Amazon hættir við kaup á framleiðanda Roomba Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2024 15:19 iRobot hefur tilkynnt að fyrirtækið muni segja upp 350 manns í kjölfar ákvörðunar Amazon. Justin Sullivan/Getty Images Amazon hefur hætt við kaup á snjallryksuguframleiðandanum iRobot. Ákvörðunin liggur fyrir örfáum dögum eftir að fréttir bárust af því að Evrópusambandið hygðist ekki veita fyrirtækinu leyfi fyrir kaupunum. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að fyrirhuguð kaup fyrirtækisins á iRobot, sem þekktast er fyrir framleiðslu sína á snjallryksugunni Roomba, hafi átt að kosta 1,4 milljarð bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 193 milljörðum íslenskra króna. Evrópusambandið lýsti því yfir í nóvember síðastliðnum að það hefði áhyggjur af áhrifum kaupanna á samkeppni á ryksugumarkaði. Amazon lýsti yfir upphaflega yfir áætlunum sínum um kaupin í ágúst 2022. Í yfirlýsingu sinni gagnrýnir fyrirtækið reglugerðarsetningu, án þess að minnast beinum orðum á ESB. Bandaríska netverslunin hefur þegar keypt rafvörutækjaframleiðendur líkt og Alexa og Ring. Þá höfðu hagsmunasamtök beggja vegna Atlantshafsins, í Bandaríkjunum og í Evrópu, lýst yfir áhyggjum af áhrifum kaupanna á samkeppni, að því er segir í umfjöllun Guardian. Amazon hefur ákveðið að greiða 94 milljónir bandaríkjadala til iRobot vegna riftunar á viðræðum um yfirtöku. Forsvarsmenn síðarnefnda fyrirtækisins hafa þegar tilkynnt að þeir muni reka 31 prósent starfsmanna sinna, 350 talsins vegna þessa. Bretland Evrópusambandið Bandaríkin Samkeppnismál Amazon Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að fyrirhuguð kaup fyrirtækisins á iRobot, sem þekktast er fyrir framleiðslu sína á snjallryksugunni Roomba, hafi átt að kosta 1,4 milljarð bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 193 milljörðum íslenskra króna. Evrópusambandið lýsti því yfir í nóvember síðastliðnum að það hefði áhyggjur af áhrifum kaupanna á samkeppni á ryksugumarkaði. Amazon lýsti yfir upphaflega yfir áætlunum sínum um kaupin í ágúst 2022. Í yfirlýsingu sinni gagnrýnir fyrirtækið reglugerðarsetningu, án þess að minnast beinum orðum á ESB. Bandaríska netverslunin hefur þegar keypt rafvörutækjaframleiðendur líkt og Alexa og Ring. Þá höfðu hagsmunasamtök beggja vegna Atlantshafsins, í Bandaríkjunum og í Evrópu, lýst yfir áhyggjum af áhrifum kaupanna á samkeppni, að því er segir í umfjöllun Guardian. Amazon hefur ákveðið að greiða 94 milljónir bandaríkjadala til iRobot vegna riftunar á viðræðum um yfirtöku. Forsvarsmenn síðarnefnda fyrirtækisins hafa þegar tilkynnt að þeir muni reka 31 prósent starfsmanna sinna, 350 talsins vegna þessa.
Bretland Evrópusambandið Bandaríkin Samkeppnismál Amazon Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira