Rapyd og Ríkiskaup Björn B Björnsson skrifar 8. febrúar 2024 11:30 Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslendi vegna ummæla forstjóra og aðaleiganda þess um að fyrirtækið styðji hernað Ísraelshers á Gasa og að mannfallið þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. Auk þessa stundar Rapyd viðskipti í landránsbyggðum Ísraels á Vesturbakkanum, sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stuðningur Rapyd við manndrápin á Gasa hefur komið illa við flesta Íslendinga og leitt til þess að fjöldi fólks vill ekki skipta við þetta fyrirtæki. Eigendur og stjórnendur margra fyrirtækja vilja heldur ekki tengja sín fyrirtæki við Rapyd og hafa því skipt um færsluhirði. Hægt er að fylgjast með þessum hræringum á síðunni hirdir.is. Ríkiskaup eru með samning við Rapyd fyrir hönd opinberra aðila og stofnana ríkisins. Sá samningur rennur út síðar í þessum mánuði og það er einlæg ósk margra Íslendinga að hann verði ekki endurnýjaður. Rökin fyrir því eru einkum þrenns konar: Í fyrsta lagi er fjöldi Íslendinga sem getur ekki hugsað sér að þurfa að skipta við Rapyd í hvert sinn sem þarf að greiða fyrir vörur eða þjónustu hins opinbera á Íslandi. Þessar tilfinningar fólks eru einlægar og sjálfsagt að tekið sé tillit til þeirra. Sambærilegt væri ef Ríkiskaup semdu við rússneskt fyrirtæki sem styddi stríð Rússa í Úkraínu og manndráp á saklausu fólki þar. Eða fyrirtæki sem styddi hryðjuverk Hamas í Ísrael. Við viljum einfaldlega ekki skipta við fyrirtæki sem styðja dráp á saklausu fólki. Síst af öllu í gegnum fjárhagsleg samskipti okkar við opinberar stofnanir á Íslandi. Í öðru lagi býr á Íslandi hópur fólks frá Palestínu sem hefur fengið landvist hér. Þetta fólk er núna hluti af samfélagi okkar og á allt ættingja og vini sem þjást vegna stríðsins. Ríkiskaup þurfa líka að taka tillit til þessara þegna landsins og það er ekki gert með því að neyða þau til að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styður dráp á fjölskyldum þeirra og vinum. Í þriðja lagi samrýmist endurnýjun á samningi við Rapyd ekki stefnu og markmiðum Ríkiskaupa. Stefna Ríkiskaupa er að stuðla að jávæðum áhrifum á samfélagið og umhverfi." Samningur við Rapyd á þessum tímapunkti mun hafa mjög neikvæð áhrif á samfélagið og gera mjög fjarlæga þá framtíðarsýn að „Ríkiskaup séu eftirsótt og viðurkennd sem fyrsta flokks þjónustustofnun á sviði opinberra innkaupa." Meginmarkmið Ríkiskaupa er að„Veita framúrskarandi þjónustu á sviði opinberra innkaupa" en því markmiði verður ekki náð með samningi við fyrirtæki sem stór hluti þjóðarinnar vill ekki skipta við. Mörg hafa tekið þann kost að ganga með reiðufé til að geta borgað þannig ef posarnir eru merktir Rapyd eða biðja um að fá reikning í heimabanka. Samningur við Rapyd mun því ekki geta gegnt hlutverki sínu, því margir vilja ekki með nokkru móti skipta við þetta fyrirtæki. „Við gætum réttsýni við úrlausn mála“ segir í siðareglum starfsfólks Ríkiskaupa. Nú þarf að standa við þau orð. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Rekstur hins opinbera Björn B. Björnsson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslendi vegna ummæla forstjóra og aðaleiganda þess um að fyrirtækið styðji hernað Ísraelshers á Gasa og að mannfallið þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. Auk þessa stundar Rapyd viðskipti í landránsbyggðum Ísraels á Vesturbakkanum, sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stuðningur Rapyd við manndrápin á Gasa hefur komið illa við flesta Íslendinga og leitt til þess að fjöldi fólks vill ekki skipta við þetta fyrirtæki. Eigendur og stjórnendur margra fyrirtækja vilja heldur ekki tengja sín fyrirtæki við Rapyd og hafa því skipt um færsluhirði. Hægt er að fylgjast með þessum hræringum á síðunni hirdir.is. Ríkiskaup eru með samning við Rapyd fyrir hönd opinberra aðila og stofnana ríkisins. Sá samningur rennur út síðar í þessum mánuði og það er einlæg ósk margra Íslendinga að hann verði ekki endurnýjaður. Rökin fyrir því eru einkum þrenns konar: Í fyrsta lagi er fjöldi Íslendinga sem getur ekki hugsað sér að þurfa að skipta við Rapyd í hvert sinn sem þarf að greiða fyrir vörur eða þjónustu hins opinbera á Íslandi. Þessar tilfinningar fólks eru einlægar og sjálfsagt að tekið sé tillit til þeirra. Sambærilegt væri ef Ríkiskaup semdu við rússneskt fyrirtæki sem styddi stríð Rússa í Úkraínu og manndráp á saklausu fólki þar. Eða fyrirtæki sem styddi hryðjuverk Hamas í Ísrael. Við viljum einfaldlega ekki skipta við fyrirtæki sem styðja dráp á saklausu fólki. Síst af öllu í gegnum fjárhagsleg samskipti okkar við opinberar stofnanir á Íslandi. Í öðru lagi býr á Íslandi hópur fólks frá Palestínu sem hefur fengið landvist hér. Þetta fólk er núna hluti af samfélagi okkar og á allt ættingja og vini sem þjást vegna stríðsins. Ríkiskaup þurfa líka að taka tillit til þessara þegna landsins og það er ekki gert með því að neyða þau til að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styður dráp á fjölskyldum þeirra og vinum. Í þriðja lagi samrýmist endurnýjun á samningi við Rapyd ekki stefnu og markmiðum Ríkiskaupa. Stefna Ríkiskaupa er að stuðla að jávæðum áhrifum á samfélagið og umhverfi." Samningur við Rapyd á þessum tímapunkti mun hafa mjög neikvæð áhrif á samfélagið og gera mjög fjarlæga þá framtíðarsýn að „Ríkiskaup séu eftirsótt og viðurkennd sem fyrsta flokks þjónustustofnun á sviði opinberra innkaupa." Meginmarkmið Ríkiskaupa er að„Veita framúrskarandi þjónustu á sviði opinberra innkaupa" en því markmiði verður ekki náð með samningi við fyrirtæki sem stór hluti þjóðarinnar vill ekki skipta við. Mörg hafa tekið þann kost að ganga með reiðufé til að geta borgað þannig ef posarnir eru merktir Rapyd eða biðja um að fá reikning í heimabanka. Samningur við Rapyd mun því ekki geta gegnt hlutverki sínu, því margir vilja ekki með nokkru móti skipta við þetta fyrirtæki. „Við gætum réttsýni við úrlausn mála“ segir í siðareglum starfsfólks Ríkiskaupa. Nú þarf að standa við þau orð. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar