunum fyrir á höfðinu. Snúra sem liggur úr gleraugunum er tengd við rafhlöðu, sem notendur hafa gjarnan í vasanum. Virkni gleraugnanna felst svo í samspili augngota og handahreyfinga. Notandi horfir á það sem hann vill opna og klípur svo hálfpartinn fingrum út í loftið til að klára athöfnina. Fréttamaður getur vel ímyndað sér að erfitt sé að venjast þessu fyrirkomulagi. Undirrituð náði í það minnsta ekki tökum á því eftir stutta prufukeyrslu í dag. En þetta er ansi tilkomumikið. Gleraugun sendu fréttamann á tunglið, þar sem hann virti fyrir sér jörðina úr órafjarlægð og renndi yfir helstu fréttir á Vísi á sama tíma. Þá verða ljósmyndir sem teknar eru með gleraugunum að þrívíðri upplifun en græjan er þó vissulega nokkuð þung, eins og sérfræðingar vestanhafs hafa lýst síðustu daga. Niðurstaðan, eftir þessa örstuttu prufukeyrslu, er sú að fréttamaður telur kannski ekki brýna þörf á tæki sem þessu í safnið. Einkum í ljósi verðmiða upp á hálfa milljón króna. En almenningi gefst nú kostur á að dæma um þetta sjálfur. Áhugasamir geta komið í verslun Nova í Lágmúla og prófað gleraugun frá og með morgundeginum. Þá verða einnig eintök til sýnis í Nova-verslunum í Kringlunni, Smáralind og á Akureyri frá og með næsta föstudegi. „Þannig getur fólk komið til okkar og skyggnst inn í framtíðina,“ segir Ingvar Óskarsson sölustjóri Nova. Kvöldfrétt Stöðvar 2 um Vision Pro frá því í síðustu viku má svo horfa á hér. Apple Tækni Verslun Nova Tengdar fréttir Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. 15. febrúar 2024 09:01 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Það ætlaði allt um koll að keyra vestanhafs í byrjun mánaðar þegar Vision Pro, sýndarveruleikagleraugu Apple, komu í bandarískar verslanir. Við fjölluðum um fárið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nýliðinni viku og sögðum enn fremur frá því að bið yrði á því að gleraugun kæmu hingað í búðir. Það stendur enn, einhver ár gætu verið í innreið Vision Pro á Evrópumarkað og þau verða þar með ekki til sölu hér á landi í bráð. En fáein sýningareintök eru nú komin til landsins á vegum Nova. Hægara sagt en gert, að sögn Ingvars Óskarssonar, vörustjóra Nova. „Það er náttúrulega alveg biðlisti vestanhafs,“ segir Ingvar Óskarsson. „Það þurfti alveg að hafa mikið fyrir því að verða okkur úti um græjuna, vissulega.“ Ingvar og félagar í Nova hafa prufukeyrt gleraugun síðustu daga og láta vel af. „Það er mjög gaman að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem eru að prófa græjuna í fyrsta sinn. Það er gaman að horfa á hvað fólk verður hissa á því hversu fullkomin þessi græja er í raun og veru,“ segir Ingvar. Skrýtið en tilkomumikið Við sjáum nú til með það! Nú er röðin semsagt komin að fréttmanni að spreyta sig. Prufukeyrsluna má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsta mál á dagskrá er að koma gleraugunum fyrir á höfðinu. Snúra sem liggur úr gleraugunum er tengd við rafhlöðu, sem notendur hafa gjarnan í vasanum. Virkni gleraugnanna felst svo í samspili augngota og handahreyfinga. Notandi horfir á það sem hann vill opna og klípur svo hálfpartinn fingrum út í loftið til að klára athöfnina. Fréttamaður getur vel ímyndað sér að erfitt sé að venjast þessu fyrirkomulagi. Undirrituð náði í það minnsta ekki tökum á því eftir stutta prufukeyrslu í dag. En þetta er ansi tilkomumikið. Gleraugun sendu fréttamann á tunglið, þar sem hann virti fyrir sér jörðina úr órafjarlægð og renndi yfir helstu fréttir á Vísi á sama tíma. Þá verða ljósmyndir sem teknar eru með gleraugunum að þrívíðri upplifun en græjan er þó vissulega nokkuð þung, eins og sérfræðingar vestanhafs hafa lýst síðustu daga. Niðurstaðan, eftir þessa örstuttu prufukeyrslu, er sú að fréttamaður telur kannski ekki brýna þörf á tæki sem þessu í safnið. Einkum í ljósi verðmiða upp á hálfa milljón króna. En almenningi gefst nú kostur á að dæma um þetta sjálfur. Áhugasamir geta komið í verslun Nova í Lágmúla og prófað gleraugun frá og með morgundeginum. Þá verða einnig eintök til sýnis í Nova-verslunum í Kringlunni, Smáralind og á Akureyri frá og með næsta föstudegi. „Þannig getur fólk komið til okkar og skyggnst inn í framtíðina,“ segir Ingvar Óskarsson sölustjóri Nova. Kvöldfrétt Stöðvar 2 um Vision Pro frá því í síðustu viku má svo horfa á hér.
Apple Tækni Verslun Nova Tengdar fréttir Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. 15. febrúar 2024 09:01 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. 15. febrúar 2024 09:01