Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2024 09:01 Bjarni Benediktsson einn umsjónarmanna Tæknivarpsins (t.v.) segir Vision pro-gleraugun afar tæknilega vel heppnuð. Bandaríkjamenn eru byrjaðir að spreyta sig á gleraugunum eftir að þau komu í búðir vestanhafs um mánaðamótin. Vísir/arnar/hjalti Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. Vision Pro-gleraugu Apple komu í verslanir í Bandaríkjunum nú í byrjun mánaðar. Gleraugun, sem sumir vilja reyndar frekar lýsa sem hjálmi, bjóða bæði upp á viðbættan veruleika (e. augmented reality) og sýndarveruleika (e. virtual reality). Og notendur vestanhafs eru byrjaðir að spreyta sig. „Þetta hefur aðallega verið notað í skemmtun, fólk er að horfa á bíómyndir þætti og slíkt, en svo hefur fólk líka verið að nota þetta í vinnu,“ segir Bjarni Benediktsson, einn stjórnenda Tæknivarpsins og sérfræðingur hjá Advania. Gleraugun eru þeim eiginleika búin að hægt er að varpa upp á þau eins mörgum skjám í einu og notandinn vill, sem hentar eflaust mörgum vel við vinnu. Í fréttinni hér fyrir ofan eru svo sýnd dæmi um fleiri notkunarmöguleika. Hægt er að gera heimilisstörfin skemmtilegri, líta á opið hús úr sófanum heima og fá aðstoð við hljóðfæraæfingar. Þetta er fjarri því að vera tæmandi listi. Engir stýripinnar, bara handahreyfingar Þá er vert að nefna að sýndarveruleikagleraugu hafa auðvitað verið á markaðnum um árabil en þau hafa gjarnan verið háð sérstökum stýripinnum sem notandinn heldur á. Það eru Vision Pro ekki „Þú notar bara hendurnar, ekki stýripinna eða lyklaborð eða svoleiðis. Þú getur þó notað lyklaborð og mús með þessu en þá eru hendurnar aðaltólin sem þú notar til að stýra græjunni. Og það er ótrúlega vel heppnað hvernig það er útfært á þessari græju, miðað við aðrar græjur sem komið hafa á undan,“ segir Bjarni. Einmanaleg, þung og dýr En græjan er auðvitað ekki fullkomin. Notendur hafa til dæmis átt erfitt með að venjast myndsímtölum í gleraugunum (dæmi eru sýnd í innslaginu fyrir ofan). Sköpuð er sýndarútgáfa af þeim sem tala, sem fólki hefur þótt ansi hjákátlega útfært. Og fleiri vankantar hafa gert vart við sig „Eitt sem þeir sem hafa fjallað um þetta á miðlum vestanhafs hafa sagt er að þetta er einmanalegt. Það er geggjað að horfa á sjónvarp og kvikmyndir í þessu en þú ert alltaf bara einn eða ein. Þetta er auðvitað þungt líka, held þetta sé hálft kíló, og að vera með hálft kíló á hausnum í langan tíma, það er kannski erfitt að vinna þannig. Og jafnvel líka að horfa á bíó og sjónvarpsþætti. En þetta er klárlega eitthvað sem koma skal,“ segir Bjarni. Þá eru gleraugun auðvitað mjög dýr, ódýrasta útgáfan kostar 3500 dali, sem Bjarni telur að yrði um 700 þúsund krónur í íslenskri verslun. Gleraugnaglámar þurfa auk þess að kaupa sér sérstakar linsur til að geta notað gleraugun og þar með bætast einhverjir tugir þúsunda við upphaflegt verð. Þá þurfa Íslendingar að bíða; Bjarni telur enn nokkur ár í að gleraugun rati hingað í búðir. Apple Tækni Verslun Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Vision Pro-gleraugu Apple komu í verslanir í Bandaríkjunum nú í byrjun mánaðar. Gleraugun, sem sumir vilja reyndar frekar lýsa sem hjálmi, bjóða bæði upp á viðbættan veruleika (e. augmented reality) og sýndarveruleika (e. virtual reality). Og notendur vestanhafs eru byrjaðir að spreyta sig. „Þetta hefur aðallega verið notað í skemmtun, fólk er að horfa á bíómyndir þætti og slíkt, en svo hefur fólk líka verið að nota þetta í vinnu,“ segir Bjarni Benediktsson, einn stjórnenda Tæknivarpsins og sérfræðingur hjá Advania. Gleraugun eru þeim eiginleika búin að hægt er að varpa upp á þau eins mörgum skjám í einu og notandinn vill, sem hentar eflaust mörgum vel við vinnu. Í fréttinni hér fyrir ofan eru svo sýnd dæmi um fleiri notkunarmöguleika. Hægt er að gera heimilisstörfin skemmtilegri, líta á opið hús úr sófanum heima og fá aðstoð við hljóðfæraæfingar. Þetta er fjarri því að vera tæmandi listi. Engir stýripinnar, bara handahreyfingar Þá er vert að nefna að sýndarveruleikagleraugu hafa auðvitað verið á markaðnum um árabil en þau hafa gjarnan verið háð sérstökum stýripinnum sem notandinn heldur á. Það eru Vision Pro ekki „Þú notar bara hendurnar, ekki stýripinna eða lyklaborð eða svoleiðis. Þú getur þó notað lyklaborð og mús með þessu en þá eru hendurnar aðaltólin sem þú notar til að stýra græjunni. Og það er ótrúlega vel heppnað hvernig það er útfært á þessari græju, miðað við aðrar græjur sem komið hafa á undan,“ segir Bjarni. Einmanaleg, þung og dýr En græjan er auðvitað ekki fullkomin. Notendur hafa til dæmis átt erfitt með að venjast myndsímtölum í gleraugunum (dæmi eru sýnd í innslaginu fyrir ofan). Sköpuð er sýndarútgáfa af þeim sem tala, sem fólki hefur þótt ansi hjákátlega útfært. Og fleiri vankantar hafa gert vart við sig „Eitt sem þeir sem hafa fjallað um þetta á miðlum vestanhafs hafa sagt er að þetta er einmanalegt. Það er geggjað að horfa á sjónvarp og kvikmyndir í þessu en þú ert alltaf bara einn eða ein. Þetta er auðvitað þungt líka, held þetta sé hálft kíló, og að vera með hálft kíló á hausnum í langan tíma, það er kannski erfitt að vinna þannig. Og jafnvel líka að horfa á bíó og sjónvarpsþætti. En þetta er klárlega eitthvað sem koma skal,“ segir Bjarni. Þá eru gleraugun auðvitað mjög dýr, ódýrasta útgáfan kostar 3500 dali, sem Bjarni telur að yrði um 700 þúsund krónur í íslenskri verslun. Gleraugnaglámar þurfa auk þess að kaupa sér sérstakar linsur til að geta notað gleraugun og þar með bætast einhverjir tugir þúsunda við upphaflegt verð. Þá þurfa Íslendingar að bíða; Bjarni telur enn nokkur ár í að gleraugun rati hingað í búðir.
Apple Tækni Verslun Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira