Segir ekki tengsl milli bónusa Skattsins og hverju starfsmenn skila í kassann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2024 23:43 Snorri Olsen ríkisskattstjóri. Stjórnarráðið Ríkisskattstjóri segist skilja áhyggjur þeirra sem telja að viðbótarlaun til starfsmanna Skattsins kunni að grafa undan hlutleysi þeirra og gera það að verkum að þeir sæki mál harðar en ella. Hann bendir á að á sama tíma og 260 milljónir króna hafi verið greiddar í slík laun hafi heildarlaunakostnaður skattsins verið um 25 milljarðar. Greint var frá því í Morgunblaðinu í vikunni að Skatturinn hefði síðustu fjögur ár greitt út 260 milljónir í bónusa til starfsfólks. Um var að ræða 535 tilvik greiðsla. Það væri um hálf milljón á hvert tilvik. Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að bónusakerfi Skattsins væri í senn siðlaust og spillt. Starfsfólk Skattsins væri opinberir eftirlitsaðilar og ætti að gæta að hlutleysi. Því væri stefnt í hættu með bónusunum. Snorri Olsen ríkisskattstjóri segir kerfið, sem innanhúss sé kallað „viðbótarlaunakerfi“ frekar en að talað sé um bónusa, eigi rætur að rekja til kjarasamnings sem gerður var árið 2014 milli ríkisins og Bandalags háskólamanna, BHM. Skatturinn hafi verið aðili að samningnum frá 2015. „Og útfært það sem viðbótarlaunakerfi. Það teljum við að sé í samræmi við bæði kjarasamninginn, við þær leiðbeiningar og reglur sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sett varðandi svona viðbótarlaunasamninga, og vitum ekki annað en að stéttarfélögin séu líka sammála því að þetta sé bara í samræmi við gildandi rétt og gildandi kjarasamninga,“ sagði Snorri í viðtali í Reykjavík síðdegis. 260 milljónir af 25 milljörðum Kerfið gangi út á að tvö prósent af heildarlaunum þess hóps sem kerfið nái til séu sett í pott, sem sé nýttur í kerfið. Á hverju sex mánaða tímabili sé metið hvaða starfsmenn eigi rétt á viðbótarlaunum. „Það er hugsunin á bak við svona kerfi að það geti ekki allir fengið. Þú ert að meta álag og fleira sem viðkomandi hefur orðið fyrir í starfinu. Það er bara innbyggt í þetta kerfi að það eru 25 prósent starfsmanna sem falla undir þetta kerfi, það eru háskólamenntaðir starfsmenn hjá Skattinum, sem fá viðbótarlaun hverju sinni, fyrir hvert sex mánaða tímabil. Sem þýðir þá líka að 75 prósent starfsmanna fá ekki viðbótarlaun,“ segir Snorri. Sú upphæð sem starfsmenn fái sé sú sama fyrir alla. Í mati á hvaða starfsmenn fái bónusa sé litið til ýmissa þátta. „Framúrskarandi þekkingar, faglegra vinnubragða og sveigjanleika af hálfu starfsmanna. Af því það er auðvitað mismunandi álag á mismunandi tímum, það geta verið veikindi, það geta verið ný verkefni eins og núna, kílómetragjald á rafmagnsbíla. Þannig að þetta er svona til að mæta bæði hæfni og álagi í starfi.“ Snorri segir rétt að 260 milljónir króna hafi verið greiddar út á síðustu fjórum árum. Hann segir að hafa verði í huga að launakostnaður á sama tímabili séu 25 milljarðar. Þannig séu umframgreiðslurnar rúmlega eitt prósent af heildarlaunagreiðslum. Menn megi ekki gleyma hlutverki Skattsins Snorri segist skilja sjónarmið um að kerfið geti svipt starfsmenn hlutleysi og gert það að verkum að þeir verði grimmari í skattheimtu fyrir vikið. „Það er eitthvað sem við teljum að eigi að vera alveg tryggt, að það sé ekki tenging á milli þess að starfsmenn ávinni sér rétt til viðbótarlauna og þess sem er endurákvarðað í einstaka málum.“ Það sé stjórnenda að hafa yfirsýn yfir það sem sé að gerast. Verkefni Skattsins geti farið til Yfirskattanefndar eða dómstóla til endurskoðunar. Þau mál vinni Skatturinn ekki alltaf. „En ég skil auðvitað þessar áhyggjur, og þess vegna er mjög mikilvægt að menn átti sig á því að þetta er ekki þannig að það sé bein tenging á milli þess að þú sért að taka einhverja ákveðna aðila. En það má ekki heldur gleyma því að þetta er verkefni Skattsins. Verkefni Skattsins er að tryggja að ríki og sveitarfélög fái sínar tekjur.“ Ef horft væri til hlutfalla þá hefði Skatturinn á síðasta ári annast 95 prósent af skatttekjum ríkisins og 80 prósent í tilfelli sveitarfélaga. Viðtalið við Snorra í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Skattar og tollar Stjórnsýsla Kjaramál Reykjavík síðdegis Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Greint var frá því í Morgunblaðinu í vikunni að Skatturinn hefði síðustu fjögur ár greitt út 260 milljónir í bónusa til starfsfólks. Um var að ræða 535 tilvik greiðsla. Það væri um hálf milljón á hvert tilvik. Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að bónusakerfi Skattsins væri í senn siðlaust og spillt. Starfsfólk Skattsins væri opinberir eftirlitsaðilar og ætti að gæta að hlutleysi. Því væri stefnt í hættu með bónusunum. Snorri Olsen ríkisskattstjóri segir kerfið, sem innanhúss sé kallað „viðbótarlaunakerfi“ frekar en að talað sé um bónusa, eigi rætur að rekja til kjarasamnings sem gerður var árið 2014 milli ríkisins og Bandalags háskólamanna, BHM. Skatturinn hafi verið aðili að samningnum frá 2015. „Og útfært það sem viðbótarlaunakerfi. Það teljum við að sé í samræmi við bæði kjarasamninginn, við þær leiðbeiningar og reglur sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sett varðandi svona viðbótarlaunasamninga, og vitum ekki annað en að stéttarfélögin séu líka sammála því að þetta sé bara í samræmi við gildandi rétt og gildandi kjarasamninga,“ sagði Snorri í viðtali í Reykjavík síðdegis. 260 milljónir af 25 milljörðum Kerfið gangi út á að tvö prósent af heildarlaunum þess hóps sem kerfið nái til séu sett í pott, sem sé nýttur í kerfið. Á hverju sex mánaða tímabili sé metið hvaða starfsmenn eigi rétt á viðbótarlaunum. „Það er hugsunin á bak við svona kerfi að það geti ekki allir fengið. Þú ert að meta álag og fleira sem viðkomandi hefur orðið fyrir í starfinu. Það er bara innbyggt í þetta kerfi að það eru 25 prósent starfsmanna sem falla undir þetta kerfi, það eru háskólamenntaðir starfsmenn hjá Skattinum, sem fá viðbótarlaun hverju sinni, fyrir hvert sex mánaða tímabil. Sem þýðir þá líka að 75 prósent starfsmanna fá ekki viðbótarlaun,“ segir Snorri. Sú upphæð sem starfsmenn fái sé sú sama fyrir alla. Í mati á hvaða starfsmenn fái bónusa sé litið til ýmissa þátta. „Framúrskarandi þekkingar, faglegra vinnubragða og sveigjanleika af hálfu starfsmanna. Af því það er auðvitað mismunandi álag á mismunandi tímum, það geta verið veikindi, það geta verið ný verkefni eins og núna, kílómetragjald á rafmagnsbíla. Þannig að þetta er svona til að mæta bæði hæfni og álagi í starfi.“ Snorri segir rétt að 260 milljónir króna hafi verið greiddar út á síðustu fjórum árum. Hann segir að hafa verði í huga að launakostnaður á sama tímabili séu 25 milljarðar. Þannig séu umframgreiðslurnar rúmlega eitt prósent af heildarlaunagreiðslum. Menn megi ekki gleyma hlutverki Skattsins Snorri segist skilja sjónarmið um að kerfið geti svipt starfsmenn hlutleysi og gert það að verkum að þeir verði grimmari í skattheimtu fyrir vikið. „Það er eitthvað sem við teljum að eigi að vera alveg tryggt, að það sé ekki tenging á milli þess að starfsmenn ávinni sér rétt til viðbótarlauna og þess sem er endurákvarðað í einstaka málum.“ Það sé stjórnenda að hafa yfirsýn yfir það sem sé að gerast. Verkefni Skattsins geti farið til Yfirskattanefndar eða dómstóla til endurskoðunar. Þau mál vinni Skatturinn ekki alltaf. „En ég skil auðvitað þessar áhyggjur, og þess vegna er mjög mikilvægt að menn átti sig á því að þetta er ekki þannig að það sé bein tenging á milli þess að þú sért að taka einhverja ákveðna aðila. En það má ekki heldur gleyma því að þetta er verkefni Skattsins. Verkefni Skattsins er að tryggja að ríki og sveitarfélög fái sínar tekjur.“ Ef horft væri til hlutfalla þá hefði Skatturinn á síðasta ári annast 95 prósent af skatttekjum ríkisins og 80 prósent í tilfelli sveitarfélaga. Viðtalið við Snorra í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Skattar og tollar Stjórnsýsla Kjaramál Reykjavík síðdegis Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent