Tónlistarskólar fyrir alla! Magnús Lyngdal Magnússon skrifar 6. febrúar 2024 15:01 Hildur Guðnadóttir (2020 og 2021), Dísella Lárusdóttir (2022) og Laufey Lín Jónsdóttir (2024) eiga það sameiginlegt að hafa unnið nýlega til Grammy-verðlauna (og það eru fleiri dæmi um íslenska verðlaunahafa). Þær eiga það líka sameiginlegt að hafa gengið í tónlistarskóla hér á landi. Ég var svo lánsamur að ganga í tónlistarskóla og börnin mín hafa sem betur fer átt þess kost að læra tónlist. Því miður eru bara alls ekki öll börn jafn heppin. Tónlistarnám á Íslandi er dýrt og tekjuminni foreldrar eiga þess ekki kost að senda börnin sín í tónlistarskóla. Nú er sú staða uppi að í flestum tilvikum eru það aðeins félagslega sterk börn og ungmenni sem geta gengið tónlistarlegan menntaveg, enda þarf að kosta miklu til (þar á meðal skólagjöld og hljóðfærakaup svo dæmi séu tekin) og mér finnst það afleit þróun. Auðvitað verða ekki öll börn sem hefja tónlistarnám á endanum atvinnutónlistarfólk en bara það að fá að alast upp í tónlist kennir svo margt. Það felst til að mynda miklu meira í tónlistarkennslu en að kenna skala og æfingar sem nemandinn á svo að æfa endalaust heima – það er bara tækni. Tökum aftur á móti dæmi um að spila í skólahljómsveit. Hver og einn partur í tilteknu tónverki er hluti af heild og nemendur læra að hlusta eftir því sem aðrir eru að gera. Saman mynda ólík hljóðfæri hljóm sem allir nemendurnir eiga þannig þátt í að skapa. Ef nemendur leggja sig fram í spilamennskunni og hlusta vel myndast samhljómur. Kannski má einmitt segja að það sama gildi um samfélagið; það er samsett út ólíkum pörtum og hefur hver og einn sitt hlutverk. Lykillinn að farsæld er einmitt ekki hvað síst að hlusta á hvað aðrir eru að gera og það er eflaust mikilvægasta lexían sem nám í tónlist felur í sér. Við þurfum því að standa vörð um tónlistarskólana og leita allra leiða til þess að gefa öllum sem vilja leggja stund á tónlistarnám að eiga þess kost, burtséð frá félags- og fjárhagslegri stöðu foreldra. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grammy-verðlaunin Skóla - og menntamál Tónlistarnám Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Hildur Guðnadóttir (2020 og 2021), Dísella Lárusdóttir (2022) og Laufey Lín Jónsdóttir (2024) eiga það sameiginlegt að hafa unnið nýlega til Grammy-verðlauna (og það eru fleiri dæmi um íslenska verðlaunahafa). Þær eiga það líka sameiginlegt að hafa gengið í tónlistarskóla hér á landi. Ég var svo lánsamur að ganga í tónlistarskóla og börnin mín hafa sem betur fer átt þess kost að læra tónlist. Því miður eru bara alls ekki öll börn jafn heppin. Tónlistarnám á Íslandi er dýrt og tekjuminni foreldrar eiga þess ekki kost að senda börnin sín í tónlistarskóla. Nú er sú staða uppi að í flestum tilvikum eru það aðeins félagslega sterk börn og ungmenni sem geta gengið tónlistarlegan menntaveg, enda þarf að kosta miklu til (þar á meðal skólagjöld og hljóðfærakaup svo dæmi séu tekin) og mér finnst það afleit þróun. Auðvitað verða ekki öll börn sem hefja tónlistarnám á endanum atvinnutónlistarfólk en bara það að fá að alast upp í tónlist kennir svo margt. Það felst til að mynda miklu meira í tónlistarkennslu en að kenna skala og æfingar sem nemandinn á svo að æfa endalaust heima – það er bara tækni. Tökum aftur á móti dæmi um að spila í skólahljómsveit. Hver og einn partur í tilteknu tónverki er hluti af heild og nemendur læra að hlusta eftir því sem aðrir eru að gera. Saman mynda ólík hljóðfæri hljóm sem allir nemendurnir eiga þannig þátt í að skapa. Ef nemendur leggja sig fram í spilamennskunni og hlusta vel myndast samhljómur. Kannski má einmitt segja að það sama gildi um samfélagið; það er samsett út ólíkum pörtum og hefur hver og einn sitt hlutverk. Lykillinn að farsæld er einmitt ekki hvað síst að hlusta á hvað aðrir eru að gera og það er eflaust mikilvægasta lexían sem nám í tónlist felur í sér. Við þurfum því að standa vörð um tónlistarskólana og leita allra leiða til þess að gefa öllum sem vilja leggja stund á tónlistarnám að eiga þess kost, burtséð frá félags- og fjárhagslegri stöðu foreldra. Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar