Bara tala hlaut Menntasprotann 2024 Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2024 14:22 Herve Debono, Hilmar Þór Birgisson, Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA, Jón Gunnar Þórðarson, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands, Guðmundur Auðunsson og Sigrún Halldórsdóttir, formaður dómnefndar. Birgir Ísleifur Gunnarsson Bara tala hlaut í dag Menntasprotann árið 2024 en Menntadagur atvinnulífsins var haldinn í ellefta sinn í morgun. Þá var Elko valið Menntafyrirtæki ársins. Í tilkynningu kemur fram að Bara tala sé íslenskur menntasproti sem hafi hafið starfsemi sína árið 2023. „Bara tala nýtir sér gervigreind og íslenska máltækni til að veita fyrirtækjum og stofnunum stafrænt og gagnvirkt íslenskunám fyrir erlent starfsfólk sitt. Boðið er upp á grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði, en einnig er boðið upp á starfstengt íslenskunám sem er þróað í góðu samstarfi við fyrirtækin og er þannig sérsniðið að atvinnulífinu. Með Bara tala gefst fyrirtækjum tækifæri til að þjálfa starfsfólkið sitt í íslensku með áherslu á orðaforða og setningar sem notast er við á vinnustöðum. Hjá Bara tala er áhersla lögð á hljóð, myndefni og talmál og eykur þar með orðaforða, hlustunarfærni og þjálfar aðfluttra í að tala íslensku. Fyrirtækið var stofnað í júní 2023 og á ótrúlega skömmum tíma hefur fjöldi atvinnurekenda innleitt Bara tala fyrir erlenda starfsfólkið sitt. Þróunarteymi Bara tala hefur áður unnið til fjölda verðlauna á sviði menntatækni á alþjóðlegum vettvangi, má þá helst nefna Bett verðlaunin 2022 og 2023 fyrir bestu alþjóðlegu menntatækni lausnina,“ segir tilkynningunni. Tákn um hugrekki Í rökstuðningi dómnefndar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands las upp kom meðal annars fram að í dag hafi fjöldi atvinnurekanda innleitt Bara tala fyrir erlent starfsfólk sitt. „Á innan við einu ári hefur Bara tala gjörbylt íslenskukennslu fyrir erlent starfsfólk og ljóst er að þessi lausn er komin til að vera,“ sagði Guðni. Haft er eftir Jóni Gunnari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Bara tala, að félagið vonist til þess að Íslendingar, eða þeir sem að tali tungumálið nú þegar, verði betri í því að bara hlusta á meðan að þau sem eru að ná tökum á tungumálinu fá svigrúm til að bara tala. „Íslenska með hreim er nefnilega tákn um hugrekki,“ segir Jón Gunnar. „Í júní á síðasta ári kallaði forsætisráðherra eftir því að atvinnurekendur sýndu meiri ábyrgð og kæmu inn í það að bjóða upp á íslenskukennslu. Það tók ekki langan tíma fyrir atvinnurekendur að svara kallinu því í ágúst síðastliðinn kom Bara tala á markað og í dag hafa yfir 30 fyrirtæki og 7 sveitarfélög innleitt lausnina okkar fyrir erlenda starfsfólkið sitt. Stundum er gott að staldra við og fagna því sem vel er gert og ég vil sérstaklega þakka atvinnulífinu fyrir að taka lausninni okkar svona vel og samstarfsaðilum okkar í Akademías,“ segir Jón Gunnar Þórðarson. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Sjá má upptöku frá Menntadeginum í spilaranum að neðan. Menntadagur atvinnulífsins - Færniþörf á vinnumarkaði from Samtök atvinnulífsins on Vimeo. Skóla - og menntamál Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Bara tala sé íslenskur menntasproti sem hafi hafið starfsemi sína árið 2023. „Bara tala nýtir sér gervigreind og íslenska máltækni til að veita fyrirtækjum og stofnunum stafrænt og gagnvirkt íslenskunám fyrir erlent starfsfólk sitt. Boðið er upp á grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði, en einnig er boðið upp á starfstengt íslenskunám sem er þróað í góðu samstarfi við fyrirtækin og er þannig sérsniðið að atvinnulífinu. Með Bara tala gefst fyrirtækjum tækifæri til að þjálfa starfsfólkið sitt í íslensku með áherslu á orðaforða og setningar sem notast er við á vinnustöðum. Hjá Bara tala er áhersla lögð á hljóð, myndefni og talmál og eykur þar með orðaforða, hlustunarfærni og þjálfar aðfluttra í að tala íslensku. Fyrirtækið var stofnað í júní 2023 og á ótrúlega skömmum tíma hefur fjöldi atvinnurekenda innleitt Bara tala fyrir erlenda starfsfólkið sitt. Þróunarteymi Bara tala hefur áður unnið til fjölda verðlauna á sviði menntatækni á alþjóðlegum vettvangi, má þá helst nefna Bett verðlaunin 2022 og 2023 fyrir bestu alþjóðlegu menntatækni lausnina,“ segir tilkynningunni. Tákn um hugrekki Í rökstuðningi dómnefndar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands las upp kom meðal annars fram að í dag hafi fjöldi atvinnurekanda innleitt Bara tala fyrir erlent starfsfólk sitt. „Á innan við einu ári hefur Bara tala gjörbylt íslenskukennslu fyrir erlent starfsfólk og ljóst er að þessi lausn er komin til að vera,“ sagði Guðni. Haft er eftir Jóni Gunnari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Bara tala, að félagið vonist til þess að Íslendingar, eða þeir sem að tali tungumálið nú þegar, verði betri í því að bara hlusta á meðan að þau sem eru að ná tökum á tungumálinu fá svigrúm til að bara tala. „Íslenska með hreim er nefnilega tákn um hugrekki,“ segir Jón Gunnar. „Í júní á síðasta ári kallaði forsætisráðherra eftir því að atvinnurekendur sýndu meiri ábyrgð og kæmu inn í það að bjóða upp á íslenskukennslu. Það tók ekki langan tíma fyrir atvinnurekendur að svara kallinu því í ágúst síðastliðinn kom Bara tala á markað og í dag hafa yfir 30 fyrirtæki og 7 sveitarfélög innleitt lausnina okkar fyrir erlenda starfsfólkið sitt. Stundum er gott að staldra við og fagna því sem vel er gert og ég vil sérstaklega þakka atvinnulífinu fyrir að taka lausninni okkar svona vel og samstarfsaðilum okkar í Akademías,“ segir Jón Gunnar Þórðarson. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Sjá má upptöku frá Menntadeginum í spilaranum að neðan. Menntadagur atvinnulífsins - Færniþörf á vinnumarkaði from Samtök atvinnulífsins on Vimeo.
Skóla - og menntamál Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent