Rapyd og Ríkiskaup Björn B Björnsson skrifar 8. febrúar 2024 11:30 Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslendi vegna ummæla forstjóra og aðaleiganda þess um að fyrirtækið styðji hernað Ísraelshers á Gasa og að mannfallið þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. Auk þessa stundar Rapyd viðskipti í landránsbyggðum Ísraels á Vesturbakkanum, sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stuðningur Rapyd við manndrápin á Gasa hefur komið illa við flesta Íslendinga og leitt til þess að fjöldi fólks vill ekki skipta við þetta fyrirtæki. Eigendur og stjórnendur margra fyrirtækja vilja heldur ekki tengja sín fyrirtæki við Rapyd og hafa því skipt um færsluhirði. Hægt er að fylgjast með þessum hræringum á síðunni hirdir.is. Ríkiskaup eru með samning við Rapyd fyrir hönd opinberra aðila og stofnana ríkisins. Sá samningur rennur út síðar í þessum mánuði og það er einlæg ósk margra Íslendinga að hann verði ekki endurnýjaður. Rökin fyrir því eru einkum þrenns konar: Í fyrsta lagi er fjöldi Íslendinga sem getur ekki hugsað sér að þurfa að skipta við Rapyd í hvert sinn sem þarf að greiða fyrir vörur eða þjónustu hins opinbera á Íslandi. Þessar tilfinningar fólks eru einlægar og sjálfsagt að tekið sé tillit til þeirra. Sambærilegt væri ef Ríkiskaup semdu við rússneskt fyrirtæki sem styddi stríð Rússa í Úkraínu og manndráp á saklausu fólki þar. Eða fyrirtæki sem styddi hryðjuverk Hamas í Ísrael. Við viljum einfaldlega ekki skipta við fyrirtæki sem styðja dráp á saklausu fólki. Síst af öllu í gegnum fjárhagsleg samskipti okkar við opinberar stofnanir á Íslandi. Í öðru lagi býr á Íslandi hópur fólks frá Palestínu sem hefur fengið landvist hér. Þetta fólk er núna hluti af samfélagi okkar og á allt ættingja og vini sem þjást vegna stríðsins. Ríkiskaup þurfa líka að taka tillit til þessara þegna landsins og það er ekki gert með því að neyða þau til að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styður dráp á fjölskyldum þeirra og vinum. Í þriðja lagi samrýmist endurnýjun á samningi við Rapyd ekki stefnu og markmiðum Ríkiskaupa. Stefna Ríkiskaupa er að stuðla að jávæðum áhrifum á samfélagið og umhverfi." Samningur við Rapyd á þessum tímapunkti mun hafa mjög neikvæð áhrif á samfélagið og gera mjög fjarlæga þá framtíðarsýn að „Ríkiskaup séu eftirsótt og viðurkennd sem fyrsta flokks þjónustustofnun á sviði opinberra innkaupa." Meginmarkmið Ríkiskaupa er að„Veita framúrskarandi þjónustu á sviði opinberra innkaupa" en því markmiði verður ekki náð með samningi við fyrirtæki sem stór hluti þjóðarinnar vill ekki skipta við. Mörg hafa tekið þann kost að ganga með reiðufé til að geta borgað þannig ef posarnir eru merktir Rapyd eða biðja um að fá reikning í heimabanka. Samningur við Rapyd mun því ekki geta gegnt hlutverki sínu, því margir vilja ekki með nokkru móti skipta við þetta fyrirtæki. „Við gætum réttsýni við úrlausn mála“ segir í siðareglum starfsfólks Ríkiskaupa. Nú þarf að standa við þau orð. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Rekstur hins opinbera Björn B. Björnsson Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslendi vegna ummæla forstjóra og aðaleiganda þess um að fyrirtækið styðji hernað Ísraelshers á Gasa og að mannfallið þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. Auk þessa stundar Rapyd viðskipti í landránsbyggðum Ísraels á Vesturbakkanum, sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stuðningur Rapyd við manndrápin á Gasa hefur komið illa við flesta Íslendinga og leitt til þess að fjöldi fólks vill ekki skipta við þetta fyrirtæki. Eigendur og stjórnendur margra fyrirtækja vilja heldur ekki tengja sín fyrirtæki við Rapyd og hafa því skipt um færsluhirði. Hægt er að fylgjast með þessum hræringum á síðunni hirdir.is. Ríkiskaup eru með samning við Rapyd fyrir hönd opinberra aðila og stofnana ríkisins. Sá samningur rennur út síðar í þessum mánuði og það er einlæg ósk margra Íslendinga að hann verði ekki endurnýjaður. Rökin fyrir því eru einkum þrenns konar: Í fyrsta lagi er fjöldi Íslendinga sem getur ekki hugsað sér að þurfa að skipta við Rapyd í hvert sinn sem þarf að greiða fyrir vörur eða þjónustu hins opinbera á Íslandi. Þessar tilfinningar fólks eru einlægar og sjálfsagt að tekið sé tillit til þeirra. Sambærilegt væri ef Ríkiskaup semdu við rússneskt fyrirtæki sem styddi stríð Rússa í Úkraínu og manndráp á saklausu fólki þar. Eða fyrirtæki sem styddi hryðjuverk Hamas í Ísrael. Við viljum einfaldlega ekki skipta við fyrirtæki sem styðja dráp á saklausu fólki. Síst af öllu í gegnum fjárhagsleg samskipti okkar við opinberar stofnanir á Íslandi. Í öðru lagi býr á Íslandi hópur fólks frá Palestínu sem hefur fengið landvist hér. Þetta fólk er núna hluti af samfélagi okkar og á allt ættingja og vini sem þjást vegna stríðsins. Ríkiskaup þurfa líka að taka tillit til þessara þegna landsins og það er ekki gert með því að neyða þau til að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styður dráp á fjölskyldum þeirra og vinum. Í þriðja lagi samrýmist endurnýjun á samningi við Rapyd ekki stefnu og markmiðum Ríkiskaupa. Stefna Ríkiskaupa er að stuðla að jávæðum áhrifum á samfélagið og umhverfi." Samningur við Rapyd á þessum tímapunkti mun hafa mjög neikvæð áhrif á samfélagið og gera mjög fjarlæga þá framtíðarsýn að „Ríkiskaup séu eftirsótt og viðurkennd sem fyrsta flokks þjónustustofnun á sviði opinberra innkaupa." Meginmarkmið Ríkiskaupa er að„Veita framúrskarandi þjónustu á sviði opinberra innkaupa" en því markmiði verður ekki náð með samningi við fyrirtæki sem stór hluti þjóðarinnar vill ekki skipta við. Mörg hafa tekið þann kost að ganga með reiðufé til að geta borgað þannig ef posarnir eru merktir Rapyd eða biðja um að fá reikning í heimabanka. Samningur við Rapyd mun því ekki geta gegnt hlutverki sínu, því margir vilja ekki með nokkru móti skipta við þetta fyrirtæki. „Við gætum réttsýni við úrlausn mála“ segir í siðareglum starfsfólks Ríkiskaupa. Nú þarf að standa við þau orð. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun