Viðskipti innlent

Sex hlutu Stjórnunar­verð­laun Stjórn­vísi 2024

Atli Ísleifsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson forseti ásamt verðlaunahöfum.
Guðni Th. Jóhannesson forseti ásamt verðlaunahöfum. Aðsend

Sex einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2024 sem veitt voru veitt í gær við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. 

Í tilkynningu segir að verðlaunin hafi verið veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt hafi verið sérstök hvatningarverðlaun. Þetta er í fimmtánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.

„Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2024 eru eftirtaldir: Í flokki yfirstjórnenda Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, í flokki millistjórnenda þau Gerður Pétursdóttir fræðslustjóri Isavia og Sigurður Böðvarsson framkvæmdastjóri lækninga og sjúkrasviðs hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og í flokki frumkvöðla stofnendur Oculis þeir Einar Stefánsson prófessor í augnlækningum og Þorsteinn Loftsson prófessor í lyfjafræði. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun, þau hlaut Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms og erlends samstarfs hjá Mímir símenntun.

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og örva umræðu um faglega stjórnun,“ segir í tilkynningunni.

Í dómnefnd sátu

  • Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar
  • Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár
  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs
  • Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona
  • Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justical
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×