Viðskipti innlent

Bláa lónið opnar á morgun

Jón Þór Stefánsson skrifar
Bláa lónið hefur verið lokað vegna jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesskaga.
Bláa lónið hefur verið lokað vegna jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm

Bláa lónið opnar aftur á morgun. Opnunin mun ná til allra rekstrareininga lónsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lónsins.

„Það gleður okkur að tilkynna að við munum opna allar starfsstöðvar okkar að nýju þann 16. febrúar. Opnunin nær til allra rekstrareininga, þ.m.t. Bláa Lónsins, Blue Café, veitingastaðanna Lava og Moss, hótelanna Retreat og Silica, Retreat Spa og verslunarinnar á svæðinu,“ segir í tilkynningunni. 

Þar er tekið fram að ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við yfirvöld 

„Sem fyrr fylgjum við fyrirmælum þeirra í hvívetna.“

Bent er á að vegna hraunflæðis urðu skemmdir á veginum sem liggur að Bláa Lóninu og vegna þessa þurfi gestir að keyra aðra leið til að komast í lónið. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×