Hversu lengi ætla stúdentar að sitja í traffík? Berglind Bjarnadóttir skrifar 7. febrúar 2024 10:31 Hver kannast ekki við það að geta reitt sig alfarið á almenningssamgöngur í útlöndum? Er það ekki bara frekar huggulegt? Hvort sem það felst í því að taka lest, sporvagn, strætó eða leigja hjól. Í einhverjum tilfellum geta almenningssamgöngur kostað aðeins meira stúss, meiri tíma og meira umstang heldur en að ferðast með einkabíl sem bíður tilbúinn eftir manni þegar hentar. Mögulega er það ástæðan fyrir því að mesta áherslan hér á landi hefur lengi verið á einkabílinn og mörg virðast líta á almenningssamgöngur sem einhvers konar ómögulegan valkost. En er þessi séríslenska krafa um að hver einstaklingur geti setið einn í sínum bíl raunhæf? Og er réttlætanlegt að öll neyðist til þess að fjárfesta í bíl til þess að komast á milli staða? Mikil umferð hefur verið að myndast í grennd við háskólasvæðið og það er ekki von á að hún minnki í bráð enda mikil uppbygging í Vatnsmýrinni og við Landspítalann. Auk þess er allt Menntavísindasvið að flytja í Hótel Sögu. Stúdentar sem nýta sér einkabílinn til þess að koma sér til og frá skóla eru heldur betur farnir að finna fyrir þessu og hringsóla á bílastæðum háskólans í leit að lausu stæði. Það sem hefur bráðvantað hér á landi er betri nýting á almenningssamgöngum en í flestum löndum í Evrópu er mun algengara að almenningssamgöngur eða aðrir vistvænir ferðamátar hjálpi við að létta á umferð. Stúdentar eiga ekki að þurfa að reiða sig jafn mikið á einkabílinn eins og þeir þurfa að gera í dag. Þar að auki að sitja uppi með þá kostnaðarbyrði sem fylgir því að reka bíl og stuðla að óþarfa aukningu á umferð. Við í Röskvu trúum á að með því að bæta almenningssamgöngur til munahér á Íslandi megi stórauka fjölda stúdenta og annarra sem kjósa að nýta sér þær og aðra vistvæna ferðamáta til þess að ferðast til og frá skóla. Einnig er það gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir öll í grennd við háskólasvæðið að bæta almenningssamgöngur þar vegna aukningar á bílaumferð á svæðinu á næstu árum. Til þess að stuðla að bættum almenningssamgöngum hefur Röskva barist fyrir og lagt mikla áherslu á að nemendum standi til boða að kaupa svokallaðan U-passa. U-passinn verður samgöngukort sem stúdentar gætu keypt á hóflegu verði og fengið þannig aðgang að fjölbreyttum almenningssamgöngum, t.d. strætó, næturstrætó, deilibílaleigu og fengið afslátt hjá hjóla- og hlaupahjólaleigum. Einnig hefur Röskva unnið ötullega að því að bæta göngu- og hjólastíga á háskólasvæðinu með því að þrýsta á fjölgun ljósastaurum á illa upplýstum stígum, fjölgun yfirbyggðra hjólaskýla og gangbrauta. Röskva hefur líka barist fyrir því að tryggja næturstrætó í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og heldur sú barátta áfram í Kópavogi, Garðabæ og á Seltjarnarnesi þar sem þjónusta næturstrætó er ekki til staðar í dag. Við í Röskvu gerum okkur þó grein fyrir því að almenningssamgöngur henti ekki öllum, sérstaklega eins og staðan er í dag. Sumir þurfa að vera á einkabíl vegna ýmissa annarra skyldna eða vegna fötlunar og fyrir aðra er einfaldlega margfalt tímafrekara að taka strætó vegna búsetu. Þess vegna berjumst við m.a. fyrir því að leiðakerfi strætó verði bætt og að ferðirnar verði tíðari. Þetta er þó ekki lítið verkefni þar sem fjármagn strætó er af skornum skammti og það þýðir ekkert að gera ferðirnar tíðari ef enginn nýtir sér þær. Einnig þarf að tryggja fleiri sérakreinar fyrir strætó svo hann festist ekki í umferð í háannatímum. Við í Röskvu trúum því að með því að stórbæta almenningssamgöngur á Íslandi sé hægt að gera fleiri stúdentum kleift að nýta sér þær án þess að eyða margfalt meiri tíma í að komast til og frá skóla. Þetta er í raun meira en bara umhverfismál heldur líka mikilvægt jafnréttismál fyrir stúdenta því betri almenningssamgöngur myndu minnka þörf nemenda á að eiga og reka einkabíl. Sem myndi þ.a.l. auka handbært fjármagn stúdenta og vonandi minnka þörf stúdenta til að vinna með námi. Höfundur er forseti umhverfis- og samgöngunefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Strætó Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við það að geta reitt sig alfarið á almenningssamgöngur í útlöndum? Er það ekki bara frekar huggulegt? Hvort sem það felst í því að taka lest, sporvagn, strætó eða leigja hjól. Í einhverjum tilfellum geta almenningssamgöngur kostað aðeins meira stúss, meiri tíma og meira umstang heldur en að ferðast með einkabíl sem bíður tilbúinn eftir manni þegar hentar. Mögulega er það ástæðan fyrir því að mesta áherslan hér á landi hefur lengi verið á einkabílinn og mörg virðast líta á almenningssamgöngur sem einhvers konar ómögulegan valkost. En er þessi séríslenska krafa um að hver einstaklingur geti setið einn í sínum bíl raunhæf? Og er réttlætanlegt að öll neyðist til þess að fjárfesta í bíl til þess að komast á milli staða? Mikil umferð hefur verið að myndast í grennd við háskólasvæðið og það er ekki von á að hún minnki í bráð enda mikil uppbygging í Vatnsmýrinni og við Landspítalann. Auk þess er allt Menntavísindasvið að flytja í Hótel Sögu. Stúdentar sem nýta sér einkabílinn til þess að koma sér til og frá skóla eru heldur betur farnir að finna fyrir þessu og hringsóla á bílastæðum háskólans í leit að lausu stæði. Það sem hefur bráðvantað hér á landi er betri nýting á almenningssamgöngum en í flestum löndum í Evrópu er mun algengara að almenningssamgöngur eða aðrir vistvænir ferðamátar hjálpi við að létta á umferð. Stúdentar eiga ekki að þurfa að reiða sig jafn mikið á einkabílinn eins og þeir þurfa að gera í dag. Þar að auki að sitja uppi með þá kostnaðarbyrði sem fylgir því að reka bíl og stuðla að óþarfa aukningu á umferð. Við í Röskvu trúum á að með því að bæta almenningssamgöngur til munahér á Íslandi megi stórauka fjölda stúdenta og annarra sem kjósa að nýta sér þær og aðra vistvæna ferðamáta til þess að ferðast til og frá skóla. Einnig er það gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir öll í grennd við háskólasvæðið að bæta almenningssamgöngur þar vegna aukningar á bílaumferð á svæðinu á næstu árum. Til þess að stuðla að bættum almenningssamgöngum hefur Röskva barist fyrir og lagt mikla áherslu á að nemendum standi til boða að kaupa svokallaðan U-passa. U-passinn verður samgöngukort sem stúdentar gætu keypt á hóflegu verði og fengið þannig aðgang að fjölbreyttum almenningssamgöngum, t.d. strætó, næturstrætó, deilibílaleigu og fengið afslátt hjá hjóla- og hlaupahjólaleigum. Einnig hefur Röskva unnið ötullega að því að bæta göngu- og hjólastíga á háskólasvæðinu með því að þrýsta á fjölgun ljósastaurum á illa upplýstum stígum, fjölgun yfirbyggðra hjólaskýla og gangbrauta. Röskva hefur líka barist fyrir því að tryggja næturstrætó í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og heldur sú barátta áfram í Kópavogi, Garðabæ og á Seltjarnarnesi þar sem þjónusta næturstrætó er ekki til staðar í dag. Við í Röskvu gerum okkur þó grein fyrir því að almenningssamgöngur henti ekki öllum, sérstaklega eins og staðan er í dag. Sumir þurfa að vera á einkabíl vegna ýmissa annarra skyldna eða vegna fötlunar og fyrir aðra er einfaldlega margfalt tímafrekara að taka strætó vegna búsetu. Þess vegna berjumst við m.a. fyrir því að leiðakerfi strætó verði bætt og að ferðirnar verði tíðari. Þetta er þó ekki lítið verkefni þar sem fjármagn strætó er af skornum skammti og það þýðir ekkert að gera ferðirnar tíðari ef enginn nýtir sér þær. Einnig þarf að tryggja fleiri sérakreinar fyrir strætó svo hann festist ekki í umferð í háannatímum. Við í Röskvu trúum því að með því að stórbæta almenningssamgöngur á Íslandi sé hægt að gera fleiri stúdentum kleift að nýta sér þær án þess að eyða margfalt meiri tíma í að komast til og frá skóla. Þetta er í raun meira en bara umhverfismál heldur líka mikilvægt jafnréttismál fyrir stúdenta því betri almenningssamgöngur myndu minnka þörf nemenda á að eiga og reka einkabíl. Sem myndi þ.a.l. auka handbært fjármagn stúdenta og vonandi minnka þörf stúdenta til að vinna með námi. Höfundur er forseti umhverfis- og samgöngunefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun