Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa átt í hálfgerðum vandræðum með lagerinn frá því að samstarfinu var slitið árið 2022 vegna fordómafullra ummæla West í garð gyðinga og átt erfitt með að gera upp við sig hvort farga ætti þeim skóm sem þegar höfðu verið framleiddir eða selja þá.
Ákvörðun Adidas um að slíta samstarfinu við tónlistarmanninn kostaði fyrirtækið stórar upphæðir á síðasta ári og þá hafa gengissveiflur kostað fyrirtækið um það bil milljarð evra. Fyrirtækið neyddist einnig til að lækka verð til smásala í fyrra til að losa birgðir sem höfðu safnast upp.
Þrátt fyrir þetta hagnaðist Adidas um 268 milljónir evra í fyrra og gerir ráð fyrir að tvöfalda hagnaðinn á þessu ári, meðal annars vegna ákvörðunarinnar um að selja Yeezy-lagerinn, sem var metinn á um milljarð evra.
Enn er mikil eftirspurn eftir skófatnaðinum og verða skórnir seldir á „að minnsta kosti kostnaðarverði“ að sögn talsmanna Adidas.