Körfubolti

Tryggvi Snær og Elvar Már ró­legir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Snær í leik gegn Real Madríd.
Tryggvi Snær í leik gegn Real Madríd. Borja B. Hojas/Getty Images

Landsliðsmennirnir Tryggvi Snær Hlinason og Elvar Már Friðriksson áttu ekki sína bestu körfuboltaleiki í kvöld.

Tryggvi Snær var heldur rólegur í sigri Bilbao á hans gömlum félögum í Zaragoza þegar liðin mættust í ACB-deildinni í körfubolta. Skoraði miðherjinn tvö stig og tók tvö fráköst í þriggja stiga sigri, lokatölur 86-83.

Zaragoza situr nú í 11. sæti með 8 sigra í 20 leikjum. Átta efstu lið deildarinnar fara í úrslitakeppnina.

Elvar Már og félagar í PAOK töpuðu gegn Olympiacos, lokatölur 77-62. Elvar Már skoraði aðeins þrjú stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

PAOK er í 7. sæti deildarinnar með sjö sigra í 16 leikjum. Efstu sex lið deildarinnar fara í úrslitakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×