Starfsskilyrði versna og skýr merki um samdrátt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 11:47 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. Vísir/Vilhelm Gjaldþrotum starfandi fyrirtækja fjölgaði verulega á milli ára og í byggingariðnaði voru þau þrefalt fleiri í fyrra en árið á undan. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir starfsskilyrði í greininni hafa versnað mikið og skýr merki um samdrátt í íbúðauppbyggingu. Í fyrra voru 406 fyrirtæki sem höfðu verið með starfsemi á árinu tekin til gjaldþrotaskipta samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Þau voru 153 árið áður og fjölgunin nemur því 165 prósentum. Í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð voru gjaldþrotin eitt hundrað og fimmtíu, eða þrefalt fleiri en á fyrra ári. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir tölurnar ekki koma á óvart. „Vegna þess að starfsskilyrðin hafa breyst mjög mikið til hins verra. Þegar kemur að íbúðauppbyggingu hefur sölutími eigna lengst og á sama tíma hafa vextir hækkað þannig að fjármagnskostnaður er orðinn býsna íþyngjandi. Það kemur ofan í skyndilegar skattahækkanir á greinina um mitt síðasta ár þegar endurgreiðsla vegna virðisaukaskatts lækkaði úr sextíu prósentum og niður í þrjátíu og fimm,“ segir Sigurður. Slegist um hverja lóð Gjaldþrotin höfðu áhrif á mun fleiri launamenn í fyrra en árið áður en Sigurður gerir ráð fyrir að þau séu helst meðal minni fyrirtækja. Hann segir áfram mikla eftirspurn hvað varðar uppbyggingu sem annars vegar tengist hótelum og atvinnustarfsemi og hins vegar hjá hinu opinbera. Skýr merki séu hins vegar um samdrátt í íbúðauppbyggingu. „Til viðbótar við háan fjármagnskostnað hefur lóðaframboð verið lítið. Það er slegist um hverja einustu lóð sem losnar og verðið hefur farið hækkandi þannig allt vinnur þetta saman að verri skilyrðum,“ segir Sigurður. „Og höfum þess vegna talað mjög mikið fyrir því að sveitarfélög auki við sitt lóðaframboð og hagi skipulagi þannig að það flýti fyrir uppbyggingu og eins að ríkið hugsi sinn gang varðandi skattamálin og taki til baka þessa skattahækkun sem við sáum í fyrra.“ Byggingariðnaður Gjaldþrot Efnahagsmál Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Í fyrra voru 406 fyrirtæki sem höfðu verið með starfsemi á árinu tekin til gjaldþrotaskipta samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Þau voru 153 árið áður og fjölgunin nemur því 165 prósentum. Í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð voru gjaldþrotin eitt hundrað og fimmtíu, eða þrefalt fleiri en á fyrra ári. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir tölurnar ekki koma á óvart. „Vegna þess að starfsskilyrðin hafa breyst mjög mikið til hins verra. Þegar kemur að íbúðauppbyggingu hefur sölutími eigna lengst og á sama tíma hafa vextir hækkað þannig að fjármagnskostnaður er orðinn býsna íþyngjandi. Það kemur ofan í skyndilegar skattahækkanir á greinina um mitt síðasta ár þegar endurgreiðsla vegna virðisaukaskatts lækkaði úr sextíu prósentum og niður í þrjátíu og fimm,“ segir Sigurður. Slegist um hverja lóð Gjaldþrotin höfðu áhrif á mun fleiri launamenn í fyrra en árið áður en Sigurður gerir ráð fyrir að þau séu helst meðal minni fyrirtækja. Hann segir áfram mikla eftirspurn hvað varðar uppbyggingu sem annars vegar tengist hótelum og atvinnustarfsemi og hins vegar hjá hinu opinbera. Skýr merki séu hins vegar um samdrátt í íbúðauppbyggingu. „Til viðbótar við háan fjármagnskostnað hefur lóðaframboð verið lítið. Það er slegist um hverja einustu lóð sem losnar og verðið hefur farið hækkandi þannig allt vinnur þetta saman að verri skilyrðum,“ segir Sigurður. „Og höfum þess vegna talað mjög mikið fyrir því að sveitarfélög auki við sitt lóðaframboð og hagi skipulagi þannig að það flýti fyrir uppbyggingu og eins að ríkið hugsi sinn gang varðandi skattamálin og taki til baka þessa skattahækkun sem við sáum í fyrra.“
Byggingariðnaður Gjaldþrot Efnahagsmál Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira