Körfubolti

Subway Körfu­bolta­kvöld: Hverjir þrá frí og hverjir verða meistarar?

Smári Jökull Jónsson skrifar
Sævar Sævarsson og Helgi Már Magnússon eru sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds.
Sævar Sævarsson og Helgi Már Magnússon eru sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds. Vísir

Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá í gær og þar fóru þeir Stefán Árni Pálsson, Sævar Sævarsson og Helgi Már Magnússon yfir framhaldið í deildinni og ræddu meðal annars hvaða lið væri líklegast til að verða Íslandsmeistari í vor.

Subway-deildin í körfubolta er æsispennandi og fer að styttast í lok deildakeppninnar. Nokkur lið gera tilkall til Íslandsmeistaratitils í vor og í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gær fóru þeir Stefán Árni, Sævar og Helgi Már yfir stöðuna í deildinni og framhaldið á næstu vikum.

„Hver eru fjögur sterkustu liðin til að verða Íslandsmeistari í vor?“ spurði Stefán Árni og bað þá félaga um að raða upp fjórum bestu liðunum í deildinni eftir því hvaða lið væri líklegast til að verða meistari miðað við gang mála.

„Keflavík númer fjögur,“ byrjaði Keflvíkingurinn Sævar á að segja.

„Byrja þeir,“ heyrðist þá í Helga Má.

Þeir Sævar og Helgi voru sammála um hvaða fjögur lið væru sterkust en röðin á þeim var ekki alveg sú sama.

„Valsmenn þurfa að finna einhverja vinkla“

Þá ræddu þeir einnig um landsleikjapásuna sem framundan er en næst verður leikið í Subway-deildinni þann 7. mars. Það er því ansi langt frí framundan og sum lið eflaust fegin á meðan önnur lið hefðu viljað ná betri takti í sinn leik.

„Augljósu liðin finnst mér vera Tindastóll. Aðeins að núllstilla sig og koma Keyshawn (Woods) aðeins inn í hlutina. Svo er það Valur og Stjarnan. Valsmenn þurfa kannski ekki að endurstilla sig en þeir þurfa að finna einhverja vinkla á því sem þeir eru að gera núna sem geta virkað betur í fjarveru Josh (Jefferson) og þegar Justas (Tamulis) kemur inn í það hlutverk aðeins meira.“

Alla umræðu þeirra Stefáns Árna, Sævars og Helga Más má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en þá ræddu þeir áhrif landsleikjahlésins. 

Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Hverjir þrá frí og hverjir vinna?Fleiri fréttir

Sjá meira


×