Óvissa um lykilmann Vals: „Þetta lítur rosalega illa út“ Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2024 13:31 Joshua Jefferson var studdur af velli í leiknum við Hauka í gærkvöld. Stöð 2 Sport Óvissa ríkir um Joshua Jefferson, Bandaríkjamanninn í körfuboltaliði Vals, sem meiddist í hné í sigrinum gegn Haukum í gær. Ljóst er að um mikið áfall væri að ræða fyrir Val ef meiðslin reynast alvarleg. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsara, segir í samtali við Vísi að beðið sé eftir myndatöku til að skera úr um alvarleika meiðslanna. „Hann kom vel út úr öllum líkamlegum prófum í gær en það er ekkert hægt að segja til um þetta fyrr en eftir myndatöku,“ segir Finnur. Aðeins sé ljóst að Jefferson missi af leiknum við Hött næsta fimmtudag en eftir það tekur við hlé vegna landsleikja til 7. mars. Augnablikið þegar Jefferson meiddist má sjá í klippunni hér að neðan en meiðsli hans voru til umræðu í Tilþrifunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Klippa: Tilþrifin - Meiðsli Jefferson alvarleg fyrir Val Þurfa Jefferson til að blómstra gegn þeim bestu „Þetta lítur rosalega illa út. Þetta er risavaxið fyrir Valsliðið, ef hann er að detta út úr þessari baráttu núna,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson í Subway-tilþrifunum í gærkvöld og bætti við: „Hann er ótrúlega mikilvægt púsl í því hvernig Valsliðið spilar. Hann er akkúrat rétti Bandaríkjamaðurinn inn í þetta Valslið. Hann setur upp þrjátíu stig en þú tekur ekki eftir því. Hann er samt að leyfa mönnum eins og Taiwo Badmus, Kristni Pálssyni og Kristófer Acox að njóta sín, og er eiginlega ekki að taka neitt frá þeim. Þessir þrír þurfa Joshua Jefferson til að geta blómstrað á móti bestu liðum deildarinnar, og þegar þeir eru komnir út í úrslitakeppnina gegn skipulögðum varnarleik.“ Magnús Þór Gunnarsson tók undir þetta: „Sérstaklega Acox. Hann þarf góðan bakvörð sem getur gefið boltann.“ Ólíklegt að Kári taki mikinn þátt Ef Valsarar, sem eru á toppi Subway-deildarinnar, þurfa að spjara sig án Jefferson eykst þörfin fyrir að Kári Jónsson snúi aftur til leiks í úrslitakeppninni. Hann gekkst undir aðgerð á fæti í desember. „Kári er bara í sínu endurhæfingarferli og er kominn frekar stutt á veg með það. Hann er ekkert væntanlegur á gólfið á næstunni,“ segir Finnur, en er mögulegt að Kári verði með í úrslitakeppninni? „Ég held að það sé ólíklegt og ef það verður þá verður það í einhverri mýflugumynd. Þetta verður bara að koma í ljós og við förum varlega með hann.“ Subway-deild karla Valur Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsara, segir í samtali við Vísi að beðið sé eftir myndatöku til að skera úr um alvarleika meiðslanna. „Hann kom vel út úr öllum líkamlegum prófum í gær en það er ekkert hægt að segja til um þetta fyrr en eftir myndatöku,“ segir Finnur. Aðeins sé ljóst að Jefferson missi af leiknum við Hött næsta fimmtudag en eftir það tekur við hlé vegna landsleikja til 7. mars. Augnablikið þegar Jefferson meiddist má sjá í klippunni hér að neðan en meiðsli hans voru til umræðu í Tilþrifunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Klippa: Tilþrifin - Meiðsli Jefferson alvarleg fyrir Val Þurfa Jefferson til að blómstra gegn þeim bestu „Þetta lítur rosalega illa út. Þetta er risavaxið fyrir Valsliðið, ef hann er að detta út úr þessari baráttu núna,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson í Subway-tilþrifunum í gærkvöld og bætti við: „Hann er ótrúlega mikilvægt púsl í því hvernig Valsliðið spilar. Hann er akkúrat rétti Bandaríkjamaðurinn inn í þetta Valslið. Hann setur upp þrjátíu stig en þú tekur ekki eftir því. Hann er samt að leyfa mönnum eins og Taiwo Badmus, Kristni Pálssyni og Kristófer Acox að njóta sín, og er eiginlega ekki að taka neitt frá þeim. Þessir þrír þurfa Joshua Jefferson til að geta blómstrað á móti bestu liðum deildarinnar, og þegar þeir eru komnir út í úrslitakeppnina gegn skipulögðum varnarleik.“ Magnús Þór Gunnarsson tók undir þetta: „Sérstaklega Acox. Hann þarf góðan bakvörð sem getur gefið boltann.“ Ólíklegt að Kári taki mikinn þátt Ef Valsarar, sem eru á toppi Subway-deildarinnar, þurfa að spjara sig án Jefferson eykst þörfin fyrir að Kári Jónsson snúi aftur til leiks í úrslitakeppninni. Hann gekkst undir aðgerð á fæti í desember. „Kári er bara í sínu endurhæfingarferli og er kominn frekar stutt á veg með það. Hann er ekkert væntanlegur á gólfið á næstunni,“ segir Finnur, en er mögulegt að Kári verði með í úrslitakeppninni? „Ég held að það sé ólíklegt og ef það verður þá verður það í einhverri mýflugumynd. Þetta verður bara að koma í ljós og við förum varlega með hann.“
Subway-deild karla Valur Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum